Myndaði umhverfissóða er þeir fleygðu sófum fram af Krísuvíkurbjargi Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. október 2015 20:14 Mennirnir tveir fleygðu í það minnsta þremur munum fram af bjarginu. „Þeir komu keyrandi á gráum Land Cruiser og ég hélt fyrst að þeir væru að fara að taka myndir því þeir voru að taka þessi húsgögn úr bílnum. Mér datt það einna helst í hug. Svo heyri ég bara eitthvað dynk-hljóð og leit við aftur og þá sá ég að þeir voru að fleygja þessu þarna fram af,“ segir ljósmyndarinn sem stóð tvo umhverfissóða að verki við Krísuvíkurbjarg á Reykjanesi nú undir kvöld. Hann var þar ásamt félaga sínum að mynda sólarlagið þegar þeir urðu mannanna varir en ljósmyndarinn vill ekki láta nafn síns getið. Ljósmyndarinn gerir ráð fyrir því að hér hafi verið um að ræða þrjá hluti, að öllum líkindum sófasett. „Þetta voru í það minnsta tveir stólar og einn stærri sófi,“ útskýrir hann fyrir blaðamanni.Hér má sjá mennina taka sófa úr gráa Land CruisernumÞrátt fyrir að hafa ekki orðið vitni að því sjálfur segir ljósmyndarinn að það sé líklega ekkert nýtt að menn fleygi hinum ýmsu munum af bjarginu. Til að mynda gangi enn lífseig saga um að bílflaki hafi eitt sinn verið ýtt þarna fram af. „Bíllinn er náttúrulega löngu horfinn, sjórinn étur þetta allt saman,“ segir ljósmyndarinn og gerir að sama skapi ráð fyrir því að sófasett kvöldsins muni hljóta sömu örlög áður en langt um líður. Eins furðulegt og það er að fleygja innanstokksmunum fram af bjargi þá var það annað sem stakk ljósmyndarann einna helst við þessa hegðun mannanna. „Það sem mér finnst skrýtnast við þetta er að þessir menn keyrðu alla leið þangað. Hvort sem að þú kemur úr Grindavík eða Reykjavík þá er ekki eins og það sé stutt að fara út í Krísuvík. Þetta er langt frá því að vera í alfaraleið og miklu styttra á næstu Sorpustöð, þetta er alveg fáránlegt,“ segir ljósmyndarinn sem vonast til þess að menn fari ekki að taka upp á þessu í miklum mæli. Í samtali við blaðamann sagði lögreglumaður á Suðurnesjum að við brotum sem þessum væru „lágmarkssektir“ upp á nokkur þúsund krónur. Ef menn væru staðnir að því að henda rusli væri þeim einnig gert að taka það upp eftir sig - sem í þessu tilviki gæti reynst fyrrnefndum umhverfissóðum þrautin þyngri.Af myndunum af dæma voru mennirnir stoltir af verki dagsins. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
„Þeir komu keyrandi á gráum Land Cruiser og ég hélt fyrst að þeir væru að fara að taka myndir því þeir voru að taka þessi húsgögn úr bílnum. Mér datt það einna helst í hug. Svo heyri ég bara eitthvað dynk-hljóð og leit við aftur og þá sá ég að þeir voru að fleygja þessu þarna fram af,“ segir ljósmyndarinn sem stóð tvo umhverfissóða að verki við Krísuvíkurbjarg á Reykjanesi nú undir kvöld. Hann var þar ásamt félaga sínum að mynda sólarlagið þegar þeir urðu mannanna varir en ljósmyndarinn vill ekki láta nafn síns getið. Ljósmyndarinn gerir ráð fyrir því að hér hafi verið um að ræða þrjá hluti, að öllum líkindum sófasett. „Þetta voru í það minnsta tveir stólar og einn stærri sófi,“ útskýrir hann fyrir blaðamanni.Hér má sjá mennina taka sófa úr gráa Land CruisernumÞrátt fyrir að hafa ekki orðið vitni að því sjálfur segir ljósmyndarinn að það sé líklega ekkert nýtt að menn fleygi hinum ýmsu munum af bjarginu. Til að mynda gangi enn lífseig saga um að bílflaki hafi eitt sinn verið ýtt þarna fram af. „Bíllinn er náttúrulega löngu horfinn, sjórinn étur þetta allt saman,“ segir ljósmyndarinn og gerir að sama skapi ráð fyrir því að sófasett kvöldsins muni hljóta sömu örlög áður en langt um líður. Eins furðulegt og það er að fleygja innanstokksmunum fram af bjargi þá var það annað sem stakk ljósmyndarann einna helst við þessa hegðun mannanna. „Það sem mér finnst skrýtnast við þetta er að þessir menn keyrðu alla leið þangað. Hvort sem að þú kemur úr Grindavík eða Reykjavík þá er ekki eins og það sé stutt að fara út í Krísuvík. Þetta er langt frá því að vera í alfaraleið og miklu styttra á næstu Sorpustöð, þetta er alveg fáránlegt,“ segir ljósmyndarinn sem vonast til þess að menn fari ekki að taka upp á þessu í miklum mæli. Í samtali við blaðamann sagði lögreglumaður á Suðurnesjum að við brotum sem þessum væru „lágmarkssektir“ upp á nokkur þúsund krónur. Ef menn væru staðnir að því að henda rusli væri þeim einnig gert að taka það upp eftir sig - sem í þessu tilviki gæti reynst fyrrnefndum umhverfissóðum þrautin þyngri.Af myndunum af dæma voru mennirnir stoltir af verki dagsins.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira