Fótbolti

Verður Kristinn MLS-meistari í kvöld?

Kristinn Steindórsson og félagar í Columbus Crew leika í kvöld í úrslitaleik MLS-deildarinnar gegn Portland Timbers en leikurinn fer fram á heimavelli Columbus Crew í Ohio.

Kristinn sem gekk til liðs við Columbus Crew fyrir ári síðan er á sínu fyrsta ári hjá félaginu en hann hefur lítið leikið með liðinu undanfarið vegna meiðsla.

Kristinn tók þátt í 21 leik með Columbus Crew á tímabilinu en hann hefur ekki verið í leikmannahóp liðsins undanfarna tvo mánuði og er því ólíklegt að hann muni taka þátt í leiknum í kvöld.

Þrátt fyrir það gæti hann orðið fyrsti íslenski leikmaðurinn sem hampar MLS-titlinum takist Columbus Crew að sigra Portland Timbers en Portland Timbers vann leik liðanna á þessu tímabili 2-1.

Hefst leikurinn í kvöld klukkan 21.00 að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×