Fótbolti

Íslendingur kominn í stjórn hjá dönsku stórliði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjörtur og félagar í Brøndby fagna marki fyrr á þessari leiktíð en í stjórn félagsins er nú kominn Íslendingur.
Hjörtur og félagar í Brøndby fagna marki fyrr á þessari leiktíð en í stjórn félagsins er nú kominn Íslendingur. vísir/getty

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Hermann Haraldsson er kominn í stjórn hjá danska stórliðinu Brøndby en með liðinu leikur Fylkismaðurinn Hjörtur Hermannsson.

Hermann var framkvæmdarstjóri félagins frá mars 2008 þangað til í júlí ári seinna en þá fékk hann reisupassann. Nú er hann kominn inn í stjórn félagsins segir í tilkynningu frá stjórn félagsins.

Hermann er fyrrum markvörður sem spilaði bæði með KA og í dönsku úrvalsdeildinni með bæði KB, sem síðar varð að FCK, og með Næstved. Hann hefur látið til sín taka í atvinnulífinu í Danmörku að undanförnu.

Í stjórninni eru engir aukvissar. Þar má nefna meðal annars auðkýfinginn Jan Bech Andersen en hann hefur undanfarin ár lagt mikinn pening í danska liðið og það hefur ekki skilað jafn góðum árangri og hann hefur viljað.

„Það eru margir sem þekkja Hermann Haraldsson sem var í félaginu fyrir nokkrum árum síðan. Ég er mjög ánægður að Hermann kemur inn í stjórnina því síðustu ár hefur hann gert frábæra hluti sem framkvæmdarstjóri boozt.com. Kunnátta Hermanns í neytendahegðun og sölu á netinu verður gott að fá inn í stjórnina,“ sagði áðurnefndur Jan Bech.

Hjörtur Hermannsson leikur eins og áður segir með liðinu. Hann hefur verið hjá félaginu frá því árið 2016 en líkur eru á því að hann rói á önnur mið í sumar. Brøndby er í 4. sæti dönsku deildarinnar og eiga einna flestu stuðningsmennina í Danmörku. Þeir eru afar ástríðumiklir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×