Enski boltinn

Mourinho: Erum alltaf óheppnir með dómgæslu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hvað bull er þetta?
Hvað bull er þetta? Vísir/getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að leikmenn sínir séu alltaf óheppnir þegar það kemur að dómgæslu en hann var afar ósáttur með dómgæsluna í 0-1 tapi gegn Bournemouth í gær.

Chelsea átti að fá vítaspyrnu í seinni hálfleik þegar boltinn fór í höndina á Simon Francis, varnarmanni Bournemouth innan vítateigsins. Þá virtist Glenn Murray vera rangstæður þegar hann skoraði sigurmark Bournemouth í leiknum en markið má sjá hér.

„Ég bendi á óheppilega dóma þegar ég er spurður út í slakt gengi liðsins. Í gær er ekki dæmt þegar við áttum að fá vítaspyrnu en stuttu síðar fáum við á okkur mark sem var rangstæða. Við erum alltaf óheppnir með dómgæsluna,“ sagði Mourinho sem segir að Chelsea verði að stefna á að enda í einum af sex efstu sætunum.

„Markmiðið var að ná einum af fjóru efstu sætunum en eftir þetta er kannski raunsætt að stefna á að ná einum af sex efstu sætunum. Við verðum allaveganna að fara að vinna einhverja leiki.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×