Erlent

Los Angeles býður upp á fría skimun

Andri Eysteinsson skrifar
Fjölmargir sleiktu sólina á Huntington strönd um liðna helgi.
Fjölmargir sleiktu sólina á Huntington strönd um liðna helgi. Getty/Allen J. Schaben

Borg englanna, stærsta borg vesturstrandar Bandaríkjanna, Los Angeles verður brátt fyrsta stórborg Bandaríkjanna til þess að bjóða fríar skimanir vegna kórónuveirunnar.

Borgarstjóri Los Angeles, Eric Garcetti, greindi frá þessari tilhögun á blaðamannafundi í dag. Áður höfðu einungis þeir sem, störfuðu í framlínunni eða sýndu einkenni, átt möguleika á að fara í sýnatöku. BBC greinir frá.

Yfir 48.000 tilfelli kórónuveirunnar hafa greinst í Kalíforníu og er talið að yfir helmingur þeirra tilfella sé í Los Angeles.

Búist er við því að á allra næstu dögum skrifi ríkisstjóri Kalíforníu, Gavin Newsom undir stjórnvaldsákvörðun um lokun almenningsgarða og stranda í ríkinu en þrátt fyrir að íbúar hafi verið hvattir til að virða tveggja metra regluna voru garðar og strendur þétt setnar síðustu helgi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×