Liverpool á eftir manninum sem afgreiddi íslenska landsliðið í Zagreb Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 10:30 Marcelo Brozovic í baráttunni við Kára Árnason í leiknum í Zagreb í undankeppni HM 2018. Brozovic tryggði Króatíu sigur með tveimur mörkum. EPA/ANTONIO BAT Liverpool er sagt vera á eftir króatískum miðjumanni Internazionale og nýjustu fréttir frá Ítalíu segja að staða á samningaviðræðum leikmannsins auki líkurnar á því að hann endi á Anfield. Marcelo Brozovic skrifaði undir nýjasta samning sinn við Inter í október 2018 og hann rennur út í lok júní næsta sumar. Inter er að reyna að semja aftur við hann en CalcioMercato segir að leikmaðurinn vilji fá miklu meira en félagið er að bjóða. Liverpool handed £53m Marcelo Brozovic transfer boost as Inter Milan face contract problem#LFC #Inter https://t.co/syfDjIZ0FQ pic.twitter.com/28jLCwlfgv— Express Sport (@DExpress_Sport) April 29, 2020 Brozovic fær nú í kringum þrjár milljónir punda í árslaun en sækist eftir því að fá 5,2 milljónir punda í nýjum samningi. Inter hefur aðeins boðið 3,9 milljónir punda samkvæmt heimildum ítalska miðilsins. Jürgen Klopp er sagður hafa mikinn áhuga á að fá kappann inn á miðju Liverpool en Brozovic getur spilað alls staðar á miðjunni þótt hans besta staða sé varnartengiliður. Liverpool ætti því að geta fengið hann með því að kaupa upp gamla samninginn en sú upphæð er talin vera 53 milljónir punda. ?? Timo Werner 'will leave'?? Two Lille stars linked?? Marcelo Brozovic 'boost'Follow all of the latest Liverpool news and transfers right here ??https://t.co/AqXxKbjxyl— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) April 29, 2020 Marcelo Brozovic er 27 ára gamall og hefur leikið með Internazionale frá 2015 en hann kom fyrst til ítalska liðsins á láni. Inter keypti hann síðan af Dinamo Zagreb. Íslendingar ættu að muna eftir stráknum því hann afgreiddi íslenska landsliðið með því að skora bæði mörkin í 2-0 sigri Króatíu á Íslandi í Zagreb í nóvember 2016. Fyrra markið skoraði Brozovic með föstu skoti utan teigs á 15. mínútu en það síðara á lokamínútunni með föstu skoti frá vítateig eftir snögga sókn. Marcelo Brozovic hefur skorað 6 mörk í 51 landsleik fyrir Króatíu en hann var með liðinu á EM 2016 og á HM 2018. Á HM í Rússlandi spilaði hann allan tímann í bæði undanúrslitaleiknum á móti Englandi og í úrslitaleiknum á móti Frökkum. Report: Distance between #Inter and #Brozovic; #Liverpool remain interested https://t.co/xC9XCT66Ec pic.twitter.com/dltFAdCBc8— CalcioMercato (En) (@CmdotCom_En) April 28, 2020 Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Sjá meira
Liverpool er sagt vera á eftir króatískum miðjumanni Internazionale og nýjustu fréttir frá Ítalíu segja að staða á samningaviðræðum leikmannsins auki líkurnar á því að hann endi á Anfield. Marcelo Brozovic skrifaði undir nýjasta samning sinn við Inter í október 2018 og hann rennur út í lok júní næsta sumar. Inter er að reyna að semja aftur við hann en CalcioMercato segir að leikmaðurinn vilji fá miklu meira en félagið er að bjóða. Liverpool handed £53m Marcelo Brozovic transfer boost as Inter Milan face contract problem#LFC #Inter https://t.co/syfDjIZ0FQ pic.twitter.com/28jLCwlfgv— Express Sport (@DExpress_Sport) April 29, 2020 Brozovic fær nú í kringum þrjár milljónir punda í árslaun en sækist eftir því að fá 5,2 milljónir punda í nýjum samningi. Inter hefur aðeins boðið 3,9 milljónir punda samkvæmt heimildum ítalska miðilsins. Jürgen Klopp er sagður hafa mikinn áhuga á að fá kappann inn á miðju Liverpool en Brozovic getur spilað alls staðar á miðjunni þótt hans besta staða sé varnartengiliður. Liverpool ætti því að geta fengið hann með því að kaupa upp gamla samninginn en sú upphæð er talin vera 53 milljónir punda. ?? Timo Werner 'will leave'?? Two Lille stars linked?? Marcelo Brozovic 'boost'Follow all of the latest Liverpool news and transfers right here ??https://t.co/AqXxKbjxyl— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) April 29, 2020 Marcelo Brozovic er 27 ára gamall og hefur leikið með Internazionale frá 2015 en hann kom fyrst til ítalska liðsins á láni. Inter keypti hann síðan af Dinamo Zagreb. Íslendingar ættu að muna eftir stráknum því hann afgreiddi íslenska landsliðið með því að skora bæði mörkin í 2-0 sigri Króatíu á Íslandi í Zagreb í nóvember 2016. Fyrra markið skoraði Brozovic með föstu skoti utan teigs á 15. mínútu en það síðara á lokamínútunni með föstu skoti frá vítateig eftir snögga sókn. Marcelo Brozovic hefur skorað 6 mörk í 51 landsleik fyrir Króatíu en hann var með liðinu á EM 2016 og á HM 2018. Á HM í Rússlandi spilaði hann allan tímann í bæði undanúrslitaleiknum á móti Englandi og í úrslitaleiknum á móti Frökkum. Report: Distance between #Inter and #Brozovic; #Liverpool remain interested https://t.co/xC9XCT66Ec pic.twitter.com/dltFAdCBc8— CalcioMercato (En) (@CmdotCom_En) April 28, 2020
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Sjá meira