Erlent

Verslanir tapa tugum milljóna

Verslanir á Norðurbrú í Kaupmannahöfn tapa 10-12 milljónum íslenskra króna á dag og hafa gert undanfarna daga. Viðskiptavinir halda sig enn frá verslunum í hverfinu eftir óeirðir síðstu daga. Þetta segir Johnny Beyer formaður samtaka verslunareiganda á Norðurbrú við Politiken. Samtals segir Beyer að verslanir hafi tapað yfir 50 milljónum síðan lögregla ruddi Ungdomshuset á fimmtudagsmorgun og óeirðir brutust út.

Annars var allt með kyrrum kjörum í nótt en lögregla þó eftir sem áður með mikinn viðbúnað. Búist er við því að einhver mótmæli verði í dag.

Vel gengur að rífa Ungdomshuset og er búist við að verkinu ljúki að mestu í dag. Enn á þó eftir að flytja stóran hluta af rusli og steypubrotum í burt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×