„Bara fíflagangur í okkur félögunum“ Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 1. nóvember 2015 12:45 Áhugaljósmyndari gekk í gær fram á tvo fullorðna menn sem voru að henda sófasetti fram af Krísuvíkurbjargi. Svavar Þór Svavarsson og Magnús Ólafur Sigurðsson frá Grindavík, segja báðir að um fíflagang hafi verið að ræða. „Þeir komu keyrandi á gráum Land Cruiser og ég hélt fyrst að þeir væru að fara að taka myndir því þeir voru að taka þessi húsgögn úr bílnum. Mér datt það einna helst í hug. Svo heyri ég bara eitthvað dynk-hljóð og leit við aftur og þá sá ég að þeir voru að fleygja þessu þarna fram af,“ segir áhugaljósmyndarinn sem stóð tvo umhverfissóða að verki við Krísuvíkurbjarg á Reykjanesi í gærkvöldi.Sjá einnig: Myndaði umhverfissóða er þeir fleygðu sófum fram af Krísuvíkurbjargi„Þetta var nú svona „bara hafa gaman að þessu,“ held ég. Okkur langaði að sjá þetta niðri, þetta var aðallega það bara. Bara fíflaskapur,“ segir Magnús Ólafur Ólafsson, annar mannanna sem varð fyrir linsu ljósmyndarans. „Sumum finnst þetta fyndið en öðrum ekki. Ég er kannski í þessum hópi sem fannst þetta fyndið, ég veit það ekki,“ bætir hann við og segist sjá eftir tiltækinu. „Já, svona miðað við umræðuna.“ Í sama streng tekur félagi hans Svavar Þór Svavarsson, sem átti sófasettið sem þeir ákváðu að henda fram af bjarginu. „Við ákváðum bara að taka rúntinn þangað því okkur hefur alltaf langað til að henda svona niður. Þetta var bara gamall sófi sem var orðinn lúinn og þetta var bara fíflagangur í okkur félögunum.Ef þetta brennur svona mikið á vörum fólks þá biðjumst við bara innilega afsökunar á þessu ,“ segir Svavar skömmustulegur. Í samtali við Vísi sagði lögreglumaður á Suðurnesjum að við brotum sem þessum værum „lágmarkssektir“ upp á nokkur þúsund krónur. Ef menn væru staðnir af því að henda rusli væri þeim einnig gert að taka það upp eftir sig - sem í þessu tilviki gæti reynst fyrrnefndum umhverfissóðum þrautin þyngri. Viðtal við ljósmyndarann sem nappaði þá félaga Magnús og Svavar má lesa með því að smella hér og þá má hlusta á spjallið við þá félaga í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Myndaði umhverfissóða er þeir fleygðu sófum fram af Krísuvíkurbjargi Ljósmyndari á Reykjanesi sem hugðist festa sólarlagið á filmu brá sér í hlutverk rannsóknarlögreglumanns þegar tveir menn á gráum Land Cruiser hentu þremur sófum í flæðarmálið í kvöld. 31. október 2015 20:14 Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Fleiri fréttir „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ Sjá meira
Áhugaljósmyndari gekk í gær fram á tvo fullorðna menn sem voru að henda sófasetti fram af Krísuvíkurbjargi. Svavar Þór Svavarsson og Magnús Ólafur Sigurðsson frá Grindavík, segja báðir að um fíflagang hafi verið að ræða. „Þeir komu keyrandi á gráum Land Cruiser og ég hélt fyrst að þeir væru að fara að taka myndir því þeir voru að taka þessi húsgögn úr bílnum. Mér datt það einna helst í hug. Svo heyri ég bara eitthvað dynk-hljóð og leit við aftur og þá sá ég að þeir voru að fleygja þessu þarna fram af,“ segir áhugaljósmyndarinn sem stóð tvo umhverfissóða að verki við Krísuvíkurbjarg á Reykjanesi í gærkvöldi.Sjá einnig: Myndaði umhverfissóða er þeir fleygðu sófum fram af Krísuvíkurbjargi„Þetta var nú svona „bara hafa gaman að þessu,“ held ég. Okkur langaði að sjá þetta niðri, þetta var aðallega það bara. Bara fíflaskapur,“ segir Magnús Ólafur Ólafsson, annar mannanna sem varð fyrir linsu ljósmyndarans. „Sumum finnst þetta fyndið en öðrum ekki. Ég er kannski í þessum hópi sem fannst þetta fyndið, ég veit það ekki,“ bætir hann við og segist sjá eftir tiltækinu. „Já, svona miðað við umræðuna.“ Í sama streng tekur félagi hans Svavar Þór Svavarsson, sem átti sófasettið sem þeir ákváðu að henda fram af bjarginu. „Við ákváðum bara að taka rúntinn þangað því okkur hefur alltaf langað til að henda svona niður. Þetta var bara gamall sófi sem var orðinn lúinn og þetta var bara fíflagangur í okkur félögunum.Ef þetta brennur svona mikið á vörum fólks þá biðjumst við bara innilega afsökunar á þessu ,“ segir Svavar skömmustulegur. Í samtali við Vísi sagði lögreglumaður á Suðurnesjum að við brotum sem þessum værum „lágmarkssektir“ upp á nokkur þúsund krónur. Ef menn væru staðnir af því að henda rusli væri þeim einnig gert að taka það upp eftir sig - sem í þessu tilviki gæti reynst fyrrnefndum umhverfissóðum þrautin þyngri. Viðtal við ljósmyndarann sem nappaði þá félaga Magnús og Svavar má lesa með því að smella hér og þá má hlusta á spjallið við þá félaga í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Myndaði umhverfissóða er þeir fleygðu sófum fram af Krísuvíkurbjargi Ljósmyndari á Reykjanesi sem hugðist festa sólarlagið á filmu brá sér í hlutverk rannsóknarlögreglumanns þegar tveir menn á gráum Land Cruiser hentu þremur sófum í flæðarmálið í kvöld. 31. október 2015 20:14 Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Fleiri fréttir „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ Sjá meira
Myndaði umhverfissóða er þeir fleygðu sófum fram af Krísuvíkurbjargi Ljósmyndari á Reykjanesi sem hugðist festa sólarlagið á filmu brá sér í hlutverk rannsóknarlögreglumanns þegar tveir menn á gráum Land Cruiser hentu þremur sófum í flæðarmálið í kvöld. 31. október 2015 20:14