Håland getur ekki hætt að skora | Alfreð lagði upp sigurmark Augsburg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. febrúar 2020 16:30 Erling Braut Håland og Jadon Sancho fóru mikinn að venju í liði Dortmund í dag. Vísir/Getty Bayern München tyllti sér á topp þýsku úrvalsdeildarinnar, um stundar sakir allavega, með öruggum 3-1 útisigri á Mainz 05 í dag. Þá heldur Erling Braut Håland áfram að raða inn mörkum fyrir Borussia Dortmund en liðið vann 4-0 sigur á Union Berlín á heimavelli sínum. Að lokum vann Augsburg góðan 2-1 sigur á Werder Bremen þar sem Alfreð Finnbogason lagði upp sigurmark leiksins á 82. mínútu. Bayern München heimsótti Mainz 05 á Opel völlinn og gerði út um leikinn á fyrstu 26 mínútum leiksins. Á 8. mínútu leiksins skoraði markavélin frá Póllandi, Robert Lewandowski, og aðeins sex mínútum síðar tvöfaldaði Thomas Müller forystu gestanna. Thiago bætti svo við þriðja markinu þegar aðeins 26 mínútur voru liðnar af leiknum. Eftir það gáfu Bæjarar aðeins eftir og Jeremiah St Juste minnkaði muninn í blálok fyrri hálfleiks. Ekkert var skorað í þeim síðari og lokatölur því 3-1 fyrir Bayern München sem fer í toppsæti deildarinnar. RB Leipzig geta endurheimt toppsætið takist þeim að landa sigri á Borussia Mönchengladbach í leik sem hefst klukkan 17:30. Borussia Dortmund vann einkar öruggan 5-0 sigur á Union Berlín í dag. Jadon Sancho kom heimamönnum í Dortmund yfir á 13. mínútu og fimm mínútum síðar hafði norska undrabarnið, Erling Braut Håland, tvöfaldað forystuna. Á þeim tímapunkti hafði Håland alls sex mörk fyrir Dortmund á aðeins 77 mínútum, og það í sjö skotum.Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en í þeim síðari bættu Dortmund við þremur mörgum. Marco Reus skoraði úr vítaspyrnu á 68. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði Axel Witsel. Það var svo títtnefndur Håland sem skoraði fimmta og síðasta markið. Lokatölur 5-0 og Dortmund komið upp í 3. sæti deildarinnar með 38 stig þegar 20 umferðum er lokið. Augsburg lenti undir gegn Werder Bremen á 23. mínútu er Tin Jedvaj varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Staðan var þannig allt fram á 67. mínútu leiksins er Florian Niederlechner jafnaði metin á 67. mínútu. Það var svo á 82. mínútu sem Alfreð lagði knöttinn snyrtilega á Ruben Vargas sem skoraði og staðan orðin 2-1. Þar við sat en með sigri dagsins fer Augsburg upp í 9. sætið með 26 stig.Önnur úrslitFortuna Dusseldorf 1-1 Eintracht Frankfurt Hoffenheim 2-1 Bayer Leverkusen Þýski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Bayern München tyllti sér á topp þýsku úrvalsdeildarinnar, um stundar sakir allavega, með öruggum 3-1 útisigri á Mainz 05 í dag. Þá heldur Erling Braut Håland áfram að raða inn mörkum fyrir Borussia Dortmund en liðið vann 4-0 sigur á Union Berlín á heimavelli sínum. Að lokum vann Augsburg góðan 2-1 sigur á Werder Bremen þar sem Alfreð Finnbogason lagði upp sigurmark leiksins á 82. mínútu. Bayern München heimsótti Mainz 05 á Opel völlinn og gerði út um leikinn á fyrstu 26 mínútum leiksins. Á 8. mínútu leiksins skoraði markavélin frá Póllandi, Robert Lewandowski, og aðeins sex mínútum síðar tvöfaldaði Thomas Müller forystu gestanna. Thiago bætti svo við þriðja markinu þegar aðeins 26 mínútur voru liðnar af leiknum. Eftir það gáfu Bæjarar aðeins eftir og Jeremiah St Juste minnkaði muninn í blálok fyrri hálfleiks. Ekkert var skorað í þeim síðari og lokatölur því 3-1 fyrir Bayern München sem fer í toppsæti deildarinnar. RB Leipzig geta endurheimt toppsætið takist þeim að landa sigri á Borussia Mönchengladbach í leik sem hefst klukkan 17:30. Borussia Dortmund vann einkar öruggan 5-0 sigur á Union Berlín í dag. Jadon Sancho kom heimamönnum í Dortmund yfir á 13. mínútu og fimm mínútum síðar hafði norska undrabarnið, Erling Braut Håland, tvöfaldað forystuna. Á þeim tímapunkti hafði Håland alls sex mörk fyrir Dortmund á aðeins 77 mínútum, og það í sjö skotum.Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en í þeim síðari bættu Dortmund við þremur mörgum. Marco Reus skoraði úr vítaspyrnu á 68. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði Axel Witsel. Það var svo títtnefndur Håland sem skoraði fimmta og síðasta markið. Lokatölur 5-0 og Dortmund komið upp í 3. sæti deildarinnar með 38 stig þegar 20 umferðum er lokið. Augsburg lenti undir gegn Werder Bremen á 23. mínútu er Tin Jedvaj varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Staðan var þannig allt fram á 67. mínútu leiksins er Florian Niederlechner jafnaði metin á 67. mínútu. Það var svo á 82. mínútu sem Alfreð lagði knöttinn snyrtilega á Ruben Vargas sem skoraði og staðan orðin 2-1. Þar við sat en með sigri dagsins fer Augsburg upp í 9. sætið með 26 stig.Önnur úrslitFortuna Dusseldorf 1-1 Eintracht Frankfurt Hoffenheim 2-1 Bayer Leverkusen
Þýski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira