Óttar Magnús á heimleið og spilar með Víkingi í sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. apríl 2016 16:05 Óttar Magnús Karlsson við undirskriftina hjá Ajax ásamt Marc Overmars, yfirmanni knattspyrnumála hjá Ajax. mynd/ajax.nl Víkingum er að berast frekari liðsstyrkur fyrir komandi átök í Pepsi-deild karla í fótbolta. Unglingalandsliðsmaðurinn Óttar Magnús Karlsson er á heimleið eftir þrjú ár hjá Ajax í Hollandi og spilar með Víkingi í sumar. Óttar, sem verður 19 ára gamall á árinu, er uppalinn hjá Víkingi en hann gekk í raðir Ajax sumarið 2013 og hefur þar verið í unglingaakademíu þess fornfræga hollenska risa. Hann var undir lok síðasta árs lánaður til Spörtu í Rotterdam þar sem hann hefur spilað með varaliðinu. Ajax og Víkingur eru að ganga frá pappírsvinnu sín á milli áður en Óttar getur snúið heim. Óttar Magnús er fastamaður í U19 ára landsliði Íslands, en hann á í heildina 24 landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.Milos Milojevic þekkir vel til Óttars Magnúsar.vísir/andri marinóÞarf að komast aftur í gang „Ég þjálfaði Óttar í fjögur eða fimm ár áður en hann fór út þannig ég veit alveg hvað hann getur. Hann getur orðið algjör framtíðarleikmaður fyrir Víking,“ segir Milos Milojevic, þjálfari Víkings, í samtali við Vísi. Óttar er stór og sterkur framherji sem getur leyst fleiri stöður fremst á vellinum. Hann hefur þó ekki enn spilað meistaraflokksleik á ferlinum og tekst því á við nýja áskorun hjá sínu uppeldisfélagi. „Við þurfum að koma honum í gang og fá hann til að byrja aftur og hugsa eins og hinir í liðinu. Ég þarf líka að sjá hvar hann er líkamlega staddur en ef ég þekki hann rétt er Óttar í góðu formi eins og hann hefur alltaf verið. Nú þarf hann bara að fara að spila meistaraflokksbolta og taka næsta skref,“ segir Milos. Serbinn, sem tók einn við Víkingsliðinu á miðju síðasta sumri og bjargaði sæti þess í Pepsi-deildinni, segir að Óttar sé nógu góður til að komast í byrjunarlið Víkings en það sé undir honum komið. Með komu hans hafa Víkingar lokið sér af á leikmannamarkaðnum í bili. „Eins og staðan er núna með Óttar þá er þetta komið. Við hópinn bætist svo Tómas Guðmundsson þegar hann kemur heim eftir tvær vikur. Óttar er þessi vinstri fótar leikmaður sem við vorum að leita að. Breiddin er mikil í hópnum núna og hópurinn er sterkur. Einn í viðbót væri of mikið í augnablikinu en svo veit maður ekkert hvernig þetta allt þróast,“ segir Milos Milojevic. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Víkingum er að berast frekari liðsstyrkur fyrir komandi átök í Pepsi-deild karla í fótbolta. Unglingalandsliðsmaðurinn Óttar Magnús Karlsson er á heimleið eftir þrjú ár hjá Ajax í Hollandi og spilar með Víkingi í sumar. Óttar, sem verður 19 ára gamall á árinu, er uppalinn hjá Víkingi en hann gekk í raðir Ajax sumarið 2013 og hefur þar verið í unglingaakademíu þess fornfræga hollenska risa. Hann var undir lok síðasta árs lánaður til Spörtu í Rotterdam þar sem hann hefur spilað með varaliðinu. Ajax og Víkingur eru að ganga frá pappírsvinnu sín á milli áður en Óttar getur snúið heim. Óttar Magnús er fastamaður í U19 ára landsliði Íslands, en hann á í heildina 24 landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.Milos Milojevic þekkir vel til Óttars Magnúsar.vísir/andri marinóÞarf að komast aftur í gang „Ég þjálfaði Óttar í fjögur eða fimm ár áður en hann fór út þannig ég veit alveg hvað hann getur. Hann getur orðið algjör framtíðarleikmaður fyrir Víking,“ segir Milos Milojevic, þjálfari Víkings, í samtali við Vísi. Óttar er stór og sterkur framherji sem getur leyst fleiri stöður fremst á vellinum. Hann hefur þó ekki enn spilað meistaraflokksleik á ferlinum og tekst því á við nýja áskorun hjá sínu uppeldisfélagi. „Við þurfum að koma honum í gang og fá hann til að byrja aftur og hugsa eins og hinir í liðinu. Ég þarf líka að sjá hvar hann er líkamlega staddur en ef ég þekki hann rétt er Óttar í góðu formi eins og hann hefur alltaf verið. Nú þarf hann bara að fara að spila meistaraflokksbolta og taka næsta skref,“ segir Milos. Serbinn, sem tók einn við Víkingsliðinu á miðju síðasta sumri og bjargaði sæti þess í Pepsi-deildinni, segir að Óttar sé nógu góður til að komast í byrjunarlið Víkings en það sé undir honum komið. Með komu hans hafa Víkingar lokið sér af á leikmannamarkaðnum í bili. „Eins og staðan er núna með Óttar þá er þetta komið. Við hópinn bætist svo Tómas Guðmundsson þegar hann kemur heim eftir tvær vikur. Óttar er þessi vinstri fótar leikmaður sem við vorum að leita að. Breiddin er mikil í hópnum núna og hópurinn er sterkur. Einn í viðbót væri of mikið í augnablikinu en svo veit maður ekkert hvernig þetta allt þróast,“ segir Milos Milojevic.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira