Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn fyrir Rosengård sem bar sigurorð af Djurgården, 3-1, í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Með sigrinum náði Rosengård fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar.
Guðrún Arnardóttir lék allan tímann í stöðu hægri bakvarðar hjá Djurgården sem hefur tapað átta leikjum í röð og er í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar. Ingibjörg Sigurðardóttir lék ekki með Djurgården í dag.
Anna Anvegård skoraði tvö mörk fyrir Rosengård á fyrstu tólf mínútum leiksins.
Mia Jalkerud minnkaði muninn á 72. mínútu en Hailice Mace gulltryggði sigur Rosengård þegar hún þriðja mark liðsins fimm mínútum fyrir leikslok.
Glódís og stöllur hennar náðu fjögurra stiga forskoti
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
