Erdogan að færa Tyrkland í átt til einræðis Una Sighvatsdóttir skrifar 19. júlí 2016 19:13 Hinar pólitísku hreinsanir í Tyrklandi teygja sig víða og nú hefur yfir 15 þúsund kennurum verið vikið frá störfum, til viðbótar við þúsundir lögreglumanna og dómara og fjöldahandtökur hermanna. Þá hefur starfsleyfi 24 útvarps- og sjónvarpsstöðva verið afturkallað, allt vegna meintra tengsla við klerkinn Fethullah Gulen sem er höfuðandstæðingur Ergodan forseta. Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu í dag valdaránstilraunina en lýsti um leið áhyggjum yfir framferði tyrkneskra stjórnvalda og sagði Ravina Shamdasani, talsmaður Mannréttindaráðs SÞ, að hreinsanir í stétt dómara og tilviljanakenndar handtökur veki ugg.Áður daðrað við einræði Erdogan hefur áður verið þekktur að því að daðra við einræði með því að virða hvorki tjáningarfrelsi né borgararéttindi. Ármann Snævarr stjórnmálafræðingur, sem fylgst hefur náið með tyrkneskum stjórnmálum, segist þó hika við að kalla hann einræðisherra fullum fetum, í ljósi þess að hann hefur lýðræðislegt umboð eftir kosningar. „En það er engin spurning um að hann er á ákveðinni vegferð í því að gera Tyrkland að einræðisríki, segir Ármann. Hann telur allar líkur á því að Erdogan nýti sterkari stöðu sína nú eftir valdaránstilraunina til að sverja sig enn frekar úr ætt við lýðræðið. „Ég held að það sé líklegt að hann muni gera það og hann sagði nú einhvern tíma um lýðræðið að það væri eins og strætó sem maður stígur upp í og svo þegar maður er kominn á áfangastað þá stígur maður niður aftur. Ég held að það lýsi hans hugsunarhætti afskaplega vel."De facto forsetaræði þótt stjórnarskráin segi annað Erdogan varð forseti þegar hann hafði setið eins lengi sem forsætisráðherra og lög leyfðu og hefur síðustu misseri unnið að því að koma á formlegu forsetaræði í Tyrklandi. De facto má þó segja sé þingræðið varla nema í orði. „Í raun held ég að það yrði ekki það mikil breyting því þó hann vilji fá þetta ákveðna lögmæti sem hann myndi fá þá er reyndin sú að það er forsetaræði í Tyrklandi í dag. Það er einn maður sem ræður mestu og það eru alveg dæmi um það að hann hefur verið að halda ríkisstjórnarfundi undir sinni leiðsögn. Það er ekki eitthvað sem þekkist almennt í þingræði," segir Ármann. Talsmaður forsetans sagði í dag að formleg krafa um afsal Fethullah Gulens frá Bandaríkjunum sé í undirbúningi. Þá hét forsætisráðherrann því að þeir sem stóðu að valdaráninu verði sóttir til saka innan ramma laga og mannréttinda, en umheimurinn býður þess nú að sjá hvort staðið verði við það þegar réttarhöld hefjast. Tengdar fréttir Fimmtán þúsund starfsmönnum menntakerfis Tyrklands vikið úr starfi Hreinsanir forsetans standa enn yfir eftir valdaránstilraunina á föstudag. 19. júlí 2016 15:45 Versta valdaránið Fréttin af tilrauninni til valdaráns í Tyrklandi er enn ein fréttin sem skelfir okkur. 18. júlí 2016 13:06 Gülen stjórnar hreyfingu sinni úr útlegð Erdogan Tyrklandsforseti og klerkurinn Fetúla Gülen voru í eina tíð bandamenn. Nú eru aðrir tímar og Erdogan segir Gülen hafa staðið á bak við valdaránstilraun hersins í Tyrklandi. Gülen segir ekkert hæft í því. Herferð Erdogans gegn 19. júlí 2016 07:00 Átta þúsund lögreglumönnum vikið úr starfi í Tyrklandi Nú þegar eru um 6.000 meðlimir úr dómskerfinu og hernum, þar á meðal hershöfðingjar, í haldi. 18. júlí 2016 11:33 6000 handteknir í Tyrklandi: Erdogan útilokar ekki að beita dauðarefsingunni Í Tyrklandi hefur verið sett fram sú krafa að þeir verði teknir af lífi án dóms og laga. 17. júlí 2016 13:20 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Hinar pólitísku hreinsanir í Tyrklandi teygja sig víða og nú hefur yfir 15 þúsund kennurum verið vikið frá störfum, til viðbótar við þúsundir lögreglumanna og dómara og fjöldahandtökur hermanna. Þá hefur starfsleyfi 24 útvarps- og sjónvarpsstöðva verið afturkallað, allt vegna meintra tengsla við klerkinn Fethullah Gulen sem er höfuðandstæðingur Ergodan forseta. Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu í dag valdaránstilraunina en lýsti um leið áhyggjum yfir framferði tyrkneskra stjórnvalda og sagði Ravina Shamdasani, talsmaður Mannréttindaráðs SÞ, að hreinsanir í stétt dómara og tilviljanakenndar handtökur veki ugg.Áður daðrað við einræði Erdogan hefur áður verið þekktur að því að daðra við einræði með því að virða hvorki tjáningarfrelsi né borgararéttindi. Ármann Snævarr stjórnmálafræðingur, sem fylgst hefur náið með tyrkneskum stjórnmálum, segist þó hika við að kalla hann einræðisherra fullum fetum, í ljósi þess að hann hefur lýðræðislegt umboð eftir kosningar. „En það er engin spurning um að hann er á ákveðinni vegferð í því að gera Tyrkland að einræðisríki, segir Ármann. Hann telur allar líkur á því að Erdogan nýti sterkari stöðu sína nú eftir valdaránstilraunina til að sverja sig enn frekar úr ætt við lýðræðið. „Ég held að það sé líklegt að hann muni gera það og hann sagði nú einhvern tíma um lýðræðið að það væri eins og strætó sem maður stígur upp í og svo þegar maður er kominn á áfangastað þá stígur maður niður aftur. Ég held að það lýsi hans hugsunarhætti afskaplega vel."De facto forsetaræði þótt stjórnarskráin segi annað Erdogan varð forseti þegar hann hafði setið eins lengi sem forsætisráðherra og lög leyfðu og hefur síðustu misseri unnið að því að koma á formlegu forsetaræði í Tyrklandi. De facto má þó segja sé þingræðið varla nema í orði. „Í raun held ég að það yrði ekki það mikil breyting því þó hann vilji fá þetta ákveðna lögmæti sem hann myndi fá þá er reyndin sú að það er forsetaræði í Tyrklandi í dag. Það er einn maður sem ræður mestu og það eru alveg dæmi um það að hann hefur verið að halda ríkisstjórnarfundi undir sinni leiðsögn. Það er ekki eitthvað sem þekkist almennt í þingræði," segir Ármann. Talsmaður forsetans sagði í dag að formleg krafa um afsal Fethullah Gulens frá Bandaríkjunum sé í undirbúningi. Þá hét forsætisráðherrann því að þeir sem stóðu að valdaráninu verði sóttir til saka innan ramma laga og mannréttinda, en umheimurinn býður þess nú að sjá hvort staðið verði við það þegar réttarhöld hefjast.
Tengdar fréttir Fimmtán þúsund starfsmönnum menntakerfis Tyrklands vikið úr starfi Hreinsanir forsetans standa enn yfir eftir valdaránstilraunina á föstudag. 19. júlí 2016 15:45 Versta valdaránið Fréttin af tilrauninni til valdaráns í Tyrklandi er enn ein fréttin sem skelfir okkur. 18. júlí 2016 13:06 Gülen stjórnar hreyfingu sinni úr útlegð Erdogan Tyrklandsforseti og klerkurinn Fetúla Gülen voru í eina tíð bandamenn. Nú eru aðrir tímar og Erdogan segir Gülen hafa staðið á bak við valdaránstilraun hersins í Tyrklandi. Gülen segir ekkert hæft í því. Herferð Erdogans gegn 19. júlí 2016 07:00 Átta þúsund lögreglumönnum vikið úr starfi í Tyrklandi Nú þegar eru um 6.000 meðlimir úr dómskerfinu og hernum, þar á meðal hershöfðingjar, í haldi. 18. júlí 2016 11:33 6000 handteknir í Tyrklandi: Erdogan útilokar ekki að beita dauðarefsingunni Í Tyrklandi hefur verið sett fram sú krafa að þeir verði teknir af lífi án dóms og laga. 17. júlí 2016 13:20 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Fimmtán þúsund starfsmönnum menntakerfis Tyrklands vikið úr starfi Hreinsanir forsetans standa enn yfir eftir valdaránstilraunina á föstudag. 19. júlí 2016 15:45
Versta valdaránið Fréttin af tilrauninni til valdaráns í Tyrklandi er enn ein fréttin sem skelfir okkur. 18. júlí 2016 13:06
Gülen stjórnar hreyfingu sinni úr útlegð Erdogan Tyrklandsforseti og klerkurinn Fetúla Gülen voru í eina tíð bandamenn. Nú eru aðrir tímar og Erdogan segir Gülen hafa staðið á bak við valdaránstilraun hersins í Tyrklandi. Gülen segir ekkert hæft í því. Herferð Erdogans gegn 19. júlí 2016 07:00
Átta þúsund lögreglumönnum vikið úr starfi í Tyrklandi Nú þegar eru um 6.000 meðlimir úr dómskerfinu og hernum, þar á meðal hershöfðingjar, í haldi. 18. júlí 2016 11:33
6000 handteknir í Tyrklandi: Erdogan útilokar ekki að beita dauðarefsingunni Í Tyrklandi hefur verið sett fram sú krafa að þeir verði teknir af lífi án dóms og laga. 17. júlí 2016 13:20