Rúmlega 100 fastir á Landspítala 13. desember 2004 00:01 Á Landspítala háskólasjúkrahúsi eru nú 102 einstaklingar sem bíða eftir varanlegri vistun utan spítalans. Á LSH njóta þeir hjúkrunar og umönnunar, að sögn Önnu Lilju Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra sem undirstrikar mikilvægi þess að fjölga hjúkrunarrýmum fyrir aldraða og búsetuúrræðum fyrir geðfatlaða og unga fatlaða einstaklinga. Anna Lilja sagði, að þessir einstaklingar væru búnir í öllum dýrum rannsóknum. Engu að síður væri kostnaður við dvöl þeirra á LSH meiri heldur en hann myndi vera á hjúkrunarheimilum. Hún kvaðst ekki hafa handbærar tölur um hve mikill hann væri. Samkvæmt nýjum stjórnunarupplýsingum spítalans fyrir janúar - október 2004 sýndi rekstraruppgjör LSH eftir tíu mánuði 188 milljónir umfram fjárheimildir tímabilsins eða 0,8%. Launagjöld eru 0,6% umfram áætlun og rekstrargjöld 1,5% umfram áætlun. Kostnaður við S-merkt lyf hefur aukist um tæp 10% á einu ári en annar lyfjakostnaður lækkað um 3,5%. Rekstur flestra sviða er innan áætlunar. Í takt við áherslu spítalans um eflingu dag- og göngudeilda fjölgar komum á göngudeildir spítalans um 5,5% frá fyrra ári. Komum á slysa- og bráðamóttökur spítalans hefur fjölgað um 2,9% frá fyrra ári, þó stefnt hafi verið að fækkun þeirra. Fjöldi lega/sjúklinga á legudeildum stendur nokkurn veginn í stað en legutími styttist úr 8,8 dögum í 8,2 daga og komum á dagdeildir fækkar um 7,9%. Fæðingum fjölgar um 4,6%. Komum á blóðskilunardeild fjölgar um 16,5%. Notkun á sjúkrahústengdri heimaþjónustu hefur sífellt verið að aukast með áherslu á styttri legutíma. Heimsóknum sjúkrahústengdrar heimaþjónustu fjölgar um 8,3% á einu ári. Skurðaðgerðum heldur áfram að fjölga eða um tæpt 1% á fyrstu tíu mánuðum ársins miðað við sömu mánuði síðasta árs. Aukningin er sem fyrr mest í dagdeildaraðgerðum á augum en einnig fjölgar aðgerðum í almennum skurðlækningum, öðrum augnskurðlækningum, barnaskurðlækningum, bæklunarskurðlækningum, heila- og taugaskurðlækningum og æðaskurðlækningum. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Á Landspítala háskólasjúkrahúsi eru nú 102 einstaklingar sem bíða eftir varanlegri vistun utan spítalans. Á LSH njóta þeir hjúkrunar og umönnunar, að sögn Önnu Lilju Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra sem undirstrikar mikilvægi þess að fjölga hjúkrunarrýmum fyrir aldraða og búsetuúrræðum fyrir geðfatlaða og unga fatlaða einstaklinga. Anna Lilja sagði, að þessir einstaklingar væru búnir í öllum dýrum rannsóknum. Engu að síður væri kostnaður við dvöl þeirra á LSH meiri heldur en hann myndi vera á hjúkrunarheimilum. Hún kvaðst ekki hafa handbærar tölur um hve mikill hann væri. Samkvæmt nýjum stjórnunarupplýsingum spítalans fyrir janúar - október 2004 sýndi rekstraruppgjör LSH eftir tíu mánuði 188 milljónir umfram fjárheimildir tímabilsins eða 0,8%. Launagjöld eru 0,6% umfram áætlun og rekstrargjöld 1,5% umfram áætlun. Kostnaður við S-merkt lyf hefur aukist um tæp 10% á einu ári en annar lyfjakostnaður lækkað um 3,5%. Rekstur flestra sviða er innan áætlunar. Í takt við áherslu spítalans um eflingu dag- og göngudeilda fjölgar komum á göngudeildir spítalans um 5,5% frá fyrra ári. Komum á slysa- og bráðamóttökur spítalans hefur fjölgað um 2,9% frá fyrra ári, þó stefnt hafi verið að fækkun þeirra. Fjöldi lega/sjúklinga á legudeildum stendur nokkurn veginn í stað en legutími styttist úr 8,8 dögum í 8,2 daga og komum á dagdeildir fækkar um 7,9%. Fæðingum fjölgar um 4,6%. Komum á blóðskilunardeild fjölgar um 16,5%. Notkun á sjúkrahústengdri heimaþjónustu hefur sífellt verið að aukast með áherslu á styttri legutíma. Heimsóknum sjúkrahústengdrar heimaþjónustu fjölgar um 8,3% á einu ári. Skurðaðgerðum heldur áfram að fjölga eða um tæpt 1% á fyrstu tíu mánuðum ársins miðað við sömu mánuði síðasta árs. Aukningin er sem fyrr mest í dagdeildaraðgerðum á augum en einnig fjölgar aðgerðum í almennum skurðlækningum, öðrum augnskurðlækningum, barnaskurðlækningum, bæklunarskurðlækningum, heila- og taugaskurðlækningum og æðaskurðlækningum.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira