Samþykktu að endurskoða fyrirkomulagið á rekstri bílastæðahúsa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 21:23 Sjálfstæðisflokkur og meirihlutinn í borgarstjórn komu sér saman um breytingartillögu þess efnis að fela umhverfis- og skipulagssviði í samráði við Bílastæðasjóð að skoða bestu leiðir varðandi rekstur bílastæðahúsanna. Vísir/Hanna Borgarstjórn samþykkti í dag með tuttugu atkvæðum gegn þremur að endurskoða fyrirkomulagið á rekstri bílastæðahúsa Reykjavíkurborgar. Valgerður Sigurðardóttir borgarafulltrúi Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir tillögunni en hún vill að möguleikar á rekstrarútboði verði kannaðir. Sjálfstæðisflokkur og meirihlutinn í borgarstjórn komu sér saman um breytingartillögu þess efnis að fela umhverfis- og skipulagssviði í samráði við Bílastæðasjóð að skoða bestu leiðir varðandi rekstur bílastæðahúsanna. Sviðið skilar niðurstöðu til skipulags-og samgönguráðs fyrir 1. ágúst 2019. Valgerður segir í samtali við fréttastofu að skiptar skoðanir væru um besta fyrirkomulagið en hún segir ávinningin af því að bjóða út reksturinn blasa við. Einkaaðilar hafi meira svigrúm og sveigjanleika til að auka þjónustu við notendur bílastæðahúsanna, einkum og sér í lagi hvað varðar lengd opnunartíma. Þá segir hún einnig að borgin myndi hafa af því auknar tekjur. Valgerður vill bæta nýtingu, efla þjónustu og auka hagkvæmni bílastæðahúsanna. Í tillögunni segir að rýna skuli í fyrirkomulagið með hliðsjón af markmiðum borgarinnar er varðar stýringu bílastæða, bætta nýtingu borgarrýmis, bílastæðastefnu og stefnu aðalskipulags. Valgerður segist bíða spennt eftir niðurstöðum. Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti í dag með tuttugu atkvæðum gegn þremur að endurskoða fyrirkomulagið á rekstri bílastæðahúsa Reykjavíkurborgar. Valgerður Sigurðardóttir borgarafulltrúi Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir tillögunni en hún vill að möguleikar á rekstrarútboði verði kannaðir. Sjálfstæðisflokkur og meirihlutinn í borgarstjórn komu sér saman um breytingartillögu þess efnis að fela umhverfis- og skipulagssviði í samráði við Bílastæðasjóð að skoða bestu leiðir varðandi rekstur bílastæðahúsanna. Sviðið skilar niðurstöðu til skipulags-og samgönguráðs fyrir 1. ágúst 2019. Valgerður segir í samtali við fréttastofu að skiptar skoðanir væru um besta fyrirkomulagið en hún segir ávinningin af því að bjóða út reksturinn blasa við. Einkaaðilar hafi meira svigrúm og sveigjanleika til að auka þjónustu við notendur bílastæðahúsanna, einkum og sér í lagi hvað varðar lengd opnunartíma. Þá segir hún einnig að borgin myndi hafa af því auknar tekjur. Valgerður vill bæta nýtingu, efla þjónustu og auka hagkvæmni bílastæðahúsanna. Í tillögunni segir að rýna skuli í fyrirkomulagið með hliðsjón af markmiðum borgarinnar er varðar stýringu bílastæða, bætta nýtingu borgarrýmis, bílastæðastefnu og stefnu aðalskipulags. Valgerður segist bíða spennt eftir niðurstöðum.
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira