Akurey snýr fljótt aftur til veiða eftir bilun í vél Heimir Már Pétursson skrifar 19. júní 2018 19:30 Skipstjórinn á Akurey reiknar með að skipið haldi aftur til veiða á fimmtudag en varðskipið Þór kom með það til hafnar í Reykjavík í dag eftir að bilun kom upp í aðalvél skipsins í gærmorgun. Aldrei hafi verið nein hætta á ferðum enda veður gott þar sem vélin bilaði og alla leiðina til hafnar. Það var um klukkan 6:20 í gærmorgun sem skipstjórinn á Akurey óskaði aðstoðar eftir að skipið varð vélarvana úti fyrir Vestfjörðum. Varðskipið Þór var þá statt á Bíldudal og hélt þegar til aðstoðar. Skipið var komið að Akureynni um klukkan hálf eitt í gær og tæpum sólarhring síðar komu skipin til hafnar í Reykjavík. Það er aðeins ár síðan þetta eitt glæsilegasta skip fiskiskipaflotans kom fyrst til hafnar frá Tyrklandi þar sem það var smíðað eins og systurskipin Engey og Viðey en skipin eru í eigu HB Granda. Skipstjórinn um borð er Eiríkur Jónsson, farsæl aflakló, en hann segir undirlyftustöng hafa brotnað í einni aðalvéla skipsins.Voruð þið þá alveg vélarvana? „Já, það er svona svipað og það fari ventill í bíl. Það er ekkert hægt að hreyfa.“Hvernig var sjórinn þegar þetta gerðist? „Það var bara blíða, fínasta veður.”Náttúrlega ekkert þá amað að mönnum? „Nei, nei ekki neitt,” sagði Eiríkur nýstiginn á land í Reykjavíkurhöfn.Akurey í dag.Vísir/Friðrik ÞórÞað hafi gengið eins og í sögu að koma taug milli Akureynnar og varðskipsins. En áhöfnin hefði verið fjóra sólarhringa á veiðum þegar vélin bilaði og átt einn dag eftir á veiðum. Komnir vel með í skipið? „Já, við vorum komnir með 140 tonn. Áttum eftir að ná í tíu tonn af karfa í viðbót miðað við það sem við máttum veiða.” Er ekki hundfúlt þegar svona gerist? „Jú en allt í lagi í svona góðu veðri. En þetta er aldrei skemmtilegt,” svarar Eiríkur sallarólegur. Hann hefur heldur ekki áhyggjur af því að viðgerð taki langan tíma og reiknar með að haldið verði aftur til veiða á fimmtudag. Hins vegar botnar hann lítið í veiðiráðgjöf Hafró sem sjávarútvegsráðherra staðfesti í dag sem aflamark fyrir næsta ár. Það sé gott fiskirí á öllum tegundum nema ýsu sem megi auka veiðar á um 40 prósent en hafi ekki sést á togaraslóðum í mörg ár. “ „Þannig að það kemur alla vega mér í opna skjöldu að það sé verið að bæta við ýsu. Svo er hún bara smá sem fæst, eitthvað dót. Þetta er alla vega ekki eitthvað sem við rekumst á daglega; ýsa,“ segir Eiríkur Jónsson. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Skipstjórinn á Akurey reiknar með að skipið haldi aftur til veiða á fimmtudag en varðskipið Þór kom með það til hafnar í Reykjavík í dag eftir að bilun kom upp í aðalvél skipsins í gærmorgun. Aldrei hafi verið nein hætta á ferðum enda veður gott þar sem vélin bilaði og alla leiðina til hafnar. Það var um klukkan 6:20 í gærmorgun sem skipstjórinn á Akurey óskaði aðstoðar eftir að skipið varð vélarvana úti fyrir Vestfjörðum. Varðskipið Þór var þá statt á Bíldudal og hélt þegar til aðstoðar. Skipið var komið að Akureynni um klukkan hálf eitt í gær og tæpum sólarhring síðar komu skipin til hafnar í Reykjavík. Það er aðeins ár síðan þetta eitt glæsilegasta skip fiskiskipaflotans kom fyrst til hafnar frá Tyrklandi þar sem það var smíðað eins og systurskipin Engey og Viðey en skipin eru í eigu HB Granda. Skipstjórinn um borð er Eiríkur Jónsson, farsæl aflakló, en hann segir undirlyftustöng hafa brotnað í einni aðalvéla skipsins.Voruð þið þá alveg vélarvana? „Já, það er svona svipað og það fari ventill í bíl. Það er ekkert hægt að hreyfa.“Hvernig var sjórinn þegar þetta gerðist? „Það var bara blíða, fínasta veður.”Náttúrlega ekkert þá amað að mönnum? „Nei, nei ekki neitt,” sagði Eiríkur nýstiginn á land í Reykjavíkurhöfn.Akurey í dag.Vísir/Friðrik ÞórÞað hafi gengið eins og í sögu að koma taug milli Akureynnar og varðskipsins. En áhöfnin hefði verið fjóra sólarhringa á veiðum þegar vélin bilaði og átt einn dag eftir á veiðum. Komnir vel með í skipið? „Já, við vorum komnir með 140 tonn. Áttum eftir að ná í tíu tonn af karfa í viðbót miðað við það sem við máttum veiða.” Er ekki hundfúlt þegar svona gerist? „Jú en allt í lagi í svona góðu veðri. En þetta er aldrei skemmtilegt,” svarar Eiríkur sallarólegur. Hann hefur heldur ekki áhyggjur af því að viðgerð taki langan tíma og reiknar með að haldið verði aftur til veiða á fimmtudag. Hins vegar botnar hann lítið í veiðiráðgjöf Hafró sem sjávarútvegsráðherra staðfesti í dag sem aflamark fyrir næsta ár. Það sé gott fiskirí á öllum tegundum nema ýsu sem megi auka veiðar á um 40 prósent en hafi ekki sést á togaraslóðum í mörg ár. “ „Þannig að það kemur alla vega mér í opna skjöldu að það sé verið að bæta við ýsu. Svo er hún bara smá sem fæst, eitthvað dót. Þetta er alla vega ekki eitthvað sem við rekumst á daglega; ýsa,“ segir Eiríkur Jónsson.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira