Fjórða tap Southampton í röð | Enn eitt jafnteflið hjá Sunderland Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. desember 2014 00:01 Alex Song og Jozy Altidore í baráttunni í leik West Ham og Sunderland. vísir/getty Sex leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag. Chelsea og Manchester City unnu bæði sína leiki, eins og lesa má um hér og hér. Crystal Palace og Stoke City skildu jöfn 1-1 á Shelhurst Park. James McArthur kom Palace yfir á 11. mínútu með skalla eftir sendingu Yannicks Bolasie, en Peter Crouch jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar. Stoke situr í 11. sæti deildarinnar, en Palace er fimm sætum neðar. Sunderland og West Ham gerðu einnig 1-1 jafntefli á Ljósvangi. Jordi Gomez kom Sunderland yfir á 22. mínútu með marki úr vítaspyrnu var dæmd var eftir að James Tomkins braut á Adam Johnson innan vítateigs. Það tók Hamrana aðeins sex mínútur að jafna en þar var að verki Stewart Downing með skoti í varnarmann og inn. West Ham er í fínni stöðu í 4. sæti deildarinnar, en Sunderland er í því 15., aðeins tveimur stigum frá fallsæti. West Brom vann Aston Villa með einu marki gegn engu á The Hawthorns. Kieran Richardson fékk að líta rauða spjaldið á 22. mínútu fyrir brot á fyrrum liðsfélaga sínum hjá Sunderland, Stephane Sessegnon og eftir það var róður Aston Villa þungur. Það tók liðsmenn West Brom hins vegar 50 mínútur að nýta sér liðsmuninn, en á 72. mínútu skoraði Craig Gardner eina mark leiksins og tryggði West Brom mikilvægan sigur. Southampton hefur fatast flugið að undanförnu í dag tapaði liðið sínum fjórða leik í röð gegn Burnley á Turf Moor. Ashley Barnes var hetja Burnley, en hann skoraði eina mark leiksins á 73. mínútu. Tom Heaton átti einnig stóran þátt í sigri nýliðanna, en hann varði vítaspyrnu Dusans Tadic í seinni hálfleik. Dýrlingarnir eru í 5. sæti, en Burnley lyfti sér úr fallsæti með sigrinum. Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Sex leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag. Chelsea og Manchester City unnu bæði sína leiki, eins og lesa má um hér og hér. Crystal Palace og Stoke City skildu jöfn 1-1 á Shelhurst Park. James McArthur kom Palace yfir á 11. mínútu með skalla eftir sendingu Yannicks Bolasie, en Peter Crouch jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar. Stoke situr í 11. sæti deildarinnar, en Palace er fimm sætum neðar. Sunderland og West Ham gerðu einnig 1-1 jafntefli á Ljósvangi. Jordi Gomez kom Sunderland yfir á 22. mínútu með marki úr vítaspyrnu var dæmd var eftir að James Tomkins braut á Adam Johnson innan vítateigs. Það tók Hamrana aðeins sex mínútur að jafna en þar var að verki Stewart Downing með skoti í varnarmann og inn. West Ham er í fínni stöðu í 4. sæti deildarinnar, en Sunderland er í því 15., aðeins tveimur stigum frá fallsæti. West Brom vann Aston Villa með einu marki gegn engu á The Hawthorns. Kieran Richardson fékk að líta rauða spjaldið á 22. mínútu fyrir brot á fyrrum liðsfélaga sínum hjá Sunderland, Stephane Sessegnon og eftir það var róður Aston Villa þungur. Það tók liðsmenn West Brom hins vegar 50 mínútur að nýta sér liðsmuninn, en á 72. mínútu skoraði Craig Gardner eina mark leiksins og tryggði West Brom mikilvægan sigur. Southampton hefur fatast flugið að undanförnu í dag tapaði liðið sínum fjórða leik í röð gegn Burnley á Turf Moor. Ashley Barnes var hetja Burnley, en hann skoraði eina mark leiksins á 73. mínútu. Tom Heaton átti einnig stóran þátt í sigri nýliðanna, en hann varði vítaspyrnu Dusans Tadic í seinni hálfleik. Dýrlingarnir eru í 5. sæti, en Burnley lyfti sér úr fallsæti með sigrinum.
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira