Aðeins einn leikmaður hefur lagt upp fleiri mörk en Kári á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2016 11:00 Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins, er í öðru til fimmta sæti yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar á EM í Frakklandi nú þegar bara á eftir að spila sjö leiki í keppninni. Kári hefur lagt upp mark í síðustu tveimur leikjum Íslands sem báðir unnust. Hann skallaði innkast Arons Einars áfram á Jón Daða Böðvarsson í sigrinum á Austurríki og skallaði síðan eftir annað innkast Arons áfram á Ragnar Sigurðsson í sigrinum á Englandi. Jón Daði skoraði markið sitt á nærstönginni á móti Austurríki en Ragnar var mættur á fjærstöngina til að skora framhjá Joe Hart í marki enska landsliðsins. Það er bara Belginn Eden Hazard sem hefur gefið fleiri stoðsendingar en Kári eða þrjár. Þeir Kevin De Bruyne (Belgíu), Cristiano Ronaldo (Portúgal) og Aaron Ramsey (Wales) hafa síðan allir gefið tvær stoðsendingar eins og Kári. Allir þessir leikmenn í efstu sætunum með Kára eiga það sameiginlegt að spila framarlega á vellinum. Kári er hinsvegar annar helmingurinn af frábæru miðvarðarpari íslenska landsliðsins. Það má búast við því að Frakkar leggi ofurkapp á það að dekka Kára Árnason í föstum leikatriðum þegar Ísland og Frakkland mætast í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi á sunnudagskvöldið. Hér fyrir neðan má sjá þessi tvö mörk sem Kári Árnason hefur lagt upp í Evrópukeppninni í Frakklandi.Mark Jóns Daða Böðvarssonar JÓN DAÐI! JÓN DAÐI! JÓN DAÐI! 1-0! #EMÍsland #ISL #AUS https://t.co/Zrzekjptj1— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Mark Ragnars Sigurðssonar JÁ! NÓG eftir af þessum leik sagði @GummiBen og Ragnar Sigurðsson sannar það! ÞVÍLÍKT MARK! #EMÍsland #ISL #ENG https://t.co/MpAY8VabVE— Síminn (@siminn) June 27, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kári: Ólýsanlegt að gera þetta með mínum bestu vinum Draumur að rætast að fá að spila við England á stórmóti, segir Kári Árnason. 22. júní 2016 18:15 Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Bræður okkar ljónshjarta Ísland upplifði stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar þegar strákarnir okkar unnu England í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi, 2-1, á Allianz Riviera leikvanginum í Nice í gærkvöldi. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður enda frammistaða íslenska liðsins stórbrotin. 28. júní 2016 06:00 Átta af ellefu leikmönnum Íslands komu að undirbúningi marks Kolbeins Mark Kolbeins Sigþórssonar á móti Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi kom eftir frábært samspil hjá íslenska liðinu. 27. júní 2016 20:27 Kári í úrvalsliði riðlakeppninnar hjá the Guardian Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, er í úrvalsliði riðlakeppninnar hjá the Guardian. 24. júní 2016 12:00 Kári valinn í lið 3. umferðarinnar á EM Kári Árnason gleymir gærdeginum eflaust seint. Miðvörðurinn átti þá frábæran leik þegar Ísland lagði Austurríki að velli, 2-1, og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum. 23. júní 2016 14:45 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Sjá meira
Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins, er í öðru til fimmta sæti yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar á EM í Frakklandi nú þegar bara á eftir að spila sjö leiki í keppninni. Kári hefur lagt upp mark í síðustu tveimur leikjum Íslands sem báðir unnust. Hann skallaði innkast Arons Einars áfram á Jón Daða Böðvarsson í sigrinum á Austurríki og skallaði síðan eftir annað innkast Arons áfram á Ragnar Sigurðsson í sigrinum á Englandi. Jón Daði skoraði markið sitt á nærstönginni á móti Austurríki en Ragnar var mættur á fjærstöngina til að skora framhjá Joe Hart í marki enska landsliðsins. Það er bara Belginn Eden Hazard sem hefur gefið fleiri stoðsendingar en Kári eða þrjár. Þeir Kevin De Bruyne (Belgíu), Cristiano Ronaldo (Portúgal) og Aaron Ramsey (Wales) hafa síðan allir gefið tvær stoðsendingar eins og Kári. Allir þessir leikmenn í efstu sætunum með Kára eiga það sameiginlegt að spila framarlega á vellinum. Kári er hinsvegar annar helmingurinn af frábæru miðvarðarpari íslenska landsliðsins. Það má búast við því að Frakkar leggi ofurkapp á það að dekka Kára Árnason í föstum leikatriðum þegar Ísland og Frakkland mætast í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi á sunnudagskvöldið. Hér fyrir neðan má sjá þessi tvö mörk sem Kári Árnason hefur lagt upp í Evrópukeppninni í Frakklandi.Mark Jóns Daða Böðvarssonar JÓN DAÐI! JÓN DAÐI! JÓN DAÐI! 1-0! #EMÍsland #ISL #AUS https://t.co/Zrzekjptj1— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Mark Ragnars Sigurðssonar JÁ! NÓG eftir af þessum leik sagði @GummiBen og Ragnar Sigurðsson sannar það! ÞVÍLÍKT MARK! #EMÍsland #ISL #ENG https://t.co/MpAY8VabVE— Síminn (@siminn) June 27, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kári: Ólýsanlegt að gera þetta með mínum bestu vinum Draumur að rætast að fá að spila við England á stórmóti, segir Kári Árnason. 22. júní 2016 18:15 Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Bræður okkar ljónshjarta Ísland upplifði stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar þegar strákarnir okkar unnu England í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi, 2-1, á Allianz Riviera leikvanginum í Nice í gærkvöldi. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður enda frammistaða íslenska liðsins stórbrotin. 28. júní 2016 06:00 Átta af ellefu leikmönnum Íslands komu að undirbúningi marks Kolbeins Mark Kolbeins Sigþórssonar á móti Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi kom eftir frábært samspil hjá íslenska liðinu. 27. júní 2016 20:27 Kári í úrvalsliði riðlakeppninnar hjá the Guardian Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, er í úrvalsliði riðlakeppninnar hjá the Guardian. 24. júní 2016 12:00 Kári valinn í lið 3. umferðarinnar á EM Kári Árnason gleymir gærdeginum eflaust seint. Miðvörðurinn átti þá frábæran leik þegar Ísland lagði Austurríki að velli, 2-1, og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum. 23. júní 2016 14:45 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Sjá meira
Kári: Ólýsanlegt að gera þetta með mínum bestu vinum Draumur að rætast að fá að spila við England á stórmóti, segir Kári Árnason. 22. júní 2016 18:15
Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45
Bræður okkar ljónshjarta Ísland upplifði stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar þegar strákarnir okkar unnu England í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi, 2-1, á Allianz Riviera leikvanginum í Nice í gærkvöldi. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður enda frammistaða íslenska liðsins stórbrotin. 28. júní 2016 06:00
Átta af ellefu leikmönnum Íslands komu að undirbúningi marks Kolbeins Mark Kolbeins Sigþórssonar á móti Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi kom eftir frábært samspil hjá íslenska liðinu. 27. júní 2016 20:27
Kári í úrvalsliði riðlakeppninnar hjá the Guardian Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, er í úrvalsliði riðlakeppninnar hjá the Guardian. 24. júní 2016 12:00
Kári valinn í lið 3. umferðarinnar á EM Kári Árnason gleymir gærdeginum eflaust seint. Miðvörðurinn átti þá frábæran leik þegar Ísland lagði Austurríki að velli, 2-1, og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum. 23. júní 2016 14:45