Liverpool gæti misst af titlinum ef tímabilið verður flautað af Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 14:00 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er svo gott sem búinn að vinna ensku úrvalsdeildina. Hann gæti samt sem áður horft upp á sína verstu martröð verði mótið flautað af vegna kórónuveirunnar. Getty/Visionhaus Liverpool er með 22 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og á titilinn vísan nema kannski ef kórónuveiran heldur áfram að breiðast út um heiminn. Blaðamaður Telegraph forvitnaðist um það hvað myndi gerast ef enska úrvalsdeildin yrði að flauta tímabilið af vegna kórónuveirunnar. Kórónuveiran er farin að hafa mikil áhrif á Ítalíu þar sem leikjum hefur verið frestað og margir leikir um helgina fara fram fyrir luktum dyrum. There is no guarantee Liverpool would be crowned Premier League champions if the season was curtailed by coronavirus | @ben_rumsby reportshttps://t.co/Lu7gvYcZ79— Telegraph Football (@TeleFootball) February 28, 2020 Blaðamaður Telegraph komst að því að það er ekkert til um það í reglugerðinni hvað yrði gert með enska meistaratitilinn ef þarf að aflýsa síðustu umferðum tímabilsins vegna faraldursins. Það er því ekkert öruggt að það lið sem á toppnum á þeim tíma fá titilinn afhentan eða verði titlað enskur meistari 2019-2020. Það eru ennþá engin áhrif frá kórónuveirunni á ensku úrvalsdeildina en miðað við það hversu hratt hún breiðist um Asíu og Evrópu er von á því að það geti breyst snögglega. Newcastle hefur sem dæmi ráðlagt leikmönnum sínum að heilsa ekki hvorum öðrum á æfingum liðsins. Knattspyrnusamband Evrópu hefur einnig áhyggjur af Evrópumótinu í sumar og það gæti líka margt breyst til hins verra áður en kemur að umspilsleiknum á Laugardalsvellinum eftir 27 daga. Liverpool 'could miss out on title' if coronavirus cuts short Premier League season' https://t.co/4CqJOsYJ7ppic.twitter.com/WMfWDZsUh1— Mirror Football (@MirrorFootball) February 28, 2020 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í kórónuveiruna á blaðamannafundi fyrir leik liðsins á móti Watford. „Við tökum þessu mjög alvarlega en við getum ekki forðast neitt. Þetta er ekki fótboltavandmál heldur samfélagsvandamál. Vonandi finnur gáfaða fólkið réttu leiðina og réttu svörin,“ sagði Jürgen Klopp. „Það hefur ekki verið sagt við okkur að við getum ekki spilað leikina og það munum við gera. Við tökum þessu af fyllstu alvöru en við erum ekki að missa okkur af áhyggjum. Það hefur enginn bannað okkur að taka í hendur mótherjanna en við ætlum ekki að þvingað okkar leikmenn til þess. Við getum ekki gert meira en að mæta á staðinn og spila,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sjá meira
Liverpool er með 22 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og á titilinn vísan nema kannski ef kórónuveiran heldur áfram að breiðast út um heiminn. Blaðamaður Telegraph forvitnaðist um það hvað myndi gerast ef enska úrvalsdeildin yrði að flauta tímabilið af vegna kórónuveirunnar. Kórónuveiran er farin að hafa mikil áhrif á Ítalíu þar sem leikjum hefur verið frestað og margir leikir um helgina fara fram fyrir luktum dyrum. There is no guarantee Liverpool would be crowned Premier League champions if the season was curtailed by coronavirus | @ben_rumsby reportshttps://t.co/Lu7gvYcZ79— Telegraph Football (@TeleFootball) February 28, 2020 Blaðamaður Telegraph komst að því að það er ekkert til um það í reglugerðinni hvað yrði gert með enska meistaratitilinn ef þarf að aflýsa síðustu umferðum tímabilsins vegna faraldursins. Það er því ekkert öruggt að það lið sem á toppnum á þeim tíma fá titilinn afhentan eða verði titlað enskur meistari 2019-2020. Það eru ennþá engin áhrif frá kórónuveirunni á ensku úrvalsdeildina en miðað við það hversu hratt hún breiðist um Asíu og Evrópu er von á því að það geti breyst snögglega. Newcastle hefur sem dæmi ráðlagt leikmönnum sínum að heilsa ekki hvorum öðrum á æfingum liðsins. Knattspyrnusamband Evrópu hefur einnig áhyggjur af Evrópumótinu í sumar og það gæti líka margt breyst til hins verra áður en kemur að umspilsleiknum á Laugardalsvellinum eftir 27 daga. Liverpool 'could miss out on title' if coronavirus cuts short Premier League season' https://t.co/4CqJOsYJ7ppic.twitter.com/WMfWDZsUh1— Mirror Football (@MirrorFootball) February 28, 2020 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í kórónuveiruna á blaðamannafundi fyrir leik liðsins á móti Watford. „Við tökum þessu mjög alvarlega en við getum ekki forðast neitt. Þetta er ekki fótboltavandmál heldur samfélagsvandamál. Vonandi finnur gáfaða fólkið réttu leiðina og réttu svörin,“ sagði Jürgen Klopp. „Það hefur ekki verið sagt við okkur að við getum ekki spilað leikina og það munum við gera. Við tökum þessu af fyllstu alvöru en við erum ekki að missa okkur af áhyggjum. Það hefur enginn bannað okkur að taka í hendur mótherjanna en við ætlum ekki að þvingað okkar leikmenn til þess. Við getum ekki gert meira en að mæta á staðinn og spila,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sjá meira