Freyr leikjahæstur hjá FH-sló met Harðar í gær Hjörtur Hjartarson skrifar 9. ágúst 2012 14:09 Freyr Bjarnason er leikjahæstur FH-inga frá upphafi með 175 leiki Mynd/Stefán Freyr Bjarnason varð í gærkvöld leikjahæsti leikmaður FH í efstu deild frá upphafi. Freyr lék sinn 175. leik fyrir FH í úrvalsdeildinni í gærkvöld þegar liðið burstaði Selfoss, 5-2. Metið átti markaskorarinn, Hörður Magnússon en hann lék á sínum tíma 174 leiki fyrir FH í efstu deild. Freyr gekk í raðir FH fyrir 12 árum þegar liðið lék í næstefstu deild. Síðan þá hefur Freyr og FH unnið samtals 18 titla, ef allt er talið, þar af Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum. Freyr gat ekki í sínum villtustu draumum séð fyrir slíka sigurgöngu. "Nei, ég gat ekki ímyndað mér það. Þetta er búið að vera draumi líkast þessi tími minn hjá FH og ég er bara gríðarlega ánægður að hafa náð öllum þessum leikjum og sigrum með félaginu", sagði Freyr. Freyr er uppalinn Skagamaður en fékk hinsvegar fá tækifæri með félaginu eftir að í meistaraflokk var komið. Hann ákvað því að söðla um þegar hann var 23 ára og ganga í raðir FH. "Logi Ólafs tók við FH fyrir tímabilið 2000 og vildi fá til félagsins. Hann sannfærði mig um að ég fengi að spila og það var það sem ég þurfti á að halda og ég tók bara slaginn." Margir Skagamenn hafa horft hýru auga til Freys undanfarin ár og átt þá ósk heitasta að hann snéri aftur á heimaslóðir. Sjálfur segist hann aldrei hafa leitt hugann að því að leika í gulu treyjunni á ný. "Ef ég á að segja alveg eins og er þá hef ég bara haft það svo gott hjá FH að ég hef ekki haft neinn áhuga að fara frá liðinu. Mér hefur alltaf liðið mjög vel í Hafnarfirðinum og Kaplakrikanum. Það er langt síðan ég tók stefnuna á að enda ferilinn hjá FH og þannig verður það." Freyr er 35 ára og því farið að styttast í annan endann á ferlinum. Hann vonast þó til að eiga einhver tímabil inni. "Það er mjög erfitt að hætta hjá FH á meðan liðið er að berjast um alla titla á hverju sumri. En maður verður að hlusta á skrokkinn í þessu sambandi líka. Ég tek stöðuna í haust og met í kjölfarið hvert framhaldið verður", sagði Freyr Bjarnason. Engin hætta er á að Freyr slái markamet Harðar Magnússonar hjá FH enda ekki skorað nema átta mörk fyrir félagið á sínum ferli. Svo gæti þó farið að að Hörður þurfi engu að síður að sjá á eftir metinu í sumarþ. Hörður kom boltanum 84 sinnum í net andstæðinganna fyrir FH en Atli Viðar Björnsson er skammt undan með 77 mörk. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Freyr Bjarnason varð í gærkvöld leikjahæsti leikmaður FH í efstu deild frá upphafi. Freyr lék sinn 175. leik fyrir FH í úrvalsdeildinni í gærkvöld þegar liðið burstaði Selfoss, 5-2. Metið átti markaskorarinn, Hörður Magnússon en hann lék á sínum tíma 174 leiki fyrir FH í efstu deild. Freyr gekk í raðir FH fyrir 12 árum þegar liðið lék í næstefstu deild. Síðan þá hefur Freyr og FH unnið samtals 18 titla, ef allt er talið, þar af Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum. Freyr gat ekki í sínum villtustu draumum séð fyrir slíka sigurgöngu. "Nei, ég gat ekki ímyndað mér það. Þetta er búið að vera draumi líkast þessi tími minn hjá FH og ég er bara gríðarlega ánægður að hafa náð öllum þessum leikjum og sigrum með félaginu", sagði Freyr. Freyr er uppalinn Skagamaður en fékk hinsvegar fá tækifæri með félaginu eftir að í meistaraflokk var komið. Hann ákvað því að söðla um þegar hann var 23 ára og ganga í raðir FH. "Logi Ólafs tók við FH fyrir tímabilið 2000 og vildi fá til félagsins. Hann sannfærði mig um að ég fengi að spila og það var það sem ég þurfti á að halda og ég tók bara slaginn." Margir Skagamenn hafa horft hýru auga til Freys undanfarin ár og átt þá ósk heitasta að hann snéri aftur á heimaslóðir. Sjálfur segist hann aldrei hafa leitt hugann að því að leika í gulu treyjunni á ný. "Ef ég á að segja alveg eins og er þá hef ég bara haft það svo gott hjá FH að ég hef ekki haft neinn áhuga að fara frá liðinu. Mér hefur alltaf liðið mjög vel í Hafnarfirðinum og Kaplakrikanum. Það er langt síðan ég tók stefnuna á að enda ferilinn hjá FH og þannig verður það." Freyr er 35 ára og því farið að styttast í annan endann á ferlinum. Hann vonast þó til að eiga einhver tímabil inni. "Það er mjög erfitt að hætta hjá FH á meðan liðið er að berjast um alla titla á hverju sumri. En maður verður að hlusta á skrokkinn í þessu sambandi líka. Ég tek stöðuna í haust og met í kjölfarið hvert framhaldið verður", sagði Freyr Bjarnason. Engin hætta er á að Freyr slái markamet Harðar Magnússonar hjá FH enda ekki skorað nema átta mörk fyrir félagið á sínum ferli. Svo gæti þó farið að að Hörður þurfi engu að síður að sjá á eftir metinu í sumarþ. Hörður kom boltanum 84 sinnum í net andstæðinganna fyrir FH en Atli Viðar Björnsson er skammt undan með 77 mörk.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira