Erlent

Enn óljóst hvort Hútar handsömuðu þúsundir

Samúel Karl Ólason skrifar
Ofurstinn Yahiya Sarea, talsmaður Húta, hélt blaðamannafund í dag þar sem hann fór yfir myndefnið án þess þó að taka fram hvenær það var tekið.
Ofurstinn Yahiya Sarea, talsmaður Húta, hélt blaðamannafund í dag þar sem hann fór yfir myndefnið án þess þó að taka fram hvenær það var tekið. AP/Hani Mohammed
Hútar hafa birt myndefni sem þeir segja að sýni stór árás þeirra á hersveitir Sádi-Arabíu og bandamanna þeirra við landamæri Jemen og Sádi-Arabíu. Uppreisnarmennirnir halda því fram að þeir hafi fellt hundruð hermanna og handsamað þúsundir. Það gerðu þeir fyrst í gær en yfirvöld Sádi-Arabíu hafa enn ekki tjáð sig um staðhæfingar Húta.

Á myndefninu má sjá árásir á bílalest og svo virðist sem að fjöldi manna séu leiddir fyrir myndavélar en enginn þeirra er þó í herklæðnaði. Tveir mannanna sögðust vera frá Sádi-Arabíu, samkvæmt Reuters.Sjá einnig: Segjast hafa handsamað þúsundir hermanna SádaEinnig má sjá brynvarin farartæki, sem Hútar segjast hafa komið höndum yfir í árásinni.

Ofurstinn Yahiya Sarea, talsmaður Húta, hélt blaðamannafund í dag þar sem hann fór yfir myndefnið án þess þó að taka fram hvenær það var tekið. Þá hafa fjölmiðlar ytra ekki getað staðfest yfirlýsingar Húta. Sarea sjálfur sagði, samkvæmt BBC, að ekki væri hægt að sýna myndefni sem sannaði mál þeirra, af öryggisástæðum.

Hér að neðan má sjá hluta myndefnisins sem Hútar opinberuðu í dag.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.