Dagur og Dóra réttkjörin borgarstjóri og forseti borgarstjórnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júní 2018 15:21 Líf Magneudóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson eru oddvitar flokkanna sem hafa myndað nýjan meirihluta í Reykjavíkurborg. Vísir/ Jói K Dagur B. Eggertsson var á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur réttkjörinn Borgarstjóri Reykjavíkur með 12 atkvæðum. 11 seðlar voru auðir. Dagur B. Eggertsson óskaði eftir því að fá að taka til máls á fundinum að atkvæðagreiðslulokinni og gerði hann kjararáð að umfjöllunarefni sínu. Hann vildi undirstrika ákvörðun borgarstjórnar á síðasta kjörtímabili að afþakka hækkanir sem kjararáð hafði ákvarðað. „Ég mun ítreka þau fyrirmæli aftur: Það er hin formlega, rétta leið til þess að passa að þessi ákvörðun detti ekki inn aftur og ég vildi að þetta kæmi fram hér í sölum borgarstjórnar á þessum upphafsdegi um leið og ég veit að ég tala fyrir munn allra sem hér inni sitja og skora á borgarstjórn og Alþingi að gera nú þær breytingar að launaþróun ráðherra og þingmanna verði ekki kveikjan að ófriðarbáli á vinnumarkaði,“ segir Dagur. Hann óskaði jafnframt eftir því í ræðu sinni að minnihluti, meirihluti og starfsfólk vinni saman sem ein heild að verkefninu. „Ég vona að við berum gæfu til þess að nálgast þetta verkefni eins mikið sameiginlega og við getum.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, var á fundinum réttkjörinn forseti borgarstjórnar til eins árs auk þess sem Pawel Bartoszek var réttkjörinn fyrsti varaforseti borgarstjóri og Guðrún Ögmundsdóttir annar varaforseti borgarstjórnar. Dóra Björt var í dag réttkjörinn yngsti forseti borgarstjórnar í sögu Reykjavíkurborgar en þess ber að geta að hún fagnar þrítugsafmæli sínu í dag. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00 Stýrir sínum fyrsta borgarstjórnarfundi á 30 ára afmælisdaginn Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 14 í dag. 19. júní 2018 09:45 Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar klukkan 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 19. júní 2018 13:30 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Sjá meira
Dagur B. Eggertsson var á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur réttkjörinn Borgarstjóri Reykjavíkur með 12 atkvæðum. 11 seðlar voru auðir. Dagur B. Eggertsson óskaði eftir því að fá að taka til máls á fundinum að atkvæðagreiðslulokinni og gerði hann kjararáð að umfjöllunarefni sínu. Hann vildi undirstrika ákvörðun borgarstjórnar á síðasta kjörtímabili að afþakka hækkanir sem kjararáð hafði ákvarðað. „Ég mun ítreka þau fyrirmæli aftur: Það er hin formlega, rétta leið til þess að passa að þessi ákvörðun detti ekki inn aftur og ég vildi að þetta kæmi fram hér í sölum borgarstjórnar á þessum upphafsdegi um leið og ég veit að ég tala fyrir munn allra sem hér inni sitja og skora á borgarstjórn og Alþingi að gera nú þær breytingar að launaþróun ráðherra og þingmanna verði ekki kveikjan að ófriðarbáli á vinnumarkaði,“ segir Dagur. Hann óskaði jafnframt eftir því í ræðu sinni að minnihluti, meirihluti og starfsfólk vinni saman sem ein heild að verkefninu. „Ég vona að við berum gæfu til þess að nálgast þetta verkefni eins mikið sameiginlega og við getum.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, var á fundinum réttkjörinn forseti borgarstjórnar til eins árs auk þess sem Pawel Bartoszek var réttkjörinn fyrsti varaforseti borgarstjóri og Guðrún Ögmundsdóttir annar varaforseti borgarstjórnar. Dóra Björt var í dag réttkjörinn yngsti forseti borgarstjórnar í sögu Reykjavíkurborgar en þess ber að geta að hún fagnar þrítugsafmæli sínu í dag.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00 Stýrir sínum fyrsta borgarstjórnarfundi á 30 ára afmælisdaginn Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 14 í dag. 19. júní 2018 09:45 Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar klukkan 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 19. júní 2018 13:30 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Sjá meira
Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00
Stýrir sínum fyrsta borgarstjórnarfundi á 30 ára afmælisdaginn Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 14 í dag. 19. júní 2018 09:45
Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar klukkan 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 19. júní 2018 13:30