Segja veirunni útrýmt á Nýja-Sjálandi Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2020 10:30 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, fyrr í þessu mánuði. AP/Mark Mitchell Samfélagssmit á Nýja-Sjálandi hafa nærri því stöðvast og segir Jacinda Ardern, forsætisráðherra, að kórónuveirunni hafi verið útrýmt þar eins og sakir standa. Slakað verður á sumum þeirra samfélagslega takmarkana sem var komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar á morgun. Innan við tíu ný tilfelli hafa greinst á Nýja-Sjálandi undanfarna daga. Yfirvöld vara þó við að almenningur fagni of snemma því fleiri tilfelli geti haldið áfram að koma upp. Innan við 1.500 smit hafa greinst í landinu og nítján hafa látist. Ardern segir ekkert umfangsmikið ógreint samfélagssmit í landinu. „Við höfum unnið þá baráttu,“ sagði forsætisráðherrann á daglegum upplýsingafundi stjórnvalda. Við upphaf faraldursins greip ríkisstjórn Ardern til einna ströngustu ferða- og samfélagslegu takmarkana til að hefta útbreiðslu faraldursins í heiminum. Landamærunum var lokað og allir þeir sem komu til landsins voru sendir í sóttkví. Samhliða var útgöngubann sett á ásamt umfangsmiklum skimunum og smitrakningu. Þurfa áfram að halda sig heima Frá og með morgundeginum verður leyft að opna sum fyrirtæki sem eru ekki skilgreind með mikilvæga starfsemi. Heilsugæsla og skólahald getur hafist aftur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Flestir Nýsjálendingar þurfa eftir sem áður að halda sig heima og forðast samneyti við annað fólk. „Við erum að opna hagkerfið en við erum ekki að opna félagslíf fólks,“ sagði Ardern. Eftir að slakað verður á útgöngubanninu á morgun fá veitingastaðir að bjóða upp á viðskiptavinir taki mat með sér heim. Landsmönnum er áfram ráðlagt að halda sig í litlum hópi nánustu ættingja og vina og gæta að tveggja metra fjarlægðarreglu. Fjöldasamkomur verða áfram bannaðar, verslunarsmiðstöðvar verða áfram lokaðar, flest börn verða áfram heima og landamærin verða enn lokuð. Ardern segir að spálíkön hafi bent til þess að allt að þúsund smit hefðu getað greinst á dag hefði ekki verið gripið til aðgerða svo snemma. Sérfræðingar segja að staðsetning Nýja-Sjálands, fjarri öðrum ríkjum, hafi gert stjórnvöldum þar auðvelt að loka landamærum og hefta útbreiðslu veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Lækkar eigin laun um fimmtung Laun ráðherra í ríkisstjórn Nýja-Sjálands verða lækkuð um 20 prósent. Hið sama mun eiga við mun laun forstjóra 34 ríkisstofnanna. 15. apríl 2020 10:22 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Sjá meira
Samfélagssmit á Nýja-Sjálandi hafa nærri því stöðvast og segir Jacinda Ardern, forsætisráðherra, að kórónuveirunni hafi verið útrýmt þar eins og sakir standa. Slakað verður á sumum þeirra samfélagslega takmarkana sem var komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar á morgun. Innan við tíu ný tilfelli hafa greinst á Nýja-Sjálandi undanfarna daga. Yfirvöld vara þó við að almenningur fagni of snemma því fleiri tilfelli geti haldið áfram að koma upp. Innan við 1.500 smit hafa greinst í landinu og nítján hafa látist. Ardern segir ekkert umfangsmikið ógreint samfélagssmit í landinu. „Við höfum unnið þá baráttu,“ sagði forsætisráðherrann á daglegum upplýsingafundi stjórnvalda. Við upphaf faraldursins greip ríkisstjórn Ardern til einna ströngustu ferða- og samfélagslegu takmarkana til að hefta útbreiðslu faraldursins í heiminum. Landamærunum var lokað og allir þeir sem komu til landsins voru sendir í sóttkví. Samhliða var útgöngubann sett á ásamt umfangsmiklum skimunum og smitrakningu. Þurfa áfram að halda sig heima Frá og með morgundeginum verður leyft að opna sum fyrirtæki sem eru ekki skilgreind með mikilvæga starfsemi. Heilsugæsla og skólahald getur hafist aftur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Flestir Nýsjálendingar þurfa eftir sem áður að halda sig heima og forðast samneyti við annað fólk. „Við erum að opna hagkerfið en við erum ekki að opna félagslíf fólks,“ sagði Ardern. Eftir að slakað verður á útgöngubanninu á morgun fá veitingastaðir að bjóða upp á viðskiptavinir taki mat með sér heim. Landsmönnum er áfram ráðlagt að halda sig í litlum hópi nánustu ættingja og vina og gæta að tveggja metra fjarlægðarreglu. Fjöldasamkomur verða áfram bannaðar, verslunarsmiðstöðvar verða áfram lokaðar, flest börn verða áfram heima og landamærin verða enn lokuð. Ardern segir að spálíkön hafi bent til þess að allt að þúsund smit hefðu getað greinst á dag hefði ekki verið gripið til aðgerða svo snemma. Sérfræðingar segja að staðsetning Nýja-Sjálands, fjarri öðrum ríkjum, hafi gert stjórnvöldum þar auðvelt að loka landamærum og hefta útbreiðslu veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Lækkar eigin laun um fimmtung Laun ráðherra í ríkisstjórn Nýja-Sjálands verða lækkuð um 20 prósent. Hið sama mun eiga við mun laun forstjóra 34 ríkisstofnanna. 15. apríl 2020 10:22 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Sjá meira
Lækkar eigin laun um fimmtung Laun ráðherra í ríkisstjórn Nýja-Sjálands verða lækkuð um 20 prósent. Hið sama mun eiga við mun laun forstjóra 34 ríkisstofnanna. 15. apríl 2020 10:22