Sóttvarnamiðstöð vegna Wuhan-veirunnar hérlendis yrði algjört neyðarúrræði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2020 13:30 Talið er að stór hluti þeirra sem myndu þurfa að dvelja í mögulegri sóttvarnamiðstöð yrðu erlendir ferðamenn. Vísir/Hanna Rauði krossinn og heilbrigðisyfirvöld leita nú að húsnæði sem hægt yrði að nýta sem sóttvarnamiðstöð hérlendis, verði talin þörf á slíkri stöð vegna Wuhan-veirunnar. Sóttvarnalæknir segir ekkert fast í hendi með staðsetningu slíkrar stöðvar. Fulltrúi Rauða krossins ítrekar að slík stöð yrði algjört neyðarúrræði. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir að leitin beinist að húsnæði sem gæti nýst ef til þess kæmi að fólk þyrfti að fara í einangrun eða sóttkví. „Það er bara verið að skoða ýmsa möguleika. Það er ekkert fast í hendi með það hvað myndi henta best og staðsetningin á því. Svo þarf auðvitað að vera þjónusta í kring um það líka, við það fólk sem þar er.“ Þórólfur nefndi þó enga ákveðna staðsetningu og segir að almenn leit standi yfir. „Það er bara verið að skoða ýmsa kosti. Þetta kemur bara í ljós þegar menn eru búnir að komast að niðurstöðu.“ Hann segir heilbrigðisyfirvöld vinni nú eins hratt og kostur er á við að festa hendur á hentugt húsnæði. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekkert fast í hendi með staðsetningu mögulegrar stöðvar.Vísir/baldur Algjört neyðarúrræði Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir að komi til þess að sóttvaramiðstöð yrði sett upp, yrði slíkt algjört neyðarúrræði. Engin þörf sé á slíkri stöð hérlendis, eins og staðan er í dag. „Þetta er allt á fyrstu stigum. Ég veit að það hefur verið rætt að þetta yrði nálægt flugvellinum,“ segir Brynhildur í samtali við fréttastofu, og á þar við Keflavíkurflugvöll. Hún segir að líkur megi leiða að því að þeir sem gætu þurft að nýta sér sóttvarnamiðstöð væru erlendir ferðamenn og því væri heppilegt að hafa stöðina nálægt eina alþjóðaflugvelli landsins. „Þetta húsnæði sem verið er að skoða. Þetta er algjört neyðarúrræði. Við viljum ekki skelfa fólk, en við viljum vera tilbúin. Heilbrigðisyfirvöld eru að skoða allt hjá sér, hvar væri hægt að koma sjúklingum fyrir og annað slíkt. Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Hátt í átta þúsund staðfest smit Wuhan-veiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV. Hún er talin eiga uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína. Minnst 170 eru látin vegna veirunnar, en þar af eru flestir í Hubei-héraði í Kína, þar sem Wuhan er. Þá sýna nýjustu tölur yfir staðfest smit að 7711 hafi greinst með veiruna. Veiran hefur breiðst um allt meginland Kína og til alls sextán landa, svo staðfest sé. Undanfarið hafa ríkisstjórnir heims og stórfyrirtæki gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. Þannig hafa stjórnvöld í Hong Kong lokað fyrir lesta- og ferjusamgöngur til meginlands Kína. Eins hefur Rússland lokað landamærum sínum að Kína. Einnig hefur verið greint frá því að húsgagnaverslunarkeðjan IKEA hafi lokað öllum verslunum sínum á meginlandi Kína. Stór alþjóðleg flugfélög á borð við British Airways og SAS hafa þá aflýst öllum flugferðum sínum til og frá Kína. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Wuhan-veiran breiðist út um allt meginland Kína Tala látinna vegna hinnar svokölluðu Wuhan-veiru heldur áfram að hækka og stendur nú í 170 manns. 30. janúar 2020 06:23 Íbúar Wuhan lýsa upplifun sinni: „Ég held að fólk fyrir utan borgina geti ekki skilið hvernig okkur líður“ Ferðabann hefur verið í gildi í kínversku borginni Wuhan síðan 23. janúar síðastliðinn til að hefta útbreiðslu nýju kórónaveirunnar sem talið er að eigi uppruna sinn í borginni. 30. janúar 2020 12:15 Mörg þúsund föst á ítölsku skemmtiferðaskipi vegna gruns um Wuhan-veirusmit Öllum farþegum eru nú meinað að ganga frá borði og verða að bíða eftir niðurstöðum lækna um hvort að fólkið sé smitað af kónónaveiru eður ei. 30. janúar 2020 13:15 Íslendingar í Peking upplifa sig í stofufangelsi Göturnar eru hálfauðar í Peking þessa dagana. Tæplega hundrað hafa greinst með kórónaveiruna þar. Íslendingar sem búa í borginni upplifa að þeir séu í stofufangelsi enda sé allt lokað í borginni. 29. janúar 2020 19:18 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni þegar það var lokað inni í einveruherbergi í Mýrarhúsaskóla Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Rauði krossinn og heilbrigðisyfirvöld leita nú að húsnæði sem hægt yrði að nýta sem sóttvarnamiðstöð hérlendis, verði talin þörf á slíkri stöð vegna Wuhan-veirunnar. Sóttvarnalæknir segir ekkert fast í hendi með staðsetningu slíkrar stöðvar. Fulltrúi Rauða krossins ítrekar að slík stöð yrði algjört neyðarúrræði. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir að leitin beinist að húsnæði sem gæti nýst ef til þess kæmi að fólk þyrfti að fara í einangrun eða sóttkví. „Það er bara verið að skoða ýmsa möguleika. Það er ekkert fast í hendi með það hvað myndi henta best og staðsetningin á því. Svo þarf auðvitað að vera þjónusta í kring um það líka, við það fólk sem þar er.“ Þórólfur nefndi þó enga ákveðna staðsetningu og segir að almenn leit standi yfir. „Það er bara verið að skoða ýmsa kosti. Þetta kemur bara í ljós þegar menn eru búnir að komast að niðurstöðu.“ Hann segir heilbrigðisyfirvöld vinni nú eins hratt og kostur er á við að festa hendur á hentugt húsnæði. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekkert fast í hendi með staðsetningu mögulegrar stöðvar.Vísir/baldur Algjört neyðarúrræði Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir að komi til þess að sóttvaramiðstöð yrði sett upp, yrði slíkt algjört neyðarúrræði. Engin þörf sé á slíkri stöð hérlendis, eins og staðan er í dag. „Þetta er allt á fyrstu stigum. Ég veit að það hefur verið rætt að þetta yrði nálægt flugvellinum,“ segir Brynhildur í samtali við fréttastofu, og á þar við Keflavíkurflugvöll. Hún segir að líkur megi leiða að því að þeir sem gætu þurft að nýta sér sóttvarnamiðstöð væru erlendir ferðamenn og því væri heppilegt að hafa stöðina nálægt eina alþjóðaflugvelli landsins. „Þetta húsnæði sem verið er að skoða. Þetta er algjört neyðarúrræði. Við viljum ekki skelfa fólk, en við viljum vera tilbúin. Heilbrigðisyfirvöld eru að skoða allt hjá sér, hvar væri hægt að koma sjúklingum fyrir og annað slíkt. Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Hátt í átta þúsund staðfest smit Wuhan-veiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV. Hún er talin eiga uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína. Minnst 170 eru látin vegna veirunnar, en þar af eru flestir í Hubei-héraði í Kína, þar sem Wuhan er. Þá sýna nýjustu tölur yfir staðfest smit að 7711 hafi greinst með veiruna. Veiran hefur breiðst um allt meginland Kína og til alls sextán landa, svo staðfest sé. Undanfarið hafa ríkisstjórnir heims og stórfyrirtæki gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. Þannig hafa stjórnvöld í Hong Kong lokað fyrir lesta- og ferjusamgöngur til meginlands Kína. Eins hefur Rússland lokað landamærum sínum að Kína. Einnig hefur verið greint frá því að húsgagnaverslunarkeðjan IKEA hafi lokað öllum verslunum sínum á meginlandi Kína. Stór alþjóðleg flugfélög á borð við British Airways og SAS hafa þá aflýst öllum flugferðum sínum til og frá Kína.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Wuhan-veiran breiðist út um allt meginland Kína Tala látinna vegna hinnar svokölluðu Wuhan-veiru heldur áfram að hækka og stendur nú í 170 manns. 30. janúar 2020 06:23 Íbúar Wuhan lýsa upplifun sinni: „Ég held að fólk fyrir utan borgina geti ekki skilið hvernig okkur líður“ Ferðabann hefur verið í gildi í kínversku borginni Wuhan síðan 23. janúar síðastliðinn til að hefta útbreiðslu nýju kórónaveirunnar sem talið er að eigi uppruna sinn í borginni. 30. janúar 2020 12:15 Mörg þúsund föst á ítölsku skemmtiferðaskipi vegna gruns um Wuhan-veirusmit Öllum farþegum eru nú meinað að ganga frá borði og verða að bíða eftir niðurstöðum lækna um hvort að fólkið sé smitað af kónónaveiru eður ei. 30. janúar 2020 13:15 Íslendingar í Peking upplifa sig í stofufangelsi Göturnar eru hálfauðar í Peking þessa dagana. Tæplega hundrað hafa greinst með kórónaveiruna þar. Íslendingar sem búa í borginni upplifa að þeir séu í stofufangelsi enda sé allt lokað í borginni. 29. janúar 2020 19:18 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni þegar það var lokað inni í einveruherbergi í Mýrarhúsaskóla Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Wuhan-veiran breiðist út um allt meginland Kína Tala látinna vegna hinnar svokölluðu Wuhan-veiru heldur áfram að hækka og stendur nú í 170 manns. 30. janúar 2020 06:23
Íbúar Wuhan lýsa upplifun sinni: „Ég held að fólk fyrir utan borgina geti ekki skilið hvernig okkur líður“ Ferðabann hefur verið í gildi í kínversku borginni Wuhan síðan 23. janúar síðastliðinn til að hefta útbreiðslu nýju kórónaveirunnar sem talið er að eigi uppruna sinn í borginni. 30. janúar 2020 12:15
Mörg þúsund föst á ítölsku skemmtiferðaskipi vegna gruns um Wuhan-veirusmit Öllum farþegum eru nú meinað að ganga frá borði og verða að bíða eftir niðurstöðum lækna um hvort að fólkið sé smitað af kónónaveiru eður ei. 30. janúar 2020 13:15
Íslendingar í Peking upplifa sig í stofufangelsi Göturnar eru hálfauðar í Peking þessa dagana. Tæplega hundrað hafa greinst með kórónaveiruna þar. Íslendingar sem búa í borginni upplifa að þeir séu í stofufangelsi enda sé allt lokað í borginni. 29. janúar 2020 19:18