Enski boltinn

Gerrard eignaðist þriðju dótturina

Hjónin á vellinum.
Hjónin á vellinum.
Steven Gerrard og eiginkona hans, Alex, fullkomnuðu þrennuna í gær þegar Alex fæddi stúlkubarn í þriðja skiptið. Stúlkan hefur verið nefnd Lourdes en dóttur Madonnu heitir einmitt sama nafni.

Stevie var viðstaddur fæðinguna og tjáði blaðamönnum að móður og barni heilsaðist vel.

Þau eiga fyrir dæturnar Lilly-Ella og Lexie en þær eru sjö og fimm ára.

Vísir óskar hjónunum til hamingju með barnalánið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×