Flestir veðja á að Hildur Guðna hreppi Óskarinn Jakob Bjarnar skrifar 30. janúar 2020 11:50 Hildur Guðnadóttir hefur sópað að sér verðlaununum uppá síðkastið og nú gera menn fastlega ráð fyrir því að Óskarinn falli henni í skaut. Hildur Guðnadóttir tónlistarmaður er talin langlíklegust þeirra sem tilnefndir eru til Óskarsverðlaun fyrir bestu frumsömdu tónlist í kvikmynd til að hreppa hin eftirsóttu verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Verðlaunin verða veitt 10. febrúar. Menn geta velt vöngum fram og til baka en þeir gantast ekki með peninga sína. Stuðullinn á Hildi á vefmálasíðunni Betsson er aðeins 1,3 sem þýðir með öðrum orðum að ef einhver veðjar á hana þúsund krónum þá fær sá hinn sami 1300 krónur til baka. Sem er ekki mikið hætti menn fé sínu í veðmálum. Til samanburðar þá er stuðullinn á Thomas Newman fyrir tónlist í 1917 3,5, Alexandre Desplat fyrir Litle Women 10, Rayndy Nyeman fyrir Marriage Story er með stuðulinn 25 og John Williams, þekktasti kvikmyndatónlistarhöfundur veraldar, fyrir tónlist í myndinni Star Wars The Rise of Skywalker með 40 í stuðul. Sem þýðir að menn telja afar ólíklegt að hann hreppi enn ein verðlaunin fyrir sitt framlag að þessu sinni. Nánast útilokað. Gott gengi Hildar á vettvangi verðlauna og viðurkenninga hefur verið með miklum ágætum að undanförnu, sannkölluð sigurganga. Fyrr í mánuðinum vann Hildur Golden Globe fyrir tónlist sína í Joker. Hún hlaut Emmy-verðlaunin fyrir tónlistina við Chernobyl í september í fyrra. Þá hlaut hún einnig verðlaun fyrir tónlistina í Joker á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og var valin sjónvarpstónskáld ársins á World Soundtrack Awards. Svo eitthvað sé nefnt. Eins og margoft hefur komið fram; fari svo að Hildur hreppi Óskarinn verður hún fyrst Íslendinga til þess. Ef síða Betsson er skoðuð nánar, um líkur á Óskarsverðlaunum þá telja menn þar á bæ Jouquin Phoenix nánast öruggan með verðlaunin sem besti leikari í aðalhlutverki (1,03 stuðull) og að 1917 hreppi titilinn Besta kvikmyndin (1,4 stuðull). Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Hollywood Íslendingar erlendis Óskarinn Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Hildur Guðnadóttir tónlistarmaður er talin langlíklegust þeirra sem tilnefndir eru til Óskarsverðlaun fyrir bestu frumsömdu tónlist í kvikmynd til að hreppa hin eftirsóttu verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Verðlaunin verða veitt 10. febrúar. Menn geta velt vöngum fram og til baka en þeir gantast ekki með peninga sína. Stuðullinn á Hildi á vefmálasíðunni Betsson er aðeins 1,3 sem þýðir með öðrum orðum að ef einhver veðjar á hana þúsund krónum þá fær sá hinn sami 1300 krónur til baka. Sem er ekki mikið hætti menn fé sínu í veðmálum. Til samanburðar þá er stuðullinn á Thomas Newman fyrir tónlist í 1917 3,5, Alexandre Desplat fyrir Litle Women 10, Rayndy Nyeman fyrir Marriage Story er með stuðulinn 25 og John Williams, þekktasti kvikmyndatónlistarhöfundur veraldar, fyrir tónlist í myndinni Star Wars The Rise of Skywalker með 40 í stuðul. Sem þýðir að menn telja afar ólíklegt að hann hreppi enn ein verðlaunin fyrir sitt framlag að þessu sinni. Nánast útilokað. Gott gengi Hildar á vettvangi verðlauna og viðurkenninga hefur verið með miklum ágætum að undanförnu, sannkölluð sigurganga. Fyrr í mánuðinum vann Hildur Golden Globe fyrir tónlist sína í Joker. Hún hlaut Emmy-verðlaunin fyrir tónlistina við Chernobyl í september í fyrra. Þá hlaut hún einnig verðlaun fyrir tónlistina í Joker á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og var valin sjónvarpstónskáld ársins á World Soundtrack Awards. Svo eitthvað sé nefnt. Eins og margoft hefur komið fram; fari svo að Hildur hreppi Óskarinn verður hún fyrst Íslendinga til þess. Ef síða Betsson er skoðuð nánar, um líkur á Óskarsverðlaunum þá telja menn þar á bæ Jouquin Phoenix nánast öruggan með verðlaunin sem besti leikari í aðalhlutverki (1,03 stuðull) og að 1917 hreppi titilinn Besta kvikmyndin (1,4 stuðull).
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Hollywood Íslendingar erlendis Óskarinn Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira