Fox-liði sagði Íraka „hálflæsa frumstæða apa“ Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2019 15:01 Carlson sakaði gagnrýnendur sína um að vera valdasjúka og að þeir svifust einskis til þess að koma höggi á sig. Vísir/Getty Fleiri upptökur af grófum ummælum Tuckers Carlson, eins vinsælasta þáttastjórnanda bandarísku íhaldsstöðvarinnar Fox News, hafa verið birtar, degi eftir að hann heyrðist fara ófögrum orðum um konur og verja barnahjónabönd. Á nýju upptökunum hefur Carlson uppi kynþáttafordóma og andúð á samkynhneigðum. Ummælin lét Carlson falla í umdeildum útvarpsþætti sem sendur er út frá Flórída á árunum 2006 til 2011. Hringdi Carlson inn í þáttinn „Ástarsvampurinn Bubba“ í um klukkustund á viku á því tímabili. Carlson neitaði alfarið að biðjast afsökunar eftir að upptökur með ummælum hans um konur og kynferðisofbeldi voru birtar opinberlega á sunnudag. Á nýju upptökunum sem samtökin Media Matters birtu lýsir Carlson Írak sem „skítastað fullum af, þú veist, hálflæsum frumstæðum öpum“ árið 2008. Það hafi verið ástæðan fyrir því að það hafi ekki verið þess virði fyrir Bandaríkin að ráðast inn í landið. Tveimur árum áður sagðist hann ennfremur hafa „núll samúð“ með írösku þjóðinni og menningu hennar vegna þess að „þau nota ekki klósettpappír eða gaffla“. Árið 2006 auglýsti Carlson eftir forsetaframbjóðanda sem væri tilbúinn að skella skuldinni á „geðveika múslima sem hegða sér eins og skepnur“. Sá frambjóðandi yrði kjörinn „kóngur“ ef hann lofaði að „drepa eins marga af þeim og þeir geta“, að því er segir í frétt Washington Post. Áður höfðu upptökur birst af Carlson kalla konur „frumstæðar“ og „einfaldar“. Lýsti hann Brittney Spears og dóttur Mörthu Stewart sem „mestu hvítu hórunum í Bandaríkjunum“. Þá tók hann upp hanskann fyrir leiðtoga sértrúarsafnaðar sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að koma á hjónaböndum eldri karlmanna og barnungra stúlkna og ræddi um ungar stúlkur á kynferðislegan hátt. Carlson neitaði að biðjast afsökunar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. Í þætti sínum á Fox News í gærkvöldi sagði hann stöðina standa þétt að baki sér. Lýsti hann gagnrýnendum sínum sem „múgi“ sem vildi „brjóta niður andspyrnu“. Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fox-þáttastjórnandi iðrast ekki grófra ummæla um konur Þáttastjórnandinn varði leiðtoga sértrúarsafnaðar sem var sakfelldur fyrir að nauðga börnum, sagði konur frumstæðar og hafði uppi fúkyrði um nafngreindar konur í útvarpsþætti sem hann hringdi reglulega í. 11. mars 2019 13:58 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fleiri fréttir Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Sjá meira
Fleiri upptökur af grófum ummælum Tuckers Carlson, eins vinsælasta þáttastjórnanda bandarísku íhaldsstöðvarinnar Fox News, hafa verið birtar, degi eftir að hann heyrðist fara ófögrum orðum um konur og verja barnahjónabönd. Á nýju upptökunum hefur Carlson uppi kynþáttafordóma og andúð á samkynhneigðum. Ummælin lét Carlson falla í umdeildum útvarpsþætti sem sendur er út frá Flórída á árunum 2006 til 2011. Hringdi Carlson inn í þáttinn „Ástarsvampurinn Bubba“ í um klukkustund á viku á því tímabili. Carlson neitaði alfarið að biðjast afsökunar eftir að upptökur með ummælum hans um konur og kynferðisofbeldi voru birtar opinberlega á sunnudag. Á nýju upptökunum sem samtökin Media Matters birtu lýsir Carlson Írak sem „skítastað fullum af, þú veist, hálflæsum frumstæðum öpum“ árið 2008. Það hafi verið ástæðan fyrir því að það hafi ekki verið þess virði fyrir Bandaríkin að ráðast inn í landið. Tveimur árum áður sagðist hann ennfremur hafa „núll samúð“ með írösku þjóðinni og menningu hennar vegna þess að „þau nota ekki klósettpappír eða gaffla“. Árið 2006 auglýsti Carlson eftir forsetaframbjóðanda sem væri tilbúinn að skella skuldinni á „geðveika múslima sem hegða sér eins og skepnur“. Sá frambjóðandi yrði kjörinn „kóngur“ ef hann lofaði að „drepa eins marga af þeim og þeir geta“, að því er segir í frétt Washington Post. Áður höfðu upptökur birst af Carlson kalla konur „frumstæðar“ og „einfaldar“. Lýsti hann Brittney Spears og dóttur Mörthu Stewart sem „mestu hvítu hórunum í Bandaríkjunum“. Þá tók hann upp hanskann fyrir leiðtoga sértrúarsafnaðar sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að koma á hjónaböndum eldri karlmanna og barnungra stúlkna og ræddi um ungar stúlkur á kynferðislegan hátt. Carlson neitaði að biðjast afsökunar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. Í þætti sínum á Fox News í gærkvöldi sagði hann stöðina standa þétt að baki sér. Lýsti hann gagnrýnendum sínum sem „múgi“ sem vildi „brjóta niður andspyrnu“.
Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fox-þáttastjórnandi iðrast ekki grófra ummæla um konur Þáttastjórnandinn varði leiðtoga sértrúarsafnaðar sem var sakfelldur fyrir að nauðga börnum, sagði konur frumstæðar og hafði uppi fúkyrði um nafngreindar konur í útvarpsþætti sem hann hringdi reglulega í. 11. mars 2019 13:58 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fleiri fréttir Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Sjá meira
Fox-þáttastjórnandi iðrast ekki grófra ummæla um konur Þáttastjórnandinn varði leiðtoga sértrúarsafnaðar sem var sakfelldur fyrir að nauðga börnum, sagði konur frumstæðar og hafði uppi fúkyrði um nafngreindar konur í útvarpsþætti sem hann hringdi reglulega í. 11. mars 2019 13:58