Roy Keane „að kenna“ að Henderson skipti ekki um treyju við Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2020 14:00 Jordan Henderson fagnar sigri Liverpool á Barcelona í fyrravor. Getty/Alex Livesey Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hefur í fyrsta sinn rætt þá upplifun sína að mæta Lionel Messi í fyrsta sinn á fótboltavellinum. Jordan Henderson og félagar í Liverpool slógu Barcelona út úr Meistaradeildinni í fyrra efrir 4-0 endurkomu í seinni leiknum á Anfield. Barcelona hafði unnið fyrri leikinn 3-0 á Spáni og flestir voru búnir að afskrifa Liverpool liðið. Jordan Henderson var ekki í byrjunarliðinu í fyrri leiknum á Nývangi en kom inn á sem varamaður þegar Naby Keita meiddist í fyrri hálfleiknum. Jordan Henderson var þarna að spila sinn fyrsta leik á móti Lionel Messi og hann gat ekki komið í veg fyrir það að Messi skoraði tvívegis í leiknum. Jordan Henderson didn't swap shirts with Lionel Messi after remembering a piece of advice from Roy Keane. Of course Roy Keane said this. ??https://t.co/LteCNz1giY pic.twitter.com/POSraHJGJ5— SPORTbible (@sportbible) April 26, 2020 „Ég kom snemma inn á völlinn þegar Naby Keita meiddist. Þetta var í fyrsta sinn sem ég var á sama velli og Lionel Messi,“ sagði Jordan Henderson við Daily Mail. „Þú hugsar með sjálfum þér. Guð minn góður, þetta er hann. Það er samt engin spurning um að hann spilar leikinn öðruvísi en þú sérð í sjónvarpinu. Hann er svo fljótur,“ sagði Henderson. „Þegar ég hugsa til baka til aukaspyrnunnar sem hann skoraði úr. Ég trúi þvi ekki enn að hann hafi skorað. Ég hélt hann ætlaði að taka hana stutt,“ sagði Henderson en Lionel Messi var í margra augum búinn að gera út um einvígið með tveimur mörkum í 3-0 sigri. Roy Keane lesson that saw Jordan Henderson refuse to ask Messi for shirt swaphttps://t.co/dLg1bevoxs pic.twitter.com/PuKymiVSEI— Mirror Football (@MirrorFootball) April 27, 2020 Blaðamaður Daily Mail spurði Jordan Henderson síðan út í keppnistreyju Lionel Messi „Hugsaði ég um að biðja um treyjuna hans? Nei, ég hef aldrei gert slíkt,“ sagði Henderson og hélt áfram: „Roy Keane sagði mér það þegar ég var hjá Sunderland að ef þú biður einhvern um treyjuna hans þá lítur þú út fyrir að vera fullur af aðdáun,“ sagði Henderson. Roy Keane var knattspyrnustjóri Sunderland á árunum 2006 til 2008 og var það hans fyrsta stjórastarf. Skórnir voru þá nýkomnir upp á hillu eftir hálft tímabil með Celtic. Jordan Henderson var að koma upp í aðalliði á síðasta ári Keane hjá félaginu. „Það fór því þannig að ég fór heim með treyjuna hans Luis Suárez. Luis er góður gæi og hann gaf mér hana enda spiluðum við saman hjá Liverpool. Ég veit samt ekki hvað hann gerði við mína treyju,“ sagði Henderson. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hefur í fyrsta sinn rætt þá upplifun sína að mæta Lionel Messi í fyrsta sinn á fótboltavellinum. Jordan Henderson og félagar í Liverpool slógu Barcelona út úr Meistaradeildinni í fyrra efrir 4-0 endurkomu í seinni leiknum á Anfield. Barcelona hafði unnið fyrri leikinn 3-0 á Spáni og flestir voru búnir að afskrifa Liverpool liðið. Jordan Henderson var ekki í byrjunarliðinu í fyrri leiknum á Nývangi en kom inn á sem varamaður þegar Naby Keita meiddist í fyrri hálfleiknum. Jordan Henderson var þarna að spila sinn fyrsta leik á móti Lionel Messi og hann gat ekki komið í veg fyrir það að Messi skoraði tvívegis í leiknum. Jordan Henderson didn't swap shirts with Lionel Messi after remembering a piece of advice from Roy Keane. Of course Roy Keane said this. ??https://t.co/LteCNz1giY pic.twitter.com/POSraHJGJ5— SPORTbible (@sportbible) April 26, 2020 „Ég kom snemma inn á völlinn þegar Naby Keita meiddist. Þetta var í fyrsta sinn sem ég var á sama velli og Lionel Messi,“ sagði Jordan Henderson við Daily Mail. „Þú hugsar með sjálfum þér. Guð minn góður, þetta er hann. Það er samt engin spurning um að hann spilar leikinn öðruvísi en þú sérð í sjónvarpinu. Hann er svo fljótur,“ sagði Henderson. „Þegar ég hugsa til baka til aukaspyrnunnar sem hann skoraði úr. Ég trúi þvi ekki enn að hann hafi skorað. Ég hélt hann ætlaði að taka hana stutt,“ sagði Henderson en Lionel Messi var í margra augum búinn að gera út um einvígið með tveimur mörkum í 3-0 sigri. Roy Keane lesson that saw Jordan Henderson refuse to ask Messi for shirt swaphttps://t.co/dLg1bevoxs pic.twitter.com/PuKymiVSEI— Mirror Football (@MirrorFootball) April 27, 2020 Blaðamaður Daily Mail spurði Jordan Henderson síðan út í keppnistreyju Lionel Messi „Hugsaði ég um að biðja um treyjuna hans? Nei, ég hef aldrei gert slíkt,“ sagði Henderson og hélt áfram: „Roy Keane sagði mér það þegar ég var hjá Sunderland að ef þú biður einhvern um treyjuna hans þá lítur þú út fyrir að vera fullur af aðdáun,“ sagði Henderson. Roy Keane var knattspyrnustjóri Sunderland á árunum 2006 til 2008 og var það hans fyrsta stjórastarf. Skórnir voru þá nýkomnir upp á hillu eftir hálft tímabil með Celtic. Jordan Henderson var að koma upp í aðalliði á síðasta ári Keane hjá félaginu. „Það fór því þannig að ég fór heim með treyjuna hans Luis Suárez. Luis er góður gæi og hann gaf mér hana enda spiluðum við saman hjá Liverpool. Ég veit samt ekki hvað hann gerði við mína treyju,“ sagði Henderson.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira