Kosningar fara vel af stað í Kongó 30. júlí 2006 12:42 Atkvæðagreiðsla hófst í dag í fyrstu lýðræðislegu kosningum í Afríkuríkinu Kongó í fjóra áratugi. Miklar vonir eru bundnar við kosningarnar, eftir óstjórn og ofbeldi undanfarinna ára. Langar raðir kjósenda höfðu myndast fyrir utan kjörstaði í Kinshasa í morgun. Lögregla grannskoðaði hvort fólk hefði vopn á sér og hélt uppi strangri öryggisgæslu í grennd við kjörstaði. Þrjátíu og þrír sækjast eftir embætti forseta landsins og níu þúsund frambjóðendur eru um 500 þingsæti. Hinn ungi forseti landsins, Joseph Kabila, er líklegastur til að fara með sigur af hólmi, en auk hans eru í kjöri skæruliðaforingjar og fyrrverandi bandamenn Mobutu Sese Seko, forsetans sem hélt Kongó í viðjum fátæktar í áratugi, en er nú fallinn frá. Í Kongó búa um sextíu milljón manns og af þeim hafa 25 milljónir rétt til að greiða atkvæði í dag. Sameinuðu þjóðirnar sjá um framkvæmd kosninganna, sem kostar um þrjátíu milljarða króna enda eru flugvélar og þyrlur notaðar til að ferja kjörkassa í þessu víðfeðma landi sem er á stærð við vestur-Evrópu. Um 17.600 friðargæsluliðar eru á staðnum, en það eru fjölmennustu hersveitir sem Sameinuðu þjóðirnar hafa í nokkru landi. Frá 1996 - 2002 var harðvítug borgarastyrjöld í Kongó, sem líkja má við heimsstyrjöld því á tímabili tóku níu erlend ríki þátt í átökunum. Enn blossa upp skærur í landinu nær daglega og því er ljóst að ekki munu allir komast í kjörklefan sem hafa áhuga á því. Kongóbúar hafa þó veika von um að dagurinn í dag verði upphafið að nýrri og betri tíð. Erlent Fréttir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Atkvæðagreiðsla hófst í dag í fyrstu lýðræðislegu kosningum í Afríkuríkinu Kongó í fjóra áratugi. Miklar vonir eru bundnar við kosningarnar, eftir óstjórn og ofbeldi undanfarinna ára. Langar raðir kjósenda höfðu myndast fyrir utan kjörstaði í Kinshasa í morgun. Lögregla grannskoðaði hvort fólk hefði vopn á sér og hélt uppi strangri öryggisgæslu í grennd við kjörstaði. Þrjátíu og þrír sækjast eftir embætti forseta landsins og níu þúsund frambjóðendur eru um 500 þingsæti. Hinn ungi forseti landsins, Joseph Kabila, er líklegastur til að fara með sigur af hólmi, en auk hans eru í kjöri skæruliðaforingjar og fyrrverandi bandamenn Mobutu Sese Seko, forsetans sem hélt Kongó í viðjum fátæktar í áratugi, en er nú fallinn frá. Í Kongó búa um sextíu milljón manns og af þeim hafa 25 milljónir rétt til að greiða atkvæði í dag. Sameinuðu þjóðirnar sjá um framkvæmd kosninganna, sem kostar um þrjátíu milljarða króna enda eru flugvélar og þyrlur notaðar til að ferja kjörkassa í þessu víðfeðma landi sem er á stærð við vestur-Evrópu. Um 17.600 friðargæsluliðar eru á staðnum, en það eru fjölmennustu hersveitir sem Sameinuðu þjóðirnar hafa í nokkru landi. Frá 1996 - 2002 var harðvítug borgarastyrjöld í Kongó, sem líkja má við heimsstyrjöld því á tímabili tóku níu erlend ríki þátt í átökunum. Enn blossa upp skærur í landinu nær daglega og því er ljóst að ekki munu allir komast í kjörklefan sem hafa áhuga á því. Kongóbúar hafa þó veika von um að dagurinn í dag verði upphafið að nýrri og betri tíð.
Erlent Fréttir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira