Hin látnu kínverskir námsmenn búsettir í Bretlandi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. janúar 2020 11:45 Flugvélarflakið á Sólheimasandi. Vísir/Vilhelm Ung kona og maður sem fundust látin á Sólheimasandi í gær voru bæði námsmenn í Bretlandi. Fjölskyldum þeirra hefur verið tilkynnt um andlátin og eru á leiðinni til Íslands. Það var vegfarandi sem tilkynnti lögreglunni í gær að hann hefði gengið fram á lík ungrar konu rétt hjá flugvélarflakinu á Sólheimasandi. Nokkru síðar fannst svo lík ungs manns skammt frá en aðeins um 150 metrar voru á milli líkanna. Lögreglan hóf strax rannsókn en grunur leikur á að fólkið hafi orðið úti. Aftakaveður var á svæðinu á mánudag og þriðjudag. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn í rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi segir rannsókn í fullum gangi. Ekki hafi nein tilkynning borist um að fólksins væri saknað áður en lík þeirra fundust. „Þau fara fram hjá myndavél á Hvolsvelli rétt fyrir klukkan þrjú á mánudegi. Þau eru tiltölulega nýkomin til landsins og áttu ekki að skila bílaleigubílnum fyrr en í gær. Þannig að það var enginn farinn að sakna þeirra,“ segir Oddur. Líkin fundust skammt frá göngustíg að flugvélarflakinu á sandinum.VÍSIR/LANDMÆLINGAR Samkvæmt upplýsingum frá kínverska sendiráðinu var konan tvítug en maðurinn 22 ára. Þau voru vinir og bæði búsett í Bretlandi þar sem þau stunduðu nám. Fjölskyldum þeirra hefur verið tilkynnt um andlátin og eru þær á leið til Íslands. Oddur segir engar upplýsingar liggja fyrir á þessari stundu hvort að þau hafi átt bókaða gistingu einhvers staðar. Hann segir að svo virðist sem að fólkið hafi orðið úti og ofkælst. Krufning þurfi þó að fara fram svo hægt sé að úrskurða um dánarorsök. „Við vitum það að þessar veðurfarsaðstæður sem að skapast þarna á mánudagskvöld og þriðjudag að þær eru lífshættulegar á mjög skömmum tíma,“ segir Oddur. Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19 150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. 16. janúar 2020 18:01 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Ung kona og maður sem fundust látin á Sólheimasandi í gær voru bæði námsmenn í Bretlandi. Fjölskyldum þeirra hefur verið tilkynnt um andlátin og eru á leiðinni til Íslands. Það var vegfarandi sem tilkynnti lögreglunni í gær að hann hefði gengið fram á lík ungrar konu rétt hjá flugvélarflakinu á Sólheimasandi. Nokkru síðar fannst svo lík ungs manns skammt frá en aðeins um 150 metrar voru á milli líkanna. Lögreglan hóf strax rannsókn en grunur leikur á að fólkið hafi orðið úti. Aftakaveður var á svæðinu á mánudag og þriðjudag. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn í rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi segir rannsókn í fullum gangi. Ekki hafi nein tilkynning borist um að fólksins væri saknað áður en lík þeirra fundust. „Þau fara fram hjá myndavél á Hvolsvelli rétt fyrir klukkan þrjú á mánudegi. Þau eru tiltölulega nýkomin til landsins og áttu ekki að skila bílaleigubílnum fyrr en í gær. Þannig að það var enginn farinn að sakna þeirra,“ segir Oddur. Líkin fundust skammt frá göngustíg að flugvélarflakinu á sandinum.VÍSIR/LANDMÆLINGAR Samkvæmt upplýsingum frá kínverska sendiráðinu var konan tvítug en maðurinn 22 ára. Þau voru vinir og bæði búsett í Bretlandi þar sem þau stunduðu nám. Fjölskyldum þeirra hefur verið tilkynnt um andlátin og eru þær á leið til Íslands. Oddur segir engar upplýsingar liggja fyrir á þessari stundu hvort að þau hafi átt bókaða gistingu einhvers staðar. Hann segir að svo virðist sem að fólkið hafi orðið úti og ofkælst. Krufning þurfi þó að fara fram svo hægt sé að úrskurða um dánarorsök. „Við vitum það að þessar veðurfarsaðstæður sem að skapast þarna á mánudagskvöld og þriðjudag að þær eru lífshættulegar á mjög skömmum tíma,“ segir Oddur.
Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19 150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. 16. janúar 2020 18:01 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19
150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. 16. janúar 2020 18:01