Óttar Magnús á heimleið og spilar með Víkingi í sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. apríl 2016 16:05 Óttar Magnús Karlsson við undirskriftina hjá Ajax ásamt Marc Overmars, yfirmanni knattspyrnumála hjá Ajax. mynd/ajax.nl Víkingum er að berast frekari liðsstyrkur fyrir komandi átök í Pepsi-deild karla í fótbolta. Unglingalandsliðsmaðurinn Óttar Magnús Karlsson er á heimleið eftir þrjú ár hjá Ajax í Hollandi og spilar með Víkingi í sumar. Óttar, sem verður 19 ára gamall á árinu, er uppalinn hjá Víkingi en hann gekk í raðir Ajax sumarið 2013 og hefur þar verið í unglingaakademíu þess fornfræga hollenska risa. Hann var undir lok síðasta árs lánaður til Spörtu í Rotterdam þar sem hann hefur spilað með varaliðinu. Ajax og Víkingur eru að ganga frá pappírsvinnu sín á milli áður en Óttar getur snúið heim. Óttar Magnús er fastamaður í U19 ára landsliði Íslands, en hann á í heildina 24 landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.Milos Milojevic þekkir vel til Óttars Magnúsar.vísir/andri marinóÞarf að komast aftur í gang „Ég þjálfaði Óttar í fjögur eða fimm ár áður en hann fór út þannig ég veit alveg hvað hann getur. Hann getur orðið algjör framtíðarleikmaður fyrir Víking,“ segir Milos Milojevic, þjálfari Víkings, í samtali við Vísi. Óttar er stór og sterkur framherji sem getur leyst fleiri stöður fremst á vellinum. Hann hefur þó ekki enn spilað meistaraflokksleik á ferlinum og tekst því á við nýja áskorun hjá sínu uppeldisfélagi. „Við þurfum að koma honum í gang og fá hann til að byrja aftur og hugsa eins og hinir í liðinu. Ég þarf líka að sjá hvar hann er líkamlega staddur en ef ég þekki hann rétt er Óttar í góðu formi eins og hann hefur alltaf verið. Nú þarf hann bara að fara að spila meistaraflokksbolta og taka næsta skref,“ segir Milos. Serbinn, sem tók einn við Víkingsliðinu á miðju síðasta sumri og bjargaði sæti þess í Pepsi-deildinni, segir að Óttar sé nógu góður til að komast í byrjunarlið Víkings en það sé undir honum komið. Með komu hans hafa Víkingar lokið sér af á leikmannamarkaðnum í bili. „Eins og staðan er núna með Óttar þá er þetta komið. Við hópinn bætist svo Tómas Guðmundsson þegar hann kemur heim eftir tvær vikur. Óttar er þessi vinstri fótar leikmaður sem við vorum að leita að. Breiddin er mikil í hópnum núna og hópurinn er sterkur. Einn í viðbót væri of mikið í augnablikinu en svo veit maður ekkert hvernig þetta allt þróast,“ segir Milos Milojevic. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Sjá meira
Víkingum er að berast frekari liðsstyrkur fyrir komandi átök í Pepsi-deild karla í fótbolta. Unglingalandsliðsmaðurinn Óttar Magnús Karlsson er á heimleið eftir þrjú ár hjá Ajax í Hollandi og spilar með Víkingi í sumar. Óttar, sem verður 19 ára gamall á árinu, er uppalinn hjá Víkingi en hann gekk í raðir Ajax sumarið 2013 og hefur þar verið í unglingaakademíu þess fornfræga hollenska risa. Hann var undir lok síðasta árs lánaður til Spörtu í Rotterdam þar sem hann hefur spilað með varaliðinu. Ajax og Víkingur eru að ganga frá pappírsvinnu sín á milli áður en Óttar getur snúið heim. Óttar Magnús er fastamaður í U19 ára landsliði Íslands, en hann á í heildina 24 landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.Milos Milojevic þekkir vel til Óttars Magnúsar.vísir/andri marinóÞarf að komast aftur í gang „Ég þjálfaði Óttar í fjögur eða fimm ár áður en hann fór út þannig ég veit alveg hvað hann getur. Hann getur orðið algjör framtíðarleikmaður fyrir Víking,“ segir Milos Milojevic, þjálfari Víkings, í samtali við Vísi. Óttar er stór og sterkur framherji sem getur leyst fleiri stöður fremst á vellinum. Hann hefur þó ekki enn spilað meistaraflokksleik á ferlinum og tekst því á við nýja áskorun hjá sínu uppeldisfélagi. „Við þurfum að koma honum í gang og fá hann til að byrja aftur og hugsa eins og hinir í liðinu. Ég þarf líka að sjá hvar hann er líkamlega staddur en ef ég þekki hann rétt er Óttar í góðu formi eins og hann hefur alltaf verið. Nú þarf hann bara að fara að spila meistaraflokksbolta og taka næsta skref,“ segir Milos. Serbinn, sem tók einn við Víkingsliðinu á miðju síðasta sumri og bjargaði sæti þess í Pepsi-deildinni, segir að Óttar sé nógu góður til að komast í byrjunarlið Víkings en það sé undir honum komið. Með komu hans hafa Víkingar lokið sér af á leikmannamarkaðnum í bili. „Eins og staðan er núna með Óttar þá er þetta komið. Við hópinn bætist svo Tómas Guðmundsson þegar hann kemur heim eftir tvær vikur. Óttar er þessi vinstri fótar leikmaður sem við vorum að leita að. Breiddin er mikil í hópnum núna og hópurinn er sterkur. Einn í viðbót væri of mikið í augnablikinu en svo veit maður ekkert hvernig þetta allt þróast,“ segir Milos Milojevic.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Sjá meira