Hvetja íslenska nema til að halda sig við fyrirætlanir þrátt fyrir Brexit Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 5. febrúar 2019 19:30 Iselin Nybø, menntamálaráðherra Noregs, sagði nýlega í samtali við norska ríkisútvarpið að norskir námsmenn ættu að forðast það að sækja um nám í Bretlandi í haust. „Það er mikil óvissa vegna Brexit,“ sagði Nybø. „Ef að þú ert námsmaður frá Noregi og áætlar að leggja stund á nám erlendis í haust ráðlegg ég þér að líta til annarra landa en Bretlands.“ Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, hvatti hinsvegar íslenska nemendur í samtali við Morgunblaðið að horfa til breskra háskóla þrátt fyrir Brexit. „Ég hvet stúdenta til að horfa til Bretlands eins og annarra landa þar sem öflugir háskólar eru starfræktir.“ Fulltrúar breskra háskóla eru nú staddir hér á landi til að svara þeirri spurningu hvort að óhætt sé að sækja um í breska háskóla og um rannsóknarsamstarf þar í landi. Það þarf ekki að koma á óvart að málflutningur þeirra er nær Lilju Alfreðsdóttur. „Við erum meðvituð um að það er mikil óvissa og það er óumflýjanlegt að fólk skuli spyrja spurninga,“ segir Vivienne Stern forstjóri UUKi regnhlífarsamtaka breskra háskóla. „Við erum ekki með öll svörin ennþá en stóra myndin er sú að þú ættir að halda plönum þínum óbreyttum ef þú ert að sækja um nám eða rannsóknarsamstarf í Bretlandi.“Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að markmiðið sé að breskir háskólar séu enn aðgengilegirfyrir erlenda nema eftir Brexit.Mynd/BaldurBreska háskólasamfélagið vonast til að ríkisstjórnin nái að semja um útgöngu við Evrópusambandið. Ef það tekst er bæði mennta- og rannsóknarsamstarf svo gott sem gulltryggð til að minnsta kosti 2020. „Hvað rannsóknarsamstarf varðar vitum við að það getur haldið áfram meira og minna óbreytt,“ segir hún. „Jafnvel ef að samkomulag næst ekki við Evrópusambandið hefur breska ríkisstjórnin tryggt að rannsóknarsamstarfi verður haldið áfram þar sem breskir rannsóknaraðilar eiga í hlut.“ Einnig er unnið að því að baktryggja námsmenn í því tilfelli að samningar náist ekki. Til dæmis hafa breska ríkisstjórnin og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lofað því að námsmenn sem eru nú hluti af Erasmus skiptinemaverkefninu geti haldið áfram að stunda nám sitt ótruflað. Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að Bretland hafi í fjölda ára státað sig af fjölbreyttum námsmannahópi. Um 440 þúsund erlendir námsmenn stunda nám við breska háskóla um þessar mundir en markmiðið er að þeir verði jafn aðgengilegir og áður. „Við erum mjög vön því að taka á móti erlendum námsmönnum og undirstaða náms og styrkur breska skólakerfisins á að haldast óbreytt,“ segir Michael. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Iselin Nybø, menntamálaráðherra Noregs, sagði nýlega í samtali við norska ríkisútvarpið að norskir námsmenn ættu að forðast það að sækja um nám í Bretlandi í haust. „Það er mikil óvissa vegna Brexit,“ sagði Nybø. „Ef að þú ert námsmaður frá Noregi og áætlar að leggja stund á nám erlendis í haust ráðlegg ég þér að líta til annarra landa en Bretlands.“ Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, hvatti hinsvegar íslenska nemendur í samtali við Morgunblaðið að horfa til breskra háskóla þrátt fyrir Brexit. „Ég hvet stúdenta til að horfa til Bretlands eins og annarra landa þar sem öflugir háskólar eru starfræktir.“ Fulltrúar breskra háskóla eru nú staddir hér á landi til að svara þeirri spurningu hvort að óhætt sé að sækja um í breska háskóla og um rannsóknarsamstarf þar í landi. Það þarf ekki að koma á óvart að málflutningur þeirra er nær Lilju Alfreðsdóttur. „Við erum meðvituð um að það er mikil óvissa og það er óumflýjanlegt að fólk skuli spyrja spurninga,“ segir Vivienne Stern forstjóri UUKi regnhlífarsamtaka breskra háskóla. „Við erum ekki með öll svörin ennþá en stóra myndin er sú að þú ættir að halda plönum þínum óbreyttum ef þú ert að sækja um nám eða rannsóknarsamstarf í Bretlandi.“Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að markmiðið sé að breskir háskólar séu enn aðgengilegirfyrir erlenda nema eftir Brexit.Mynd/BaldurBreska háskólasamfélagið vonast til að ríkisstjórnin nái að semja um útgöngu við Evrópusambandið. Ef það tekst er bæði mennta- og rannsóknarsamstarf svo gott sem gulltryggð til að minnsta kosti 2020. „Hvað rannsóknarsamstarf varðar vitum við að það getur haldið áfram meira og minna óbreytt,“ segir hún. „Jafnvel ef að samkomulag næst ekki við Evrópusambandið hefur breska ríkisstjórnin tryggt að rannsóknarsamstarfi verður haldið áfram þar sem breskir rannsóknaraðilar eiga í hlut.“ Einnig er unnið að því að baktryggja námsmenn í því tilfelli að samningar náist ekki. Til dæmis hafa breska ríkisstjórnin og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lofað því að námsmenn sem eru nú hluti af Erasmus skiptinemaverkefninu geti haldið áfram að stunda nám sitt ótruflað. Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að Bretland hafi í fjölda ára státað sig af fjölbreyttum námsmannahópi. Um 440 þúsund erlendir námsmenn stunda nám við breska háskóla um þessar mundir en markmiðið er að þeir verði jafn aðgengilegir og áður. „Við erum mjög vön því að taka á móti erlendum námsmönnum og undirstaða náms og styrkur breska skólakerfisins á að haldast óbreytt,“ segir Michael.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira