Enski boltinn

Tottenham verðmætasta félagið í ensku úrvalsdeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Kane og félagar í Tottenham Hotspur misstu kannski af sigri í Meistaradeildinni en félagið er vel rekið.
Harry Kane og félagar í Tottenham Hotspur misstu kannski af sigri í Meistaradeildinni en félagið er vel rekið. Getty/Harold Cunningham

Rannsókn á vegum University of Liverpool Management skólans í Englandi sýnir að Tottenham er verðmætara félag í dag heldur en Manchester United, Manchester City og Liverpool.

Samkvæmt niðurstöðunum þá eru það einkum lág laun leikmanna Tottenham og mjög hagkvæmur heimavöllur sem keyra upp verðmæti Tottenham.

Tottenham er nýbúið að byggja sér nýjan glæsilegan leikvang og með því fær félag forskot á bæði Liverpool og Manchester United sem spila bæði á gömlum en uppgerðum leikvöllum.

Rannsóknarhópurinn safnaði saman ógrynni af upplýsingum um rekstur viðkomandi félaga og eftir langa útreikninga þá var hann tilbúinn að raða upp öllum liðum ensku úrvalsdeildarinnar eftir verðmæti.

Röð tíu efstu liðanna má sjá hér fyrir ofan.

Liverpool vann Meistaradeildina á síðustu leiktíð og er með yfirburðastöðu á toppnum í ensku úrvalsdeildinni en það dugar samt félaginu upp í fjórða sæti listans.

Tottenham hækkar sig upp um tvö sæti en félagið var í þriðja sæti á listanum í fyrra. Verðmæti Tottenham hækkar úr 1.837 milljörðum punda í 2,567 milljarða punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×