Innlent

Jóhanna: Aldrei verið í kortunum að ég leiði flokkinn

,,Það hefur aldrei verið í kortunum að ég fari í formannsframboð," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Hún segist styðja Ingibjörg Sólrúnu Gísladóttur. Jóhanna segir ótímabært að ræða hvort hún verði forsætisráðherraefni flokksins. Þá segir Jóhanna líklegt að hún gefi kost á sér til áframhaldandi þingmennsku.

Samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins vilja rúmlega þrefalt fleiri að Jóhanna leiði Samfylkinguna í komandi þingkosningum heldur en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins. Munurinn er enn meiri ef aðeins eru skoðuð svör Samfylkingarfólks.

,,Ég er auðvitað afar þakklát fyrir þann stuðning sem fólk sýnir með þessum hætti við mig og mín vinnubrögð," segir Jóhanna.

Jafnframt fagnar Jóhanna auknum stuðningi við Samfylkinguna í könnunum sem Fréttablaðið og Morgunblaðið birtu í morgun. Þær sýni greinilega að almenningur sé jákvæður fyrir þeim breytingum og áherslum sem Samfylkingin og ríkisstjórnin standi fyrir og þeirri endurskipulagninu sem nú sé hafin.

,,Það er ekki tímabært að segja neitt til um það núna," segir Jóhanna aðspurð hvort hún geti hugsað sér að verða forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar en Ingibjörg verði áfram formaður. Í kosningunum árið 2003 var Ingibjörg forsætiráðherraefni flokksins en þá var Össur Skarphéðinsson formaður.

Framboðsfrestur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík rennur út á morgun. Jóhanna segir líklegra en ekki að hún muni gefa kost á sér. Það skýrist á morgun.


Tengdar fréttir

Jóhanna er í sérflokki

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sé í sérflokki hvað vinsældir og traust á meðal almennings varðar.

Þrefalt fleiri vilja Jóhönnu frekar en Ingibjörgu

Rúmlega þrefalt fleiri vilja að að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra leiði Samfylkinguna í næstu Alþingiskosningum, en að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður flokksins geri það, samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×