Innlent

Áfram í gæsluvarðhaldi vegna alvarlegrar líkamsárásar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Héraðsdómur Reykjaness
Héraðsdómur Reykjaness Vísir/Vilhelm

Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness vegna alvarlegrar líkamsárásar í Kópavogi.

Maðurinn verður í gæsluvarðhaldi til 5.maí næstkomandi á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Maðurinn hafði háður verið úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald sem rann út í dag.

Lögreglan hefur nú til rannsóknar mjög alvarlega líkamsárás sem var gerð í Kópavogi í síðustu viku. Tveir aðrir karlmenn voru handteknir í tengslum við málið en eru báðir lausir úr haldi lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×