Innlent

Lögreglan veitti ökumanni eftirför

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti ökumanni eftirför í Suðurhlíð klukkan sex í morgun. Maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerki lögreglu.

Hann var ásamt þremur farþegum bílsins, færður mjög ölvaður í fangageymslur og verða mennirnir yfirheyrðir þegar áfengisvíman rennur af þeim í dag. Nóttin var erilsöm að sögn lögreglunnar. Sjö voru teknir fyrir ölvunarakstur. Mikið var um ölvunarútköll og pústra í miðborg Reykjavíkur og voru allar fangageymslur fullar.

Klukkan sjö í morgun var ekið á götuvita á gatnamótum Kringlumýrabrautar - Listabrautar. Götuljósin eru óvirk, unnið er að viðgerð, en ekki er vitað hvenær þau komast í lag. Sá sem ók bílnum skildi hann eftir á vettvangi og er ökumannsins nú leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×