Trump-liðar hunsuðu sérfræðinga um öryggisheimildir Kjartan Kjartansson skrifar 2. apríl 2019 09:00 Spurningar hafa verið á sveimi um hvernig Jared Kushner og Ivanka Trump fengu öryggisheimild í Hvíta húsinu. Framburður uppljóstrara bendir til þess að pottur sé brotinn í ferli Hvíta hússins. Vísir/EPA Uppljóstrari í Hvíta húsinu fullyrðir að æðstu embættismenn ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafi tekið fram fyrir hendurnar á sérfræðingum og veitt að minnsta kosti 25 manns öryggisheimild sem hafði verið synjað um hana af ýmsum ástæðum. Tricia Newbold, embættismaður í starfsmannaöryggisdeild Hvíta hússins, gaf eftirlitsnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, skýrslu í síðasta mánuði en hún er sögð hafa lengi reynt að koma athugasemdum sínum við hvernig starfsmönnum voru veittar öryggisheimildir á framfæri innan Hvíta hússins. Hún hefur starfað í Hvíta húsinu í tíð fjögurra ríkisstjórna, allt frá því að Bill Clinton var forseti. Hún fullyrðir að hún og samstarfsmenn hennar hafi hafnað 25 umsóknum um öryggisheimild af ýmsum ástæðum, þar á meðal vegna „erlendra áhrifa, hagsmunaárekstra, vafasamrar persónulegrar hegðunar, fjárhagsvandræða, fíkniefnaneyslu og glæpsamlegrar hegðunar“, að sögn New York Times. Yfirboðarar Newbold hafi hins vegar virt álit sérfræðinganna að vettugi og veitt umsækjendunum öryggisheimildirnar sem veita opinberum starfsmönnum aðgang að gögn sem leynd hvílir yfir. Meðhöndlun þeirra á umsóknunum hafi ekki alltaf verið í þágu þjóðaröryggis Bandaríkjanna. Umsækjendurnir hafa ekki verið nafngreindir en í hópi þeirra eru sagðir tveir núverandi háttsettir embættismenn í Hvíta húsinu auk verktaka og annarra starfsmanna sem vinna á skrifstofu forsetans.Sakar fyrrverandi skrifstofustjóra um að reyna að niðurlægja sig Bandarískir fjölmiðlar hafa áður greint frá því að Trump forseti hafi persónulega gefið skipun um að Jared Kushner, tengdasonur hans og einn nánasti ráðgjafi, fengi öryggisheimild þrátt fyrir að sérfræðingar Hvíta hússins teldu hann ekki uppfylla skilyrði til þess í fyrra. Miklar áhyggjur voru sagðar af því að reynsluleysi og flókið net viðskiptahagsmuna gerðu erlendum ríkjum auðvelt að hafa áhrif á Kushner. Öryggisheimild hans var lækkuð um tíma. „Mér fannst að núna sé þetta síðasta von mín um að koma heildum aftur á skrifstofuna okkar,“ sagði Newbold við þingnefndina samkvæmt minnisblaði sem demókratar sem stýra eftirlitsnefndinni sendu frá sér í gær. Demókratar hafa krafið Pat Cipollone, yfirlögfræðing Hvíta hússins um gögn sem tengjast því hvernig starfsfólki var veitt öryggisheimild og að starfsmenn Hvíta hússins gæfu nefndinni kost á viðtali. Cipollone hefur haldið því fram að forsetinn hafi óskorðað vald til að samþykkja eða synja fólki um öryggisheimildir og því hafi Bandaríkjaþing ekkert með það að setja fram kröfur á hendur Hvíta hússins. Newbold var leyst tímabundið frá störfum launalaust í Hvíta húsinu eftir að greint var frá öryggisheimild Kushner en er sögð komin aftur til starfa. Hún hefur sakað Carl Kline, fyrrverandi skrifstofustjóra deildarinnar hennar, um að hafa mismunað sér og beitt hana hefndaraðgerðum sem hafi verið ætlað að niðurlægja hana. Þannig hafi Kline látið færa gögn og bjöllu sem starfsmenn hringdu til að komast inn á skrifstofuna þannig að Newbold, sem er dvergvaxin, næði ekki í hana. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hunsaði ráðleggingar um öryggisheimild tengdasonarins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra sínum, að veita Jared Kushner, tengdasyni sínum, öryggisheimild. 1. mars 2019 10:30 Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26 Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30 Kushner sagður nota WhatsApp til að ræða við erlenda aðila Þrátt fyrir að gagnaöryggi hafi verið miðpunktur forsetakosninganna árið 2016 virðist dóttir og tengdasonur Trump forseta hafa notað persónuleg samskiptaforrit til að reka opinber erindi. 21. mars 2019 21:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Uppljóstrari í Hvíta húsinu fullyrðir að æðstu embættismenn ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafi tekið fram fyrir hendurnar á sérfræðingum og veitt að minnsta kosti 25 manns öryggisheimild sem hafði verið synjað um hana af ýmsum ástæðum. Tricia Newbold, embættismaður í starfsmannaöryggisdeild Hvíta hússins, gaf eftirlitsnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, skýrslu í síðasta mánuði en hún er sögð hafa lengi reynt að koma athugasemdum sínum við hvernig starfsmönnum voru veittar öryggisheimildir á framfæri innan Hvíta hússins. Hún hefur starfað í Hvíta húsinu í tíð fjögurra ríkisstjórna, allt frá því að Bill Clinton var forseti. Hún fullyrðir að hún og samstarfsmenn hennar hafi hafnað 25 umsóknum um öryggisheimild af ýmsum ástæðum, þar á meðal vegna „erlendra áhrifa, hagsmunaárekstra, vafasamrar persónulegrar hegðunar, fjárhagsvandræða, fíkniefnaneyslu og glæpsamlegrar hegðunar“, að sögn New York Times. Yfirboðarar Newbold hafi hins vegar virt álit sérfræðinganna að vettugi og veitt umsækjendunum öryggisheimildirnar sem veita opinberum starfsmönnum aðgang að gögn sem leynd hvílir yfir. Meðhöndlun þeirra á umsóknunum hafi ekki alltaf verið í þágu þjóðaröryggis Bandaríkjanna. Umsækjendurnir hafa ekki verið nafngreindir en í hópi þeirra eru sagðir tveir núverandi háttsettir embættismenn í Hvíta húsinu auk verktaka og annarra starfsmanna sem vinna á skrifstofu forsetans.Sakar fyrrverandi skrifstofustjóra um að reyna að niðurlægja sig Bandarískir fjölmiðlar hafa áður greint frá því að Trump forseti hafi persónulega gefið skipun um að Jared Kushner, tengdasonur hans og einn nánasti ráðgjafi, fengi öryggisheimild þrátt fyrir að sérfræðingar Hvíta hússins teldu hann ekki uppfylla skilyrði til þess í fyrra. Miklar áhyggjur voru sagðar af því að reynsluleysi og flókið net viðskiptahagsmuna gerðu erlendum ríkjum auðvelt að hafa áhrif á Kushner. Öryggisheimild hans var lækkuð um tíma. „Mér fannst að núna sé þetta síðasta von mín um að koma heildum aftur á skrifstofuna okkar,“ sagði Newbold við þingnefndina samkvæmt minnisblaði sem demókratar sem stýra eftirlitsnefndinni sendu frá sér í gær. Demókratar hafa krafið Pat Cipollone, yfirlögfræðing Hvíta hússins um gögn sem tengjast því hvernig starfsfólki var veitt öryggisheimild og að starfsmenn Hvíta hússins gæfu nefndinni kost á viðtali. Cipollone hefur haldið því fram að forsetinn hafi óskorðað vald til að samþykkja eða synja fólki um öryggisheimildir og því hafi Bandaríkjaþing ekkert með það að setja fram kröfur á hendur Hvíta hússins. Newbold var leyst tímabundið frá störfum launalaust í Hvíta húsinu eftir að greint var frá öryggisheimild Kushner en er sögð komin aftur til starfa. Hún hefur sakað Carl Kline, fyrrverandi skrifstofustjóra deildarinnar hennar, um að hafa mismunað sér og beitt hana hefndaraðgerðum sem hafi verið ætlað að niðurlægja hana. Þannig hafi Kline látið færa gögn og bjöllu sem starfsmenn hringdu til að komast inn á skrifstofuna þannig að Newbold, sem er dvergvaxin, næði ekki í hana.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hunsaði ráðleggingar um öryggisheimild tengdasonarins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra sínum, að veita Jared Kushner, tengdasyni sínum, öryggisheimild. 1. mars 2019 10:30 Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26 Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30 Kushner sagður nota WhatsApp til að ræða við erlenda aðila Þrátt fyrir að gagnaöryggi hafi verið miðpunktur forsetakosninganna árið 2016 virðist dóttir og tengdasonur Trump forseta hafa notað persónuleg samskiptaforrit til að reka opinber erindi. 21. mars 2019 21:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Hunsaði ráðleggingar um öryggisheimild tengdasonarins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra sínum, að veita Jared Kushner, tengdasyni sínum, öryggisheimild. 1. mars 2019 10:30
Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15
Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26
Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30
Kushner sagður nota WhatsApp til að ræða við erlenda aðila Þrátt fyrir að gagnaöryggi hafi verið miðpunktur forsetakosninganna árið 2016 virðist dóttir og tengdasonur Trump forseta hafa notað persónuleg samskiptaforrit til að reka opinber erindi. 21. mars 2019 21:00