Íslenski boltinn

Blikar höfðu betur í grannaslagnum

Blikar unnu fyrsta grannaslaginn í efstu deild nokkuð sanngjarnt í kvöld
Blikar unnu fyrsta grannaslaginn í efstu deild nokkuð sanngjarnt í kvöld Mynd/Rósa

Breiðablik vann í kvöld góðan 3-0 sigur á grönnum sínum í HK í fyrsta einvígi Kópavogsliðanna í efstu deild. Kristján Óli Sigurðsson kom Blikum yfir strax á þriðju mínútu leiksins og þannig var staðan í hálfleik.

Prince Ruben bætti við öðru marki Blika þegar um 20 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, en eftir það sóttu HK-menn í sig veðrið og fengu vítaspyrnu á 75. mínútu. Markvörðurinn Casper Jacobsen gerði sér hinsvegar lítið fyrir og varði spyrnu Finnboga Llorens og Olgeir Sigurgeirsson innsiglaði svo sigur þeirra grænklæddu með marki á lokamínútunni.

Liðin eru nú jöfn að stigum í deildinni eftir 8 leiki með 10 stig í 6.-7. sæti. Skagamenn skutust í 4. sætið í deildinni með sigrinum á Víkingum, sem sitja í 8. sætinu.

Þrír leikir fara fram í deildinni annað kvöld þar sem Keflavík tekur á móti Fylki klukkan 19:15 og klukkan 20 verður svo stórleikur Vals og FH á Laugardalsvelli og er hann sýndur beint á Sýn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×