Tvöfalt fleiri ungar mæður á Suðurnesjum Snærós Sindradótir skrifar 9. júní 2016 06:00 Rannsóknir um allan heim sýna að ungar mæður þurfa mikinn stuðning til að halda áfram í námi eftir barnsburð. Engin skýring fékkst á því hvers vegna ungar mæður eru hlutfallslega fleiri á Suðurnesjum en annarstaðar á landinu. NordicPhotos/Getty Mæður undir tvítugu eru hlutfallslega mun fleiri á Suðurnesjum en annars staðar á landinu. Landsmeðaltal ungra mæðra á landinu er 9 á hverjar 1.000 konur undir tvítugu en á Suðurnesjum fæða 22,4 konur undir tvítugu börn af hverjum þúsund. Á höfuðborgarsvæðinu fæða 7 af hverjum 1.000 konum undir tvítugu börn sem þýðir að hlutfallið á Suðurnesjum er þrefalt á við það sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Þetta má greina í lýðheilsuvísum landlæknisembættisins. Athygli vekur að á Suðurnesjum er lægst hlutfall háskólamenntaðra. 19,7 prósent íbúa á Suðurnesjum hafa háskólamenntun en landsmeðaltalið er 36,2 prósent.Vert er að taka það fram að fæðingartíðni ungra mæðra hefur lækkað á síðastliðnum árum frá því sem var á sjöunda áratug síðustu aldar. „Við getum ekki fullyrt um samband menntunar og fæðingartíðninnar en þetta eru vísbendingar sem er vert að taka eftir,“ segir Ólöf Garðarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ og sérfræðingur í fólksfjöldasögu. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sem er stærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum, segir að bæjaryfirvöld hafi verið meðvituð um þetta lengi. „Þetta eru áhugaverðar tölur. Þetta snýst fyrst og fremst um fræðslu, að fræða um ábyrgð og mögulegar afleiðingar.“ Um tíma hafi grunnskólanemar tekið þátt í verkefni sem snerist um að sjá um dúkkur í sólarhring sem hegða sér eins og ungabörn. „Börnin mín komu heim með þetta og dúkkan grenjaði á nóttunni og olli krökkunum hugarangri. Svo heyrði maður líka af krökkum sem fannst þetta spennandi og tóku sig saman og fóru á kaffihús með krakkana. Þannig að ég veit nú ekki hvort það heppnaðist alveg.“ Kjartan segir lágt stig háskólamenntunar að einhverju leyti afleiðingu af 50 ára veru varnarliðsins á svæðinu sem útvegaði fólki störf án hárrar menntunarkröfu. Reynt sé að fjölga störfum sem krefjist háskólamenntunar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Sjá meira
Mæður undir tvítugu eru hlutfallslega mun fleiri á Suðurnesjum en annars staðar á landinu. Landsmeðaltal ungra mæðra á landinu er 9 á hverjar 1.000 konur undir tvítugu en á Suðurnesjum fæða 22,4 konur undir tvítugu börn af hverjum þúsund. Á höfuðborgarsvæðinu fæða 7 af hverjum 1.000 konum undir tvítugu börn sem þýðir að hlutfallið á Suðurnesjum er þrefalt á við það sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Þetta má greina í lýðheilsuvísum landlæknisembættisins. Athygli vekur að á Suðurnesjum er lægst hlutfall háskólamenntaðra. 19,7 prósent íbúa á Suðurnesjum hafa háskólamenntun en landsmeðaltalið er 36,2 prósent.Vert er að taka það fram að fæðingartíðni ungra mæðra hefur lækkað á síðastliðnum árum frá því sem var á sjöunda áratug síðustu aldar. „Við getum ekki fullyrt um samband menntunar og fæðingartíðninnar en þetta eru vísbendingar sem er vert að taka eftir,“ segir Ólöf Garðarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ og sérfræðingur í fólksfjöldasögu. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sem er stærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum, segir að bæjaryfirvöld hafi verið meðvituð um þetta lengi. „Þetta eru áhugaverðar tölur. Þetta snýst fyrst og fremst um fræðslu, að fræða um ábyrgð og mögulegar afleiðingar.“ Um tíma hafi grunnskólanemar tekið þátt í verkefni sem snerist um að sjá um dúkkur í sólarhring sem hegða sér eins og ungabörn. „Börnin mín komu heim með þetta og dúkkan grenjaði á nóttunni og olli krökkunum hugarangri. Svo heyrði maður líka af krökkum sem fannst þetta spennandi og tóku sig saman og fóru á kaffihús með krakkana. Þannig að ég veit nú ekki hvort það heppnaðist alveg.“ Kjartan segir lágt stig háskólamenntunar að einhverju leyti afleiðingu af 50 ára veru varnarliðsins á svæðinu sem útvegaði fólki störf án hárrar menntunarkröfu. Reynt sé að fjölga störfum sem krefjist háskólamenntunar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Sjá meira