Merkel vill allt upp á borðið Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. janúar 2016 07:00 „Sýnið okkur virðingu! Við erum ekki sjálfgefin bráð, jafnvel þótt við séum naktar,“ stendur á þessu skilti sem gjörningalistakonan Milo Moire hélt á í gær við dómkirkjuna í Köln. Nordicphotos/AFP Átján hælisleitendur eru meðal þeirra rúmlega 30 manna, sem handteknir hafa verið í Köln vegna líkamsárása, þjófnaðar og kynferðisbrota gegn tugum kvenna á gamlárskvöld. Flestir eru þeir, samkvæmt upplýsingum þýska dagblaðsins Welt am Sonntag, Sýrlendingar sem komið hafa á síðustu mánuðum til Þýskalands. Málið hefur vakið mikið uppnám í Þýskalandi og magnað upp raddir sem vara við flóttafólki almennt. Þýski íhaldsflokkurinn, CDU, hyggst í kjölfarið leggja til lagabreytingar sem miða að því að herða reglur um flóttafólk, þannig að enginn sem dæmdur verður til skilorðslausrar fangelsisvistar geti fengið hæli eða stöðu flóttamanns í Þýskalandi. Angela Merkel kanslari, leiðtogi CDU, segir einnig nauðsynlegt að hraða brottflutningi þeirra útlendinga, sem komið hafa til landsins en fá ekki samþykkt hæli þar. Hún hvetur einnig til þess að atburðirnir í Köln verði rannsakaðir í þaula svo hægt verði að átta sig á því nákvæmlega hvað gerðist. „Sú tilfinning – kvenna í þessu tilviki – að vera algerlega varnarlaus er líka fyrir mig sjálfa óþolandi,“ sagði hún. „Þess vegna er mikilvægt að allt sem þar gerðist komi upp á borðið.“ Hátt í 200 kærur hafa nú borist til lögreglunnar í Köln vegna árásanna á gamlárskvöld. Konur urðu fyrir því að hópar ungra manna króuðu þær af, káfuðu gróflega á þeim og stálu af þeim verðmætum, svo sem farsímum. Lögreglan hefur viðurkennt að hafa ekki verið undir þetta búin. Þótt um 70 lögreglumenn hafi verið á vakt við lestarstöðina í miðbæ Kölnar, þá réðu þeir ekki við aðstæðurnar. Samt sem áður voru nærri hundrað manns stöðvaðir af lögreglu þetta kvöld vegna gruns um árásir á konur. Í gær ákvað svo Ralf Jäger, innanríkisráðherra í landstjórninni í Nordrhein-Westfalen, að víkja Wolfgang Albers, lögreglustjóra Kölnar, úr embætti um óákveðinn tíma. Jäger sagði þetta nauðsynlegt til að endurheimta trú almennings á lögreglunni og jafnframt til að gera lögregluna í Köln starfhæfa á ný. Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Átján hælisleitendur eru meðal þeirra rúmlega 30 manna, sem handteknir hafa verið í Köln vegna líkamsárása, þjófnaðar og kynferðisbrota gegn tugum kvenna á gamlárskvöld. Flestir eru þeir, samkvæmt upplýsingum þýska dagblaðsins Welt am Sonntag, Sýrlendingar sem komið hafa á síðustu mánuðum til Þýskalands. Málið hefur vakið mikið uppnám í Þýskalandi og magnað upp raddir sem vara við flóttafólki almennt. Þýski íhaldsflokkurinn, CDU, hyggst í kjölfarið leggja til lagabreytingar sem miða að því að herða reglur um flóttafólk, þannig að enginn sem dæmdur verður til skilorðslausrar fangelsisvistar geti fengið hæli eða stöðu flóttamanns í Þýskalandi. Angela Merkel kanslari, leiðtogi CDU, segir einnig nauðsynlegt að hraða brottflutningi þeirra útlendinga, sem komið hafa til landsins en fá ekki samþykkt hæli þar. Hún hvetur einnig til þess að atburðirnir í Köln verði rannsakaðir í þaula svo hægt verði að átta sig á því nákvæmlega hvað gerðist. „Sú tilfinning – kvenna í þessu tilviki – að vera algerlega varnarlaus er líka fyrir mig sjálfa óþolandi,“ sagði hún. „Þess vegna er mikilvægt að allt sem þar gerðist komi upp á borðið.“ Hátt í 200 kærur hafa nú borist til lögreglunnar í Köln vegna árásanna á gamlárskvöld. Konur urðu fyrir því að hópar ungra manna króuðu þær af, káfuðu gróflega á þeim og stálu af þeim verðmætum, svo sem farsímum. Lögreglan hefur viðurkennt að hafa ekki verið undir þetta búin. Þótt um 70 lögreglumenn hafi verið á vakt við lestarstöðina í miðbæ Kölnar, þá réðu þeir ekki við aðstæðurnar. Samt sem áður voru nærri hundrað manns stöðvaðir af lögreglu þetta kvöld vegna gruns um árásir á konur. Í gær ákvað svo Ralf Jäger, innanríkisráðherra í landstjórninni í Nordrhein-Westfalen, að víkja Wolfgang Albers, lögreglustjóra Kölnar, úr embætti um óákveðinn tíma. Jäger sagði þetta nauðsynlegt til að endurheimta trú almennings á lögreglunni og jafnframt til að gera lögregluna í Köln starfhæfa á ný.
Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira