Innlent

Eldur í sumarbústað reyndist eldur í rusli

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Minni hætta var fyrir hendi en í fyrstu var talið.
Minni hætta var fyrir hendi en í fyrstu var talið. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu á Laugarvatni fékk tilkynningu skömmu eftir klukkan fimm um að eldur logaði í sumarbústað á svæðinu.

Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri, segir að slökkviliðsmenn hafi þegar haldið af stað á vettvang en á leið þeirra á staðinn og við nánari eftirgrennslan hafi komið í ljós að verið væri að brenna rusl og því ekki eins mikil hætta á ferðum og í fyrstu var talið.

Pétur Pétursson slökkvistjóri Brunavarna Árnessýslu, segir óheimilt að kveikja elda á víðavangi. Það geti skapað mikla hættu.Vísir/Vilhelm

Ekki heimlit að brenna rusl

„Það kom bara ein tilkynning og ekkert meira sem vakti grun um að minni hætta væri á ferðum. Þegar við fengum staðfest að verið brenna rusl var dregið úr viðbragði,“ segir Pétur.

Pétur vill samt minna á að ekki sé heimilt sé að brenna rusl á víðavangi í dag en það var samþykkt með reglugerð 325 frá árinu 2016.

Þar segir í þriðju grein að óheimilt sé að kveikja eld á víðavangi, á lóðum eða annars staðar utandyra þar sem almannahætta getur stafað af eða hætt er umhverfi, gróðri, dýralífi eða mannvirkjum. Í þessu samhengi minnir Pétur á heimasíðuna gróðureldar.is þar sem hægt sé að kynna sér málið.

„Aðstæður nú eru bara svo hættulegar. Jarðvegur og gróður er þurr og auðvelt að koma af stað sinu eða gróðureldum sem getur haft ófyrirséðar afleiðingar. Því þarf fólk að hugsa vel út í hvað það er að gera,“ segir Pétur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×