Hildur vann til Emmy-verðlauna

Hildur Guðnadóttir vann í nótt til sinna fyrstu Emmy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Tsjernobyl.
Emmyverðlaunahátíðin fyrir skapandi listir var haldin í nótt og á laugardagskvöldið en hljóðrás Hildar fyrir þættina hefur vakið mikla athygli þar sem hún var öll samsett úr hljóðum sem tekin voru upp í kjarnorkuveri.
Aðrir þættir sem voru tilnefndir í flokki Hildar voru Escape at Dannemora, Good Omens, True Detective og When They See Us.
Hildur hefur að undanförnu haft nóg að gera vestanhafs en hún samdi tónlistina við nýja kvikmynd Todd Phillips um Jókerinn, sem skartar Joaquin Phoenix í aðalhlutverki.
Hildur var ekki eini Íslendingurinn sem vann til Emmy-verðlaunum helgina en Aron Hjartarson vann Emmy-verðlaun á laugardagskvöld fyrir framúrskarandi skapandi árangur í gagnvirkri miðlun á óskrifuðu atriði. Hlaut hann verðlaunin ásamt teymi hjá fyrirtækinu Framestore fyrir atriði í heimildarmyndinni Free Solo.
Aðalkvöld Emmy-verðlaunanna fer fram næsta sunnudagskvöld.
Tengdar fréttir

Aron vann Emmy-verðlaun
Aron Hjartarson vann Emmy-verðlaun á laugardagskvöld fyrir framúrskarandi skapandi árangur í gagnvirkri miðlun á óskrifuðu atriði.

Þurfti að skilja búnað eftir vegna geislavirkni
„Mér leið eins og það væri mjög mikilvægt að minna á þessa atburði í dag því mér fannst eins og ungt fólk vissi ekki um það sem gerðist,“ sagði Hildur Guðnadóttir, tónskáld.

Hljóðrás þáttanna samanstendur af kjarnorkuhljóðum
Hildur Guðnadóttir, tónskáld, samdi tónlistina fyrir HBO þættina Tsjernóbíl sem komu út í vetur. Öll tónlistin var samsett úr hljóðum úr kjarnorkuveri í Litáen.