Fótbolti

Aðalnjósnari Newcastle ekki lengur á neyðarúrlögum stjórnvalda er kaupin á félaginu eru nánast í höfn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bruce gæti fengið væna summu til leikmannakaupa í sumar.
Bruce gæti fengið væna summu til leikmannakaupa í sumar. vísir/getty

Steve Nickson, aðalnjósnari Newcastle, var fyrr í mánuðinum sendur á neyðarúrlög stjórnvalda á Englandi, ásamt mörgum öðrum starfsmönnum Newcastle. Sú ákvörðun hefur nú verið dregin til baka.

Mail hefur það eftir heimildarmönnum sínum að Nickson hefur nú verið kallaður aftur til vinnu en hann og allir njósnarar félagsins voru sendir á neyðarúrlögin. Nú er hins vegar staðan önnur hjá félaginu þar sem Mike Ashley er að selja það.

Krónprinsinn í Sádi-Arabíu er við það að kaupa félagið á 300 milljónir punda og því hefur Nickson verið kallaður aftur til vinnu. Hann á að vinna að lista yfir þá leikmenn sem Steve Bruce, stjóri Newcastle, gæti fengið í sumar en nýju eigendurnir eru sagðir ætla gefa Bruce traustið, til að byrja með að minnsta kosti.

Hversu þykk buddan verður fylgir ekki fréttinni en ljóst er að Newcastle mun geta boðið hærri upphæðir en undir stjórn Mike Ashley sem hélt spilunum þétt að sér. Starfsmenn félagsins vonast eftir því að yfirtakan gangi í gegn því nýir eigendur munu taka alla starfsmann strax af neyðarúrlögunum og hleypa þeim aftur til vinnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×