Innlent

Lögreglan fer fram á gæsluvarðhald yfir árásarmönnum

Lögreglan fer fram á gæsluvarðhald yfir árásarmönnunum. Mynd/ Vilhelm
Lögreglan fer fram á gæsluvarðhald yfir árásarmönnunum. Mynd/ Vilhelm

Lögreglan mun fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum fjórum sem voru handteknir í tengslum við hrottalega líkamsárás í Fellahverfi í gærkvöld.

Mennirnir voru handteknir á Reykjanesbraut. Þeir höfðu, ásamt sex til átta öðrum mönnum, ráðist að sjö Pólverjum á heimili þeirra í Keilufelli vopnaðir öxum og bareflum. Árásarþolarnir voru allir fluttir á sjúkrahús og er einn þeirra alvarlega slasaður.

Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns er ekki búið að handtaka fleiri í tengslum við árásina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×