Segir samherja Gylfa heimskan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2020 11:15 Moise Kean hefur aðeins skorað eitt mark fyrir Everton síðan hann kom frá Juventus fyrir þetta tímabil. vísir/getty Danny Murphy, fyrrverandi leikmaður Liverpool og fleiri liða, segir að Moise Kean, leikmaður Everton, vaði ekki í vitinu. Kean braut reglur um samkomubann þegar hann hélt partí á heimili sínu um síðustu helgi. Everton hefur fordæmt athæfið og talið er að félagið muni sekta Kean um tæplega 30 milljónir króna. Í viðtali við talkSPORT sagði Murphy að það væri full langt gengið ef Everton myndi losa sig við Kean. Hann gagnrýndi hann hins vegar harkalega. „Hugarfarið að halda að þú sért öðruvísi en allir aðrir og yfir aðra hafinn, að þú getir gert allt sem þig lystir bara því þú ert hæfileikaríkur og vel stæður. Þetta er raunveruleikinn fyrir fótboltamenn og leikara og tónlistarmenn. Frægðin leiðir oft til sjálfselsku,“ sagði Murphy. „Þú verður að taka ábyrgð á gjörðum þínum og haga þér eins og fullorðinn einstaklingur. Ég er að gagnrýna þetta hugarfar, ekki að nota það sem afsökun. Svona er veruleiki ungra fótboltamanna. Ég hef verið í þessari sömu stöðu. Þú heldur að þú sért aðalspaðinn og getir gert það sem þú vilt þar til einhver kippir þér niður á jörðina.“ Murphy sagði svo að Kean væri ekkert vel gefinn. „Hann er vitlaus, er það ekki? Hann er ekki nógu klár.“ Kean er ekki eini fótboltamaðurinn á Englandi sem hefur brotið reglur um samkomubann. Kyle Walker hjá Manchester City og Jack Grealish, fyrirliða Aston Villa, urðu einnig á í messunni. Murphy segir að þeir hefðu átt að vita betur en gefur Kean smá afslátt þar sem hann er aðeins tvítugur. „Þegar þú ert farinn að nálgast þrítugt hefurðu verið lengi í boltanum. Jafnvel Grealish, sem er um 25 ára, ætti að vita betur. Þessi strákur er 20 ára og við erum að segja að hann eigi að vita betur. En hann er bara tvítugur,“ sagði Murphy. Kean hefur ekki staðið undir væntingum hjá Everton síðan hann kom frá Juventus fyrir þetta tímabil. Hann hefur aðeins skorað eitt mark í 26 leikjum fyrir Bítlaborgarfélagið. Enski boltinn Tengdar fréttir Partí gæti kostað samherja Gylfa tæplega 30 milljónir króna Partíið sem Moise Kean, samherji Gylfa Sigurðssonar hjá Everton, hélt í gær gæti kostað hann skildinginn því Everton er allt annað en sátt með þessa hegðun framherjans. 26. apríl 2020 22:00 Ungstirni Everton í vandræðum eftir að hafa haldið partý í samkomubanni Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur gefið út yfirlýsingu þar sem félagið fordæmir hegðun ítalska sóknarmannsins Moise Kean sem er á mála hjá félaginu. 26. apríl 2020 09:45 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Danny Murphy, fyrrverandi leikmaður Liverpool og fleiri liða, segir að Moise Kean, leikmaður Everton, vaði ekki í vitinu. Kean braut reglur um samkomubann þegar hann hélt partí á heimili sínu um síðustu helgi. Everton hefur fordæmt athæfið og talið er að félagið muni sekta Kean um tæplega 30 milljónir króna. Í viðtali við talkSPORT sagði Murphy að það væri full langt gengið ef Everton myndi losa sig við Kean. Hann gagnrýndi hann hins vegar harkalega. „Hugarfarið að halda að þú sért öðruvísi en allir aðrir og yfir aðra hafinn, að þú getir gert allt sem þig lystir bara því þú ert hæfileikaríkur og vel stæður. Þetta er raunveruleikinn fyrir fótboltamenn og leikara og tónlistarmenn. Frægðin leiðir oft til sjálfselsku,“ sagði Murphy. „Þú verður að taka ábyrgð á gjörðum þínum og haga þér eins og fullorðinn einstaklingur. Ég er að gagnrýna þetta hugarfar, ekki að nota það sem afsökun. Svona er veruleiki ungra fótboltamanna. Ég hef verið í þessari sömu stöðu. Þú heldur að þú sért aðalspaðinn og getir gert það sem þú vilt þar til einhver kippir þér niður á jörðina.“ Murphy sagði svo að Kean væri ekkert vel gefinn. „Hann er vitlaus, er það ekki? Hann er ekki nógu klár.“ Kean er ekki eini fótboltamaðurinn á Englandi sem hefur brotið reglur um samkomubann. Kyle Walker hjá Manchester City og Jack Grealish, fyrirliða Aston Villa, urðu einnig á í messunni. Murphy segir að þeir hefðu átt að vita betur en gefur Kean smá afslátt þar sem hann er aðeins tvítugur. „Þegar þú ert farinn að nálgast þrítugt hefurðu verið lengi í boltanum. Jafnvel Grealish, sem er um 25 ára, ætti að vita betur. Þessi strákur er 20 ára og við erum að segja að hann eigi að vita betur. En hann er bara tvítugur,“ sagði Murphy. Kean hefur ekki staðið undir væntingum hjá Everton síðan hann kom frá Juventus fyrir þetta tímabil. Hann hefur aðeins skorað eitt mark í 26 leikjum fyrir Bítlaborgarfélagið.
Enski boltinn Tengdar fréttir Partí gæti kostað samherja Gylfa tæplega 30 milljónir króna Partíið sem Moise Kean, samherji Gylfa Sigurðssonar hjá Everton, hélt í gær gæti kostað hann skildinginn því Everton er allt annað en sátt með þessa hegðun framherjans. 26. apríl 2020 22:00 Ungstirni Everton í vandræðum eftir að hafa haldið partý í samkomubanni Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur gefið út yfirlýsingu þar sem félagið fordæmir hegðun ítalska sóknarmannsins Moise Kean sem er á mála hjá félaginu. 26. apríl 2020 09:45 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Partí gæti kostað samherja Gylfa tæplega 30 milljónir króna Partíið sem Moise Kean, samherji Gylfa Sigurðssonar hjá Everton, hélt í gær gæti kostað hann skildinginn því Everton er allt annað en sátt með þessa hegðun framherjans. 26. apríl 2020 22:00
Ungstirni Everton í vandræðum eftir að hafa haldið partý í samkomubanni Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur gefið út yfirlýsingu þar sem félagið fordæmir hegðun ítalska sóknarmannsins Moise Kean sem er á mála hjá félaginu. 26. apríl 2020 09:45