Hvetja íslenska nema til að halda sig við fyrirætlanir þrátt fyrir Brexit Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 5. febrúar 2019 19:30 Iselin Nybø, menntamálaráðherra Noregs, sagði nýlega í samtali við norska ríkisútvarpið að norskir námsmenn ættu að forðast það að sækja um nám í Bretlandi í haust. „Það er mikil óvissa vegna Brexit,“ sagði Nybø. „Ef að þú ert námsmaður frá Noregi og áætlar að leggja stund á nám erlendis í haust ráðlegg ég þér að líta til annarra landa en Bretlands.“ Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, hvatti hinsvegar íslenska nemendur í samtali við Morgunblaðið að horfa til breskra háskóla þrátt fyrir Brexit. „Ég hvet stúdenta til að horfa til Bretlands eins og annarra landa þar sem öflugir háskólar eru starfræktir.“ Fulltrúar breskra háskóla eru nú staddir hér á landi til að svara þeirri spurningu hvort að óhætt sé að sækja um í breska háskóla og um rannsóknarsamstarf þar í landi. Það þarf ekki að koma á óvart að málflutningur þeirra er nær Lilju Alfreðsdóttur. „Við erum meðvituð um að það er mikil óvissa og það er óumflýjanlegt að fólk skuli spyrja spurninga,“ segir Vivienne Stern forstjóri UUKi regnhlífarsamtaka breskra háskóla. „Við erum ekki með öll svörin ennþá en stóra myndin er sú að þú ættir að halda plönum þínum óbreyttum ef þú ert að sækja um nám eða rannsóknarsamstarf í Bretlandi.“Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að markmiðið sé að breskir háskólar séu enn aðgengilegirfyrir erlenda nema eftir Brexit.Mynd/BaldurBreska háskólasamfélagið vonast til að ríkisstjórnin nái að semja um útgöngu við Evrópusambandið. Ef það tekst er bæði mennta- og rannsóknarsamstarf svo gott sem gulltryggð til að minnsta kosti 2020. „Hvað rannsóknarsamstarf varðar vitum við að það getur haldið áfram meira og minna óbreytt,“ segir hún. „Jafnvel ef að samkomulag næst ekki við Evrópusambandið hefur breska ríkisstjórnin tryggt að rannsóknarsamstarfi verður haldið áfram þar sem breskir rannsóknaraðilar eiga í hlut.“ Einnig er unnið að því að baktryggja námsmenn í því tilfelli að samningar náist ekki. Til dæmis hafa breska ríkisstjórnin og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lofað því að námsmenn sem eru nú hluti af Erasmus skiptinemaverkefninu geti haldið áfram að stunda nám sitt ótruflað. Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að Bretland hafi í fjölda ára státað sig af fjölbreyttum námsmannahópi. Um 440 þúsund erlendir námsmenn stunda nám við breska háskóla um þessar mundir en markmiðið er að þeir verði jafn aðgengilegir og áður. „Við erum mjög vön því að taka á móti erlendum námsmönnum og undirstaða náms og styrkur breska skólakerfisins á að haldast óbreytt,“ segir Michael. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Iselin Nybø, menntamálaráðherra Noregs, sagði nýlega í samtali við norska ríkisútvarpið að norskir námsmenn ættu að forðast það að sækja um nám í Bretlandi í haust. „Það er mikil óvissa vegna Brexit,“ sagði Nybø. „Ef að þú ert námsmaður frá Noregi og áætlar að leggja stund á nám erlendis í haust ráðlegg ég þér að líta til annarra landa en Bretlands.“ Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, hvatti hinsvegar íslenska nemendur í samtali við Morgunblaðið að horfa til breskra háskóla þrátt fyrir Brexit. „Ég hvet stúdenta til að horfa til Bretlands eins og annarra landa þar sem öflugir háskólar eru starfræktir.“ Fulltrúar breskra háskóla eru nú staddir hér á landi til að svara þeirri spurningu hvort að óhætt sé að sækja um í breska háskóla og um rannsóknarsamstarf þar í landi. Það þarf ekki að koma á óvart að málflutningur þeirra er nær Lilju Alfreðsdóttur. „Við erum meðvituð um að það er mikil óvissa og það er óumflýjanlegt að fólk skuli spyrja spurninga,“ segir Vivienne Stern forstjóri UUKi regnhlífarsamtaka breskra háskóla. „Við erum ekki með öll svörin ennþá en stóra myndin er sú að þú ættir að halda plönum þínum óbreyttum ef þú ert að sækja um nám eða rannsóknarsamstarf í Bretlandi.“Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að markmiðið sé að breskir háskólar séu enn aðgengilegirfyrir erlenda nema eftir Brexit.Mynd/BaldurBreska háskólasamfélagið vonast til að ríkisstjórnin nái að semja um útgöngu við Evrópusambandið. Ef það tekst er bæði mennta- og rannsóknarsamstarf svo gott sem gulltryggð til að minnsta kosti 2020. „Hvað rannsóknarsamstarf varðar vitum við að það getur haldið áfram meira og minna óbreytt,“ segir hún. „Jafnvel ef að samkomulag næst ekki við Evrópusambandið hefur breska ríkisstjórnin tryggt að rannsóknarsamstarfi verður haldið áfram þar sem breskir rannsóknaraðilar eiga í hlut.“ Einnig er unnið að því að baktryggja námsmenn í því tilfelli að samningar náist ekki. Til dæmis hafa breska ríkisstjórnin og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lofað því að námsmenn sem eru nú hluti af Erasmus skiptinemaverkefninu geti haldið áfram að stunda nám sitt ótruflað. Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að Bretland hafi í fjölda ára státað sig af fjölbreyttum námsmannahópi. Um 440 þúsund erlendir námsmenn stunda nám við breska háskóla um þessar mundir en markmiðið er að þeir verði jafn aðgengilegir og áður. „Við erum mjög vön því að taka á móti erlendum námsmönnum og undirstaða náms og styrkur breska skólakerfisins á að haldast óbreytt,“ segir Michael.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira