Erlent

Jemenskir að­skilnaðar­sinnar lýsa yfir sjálf­stæði

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Aðskilnaðarsinnar veifa fána jemenskra aðskilnaðarsinna.
Aðskilnaðarsinnar veifa fána jemenskra aðskilnaðarsinna. EPA/NAJEEB ALMAHBOOBI

Jemenskir aðskilnaðarsinnar í suðurhluta Jemen hafa lýst yfir sjálfstæði og brutu þar með vopnahlé sem undirritað var í nóvember við ríkisstjórn landsins. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.

Samkvæmt yfirlýsingu hreyfingar aðskilnaðarsinna í sunnanverðri Jemen, STC, tóku þeir við stjórninni í hafnarborginni Aden og fleiri héruðum í sunnanverðu landinu á miðnætti. Ríkisstjórn landsins varar við því að vendingarnar muni hafa alvarlegar afleiðingar.

Hreyfing aðskilnaðarsinna í sunnanverðri Jemen, STC, sakar ríkisstjórnina um spillingu og óstjórn en borgarastríðið milli uppreisnarmanna og ríkisstjórnarinnar hefur staðið yfir frá árinu 2015. Ríkisstjórn landsins hefur hlotið stuðning Sádi-Araba og alþjóðasamfélagsins en STC hefur verið stutt af Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum.

Stríðið hefur leikið almenna borgara Jemen grátt, en þar hefur ríkt neyðarástand og hungursneyð síðan stríðið hófst. Meira en 100 þúsund almennir borgarar hafa látið lífið.


Tengdar fréttir

Tvöfalt fleiri gætu liðið hungur vegna faraldursins

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) varar við því að tvöfalt fleiri jarðarbúar gætu staðið frammi fyrir bráðum matvælaóöryggi á þessu ári vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiruheimsfaraldursins en áður. Um 265 milljónir manna gætu þá verið í hættu á að líða hungur.

Lýsa yfir vopnahléi í Jemen

Hersveitir sem leiddar eru af sádiarabískum herafla og barist hafa við sveitir Húta í Jemen hafa lýst yfir vopnahlé í ríkinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.