Sportpakkinn: Öskubuskuævintýri Atalanta heldur áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 15:30 Hans Hateboer fagnar öðru marka sinna fyrir Atalanta í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Getty/Marcio Machado Atalanta er í mjög góðum málum í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 4-1 sigur á Valencia í fyrri leik liðanna í gær. Arnar Björnsson skoðaði þetta ævintýratímabil hjá Atalanta liðinu. Atalanta varð í þriðja sæti í ítölsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð eftir æsispennandi baráttu við Inter, AC Milan og Roma. Sigur á Sassuolo í lokaleiknum 3-1 eftir að hafa lent undir varð til þess að liðið tryggði sér sæti í meistaradeildinni. Árangur Atalanta í serie a á síðustu leiktíð var athyglisverður í ljósi þess liðið byrjaði hörmulega, vann í fyrstu umferð en tókst ekki að vinna í næstu 7 leikjum. Atalanta tapaði ekki í 13 síðustu leikjunum og í fyrsta sinn gátu stuðningsmennirnir séð lið sitt spila í Meistaradeildinni. Byrjunin þar var hörmuleg, 4-0 tap gegn Dinamo Zagreb. Ekki gékk betur í næsta leik þegar Atalanta tapaði 1-2 á heimavelli fyrir Shaktar Donetsk. 5-1 tap gegn Manchester City var ekki til að gleðja stuðningsmennina sem voru nánast búnir að afskrifa möguleikann á að komast í útsláttarkeppnina. Fyrsta stig félagsins í meistaradeildinni kom í 4. umferðinni, 1-1 gegn Manchester City. „Það er vonlaust að komast áfram, sögðu þeir grjóthörðustu. En Atalanta vann tvo síðustu leikina og 7 stig dugðu til að komast í 16-liða úrslit. Hér fyrir neðan má sjá frétt Arnars Björnssonar um ævintýratímabilið hjá Atalanta. Klippa: Sportpakkinn: Öskubuskuævintýri Atalanta heldur áfram Gian Piero Gasperini er búinn að vinna kraftaverk sem knattspyrnustjóri. Hann var knattspyrnustjóri hjá Parma en staldraði þar stutt við og beið í þrjú ár eftir næsta tækifæri. Hann tók við Atalanta í júní 2016 og á sínu fyrsta ári endaði liðið í fjórða sæti. Þá fengu Ítalir tvö lið beint í meistaradeildina en liðið í þriðja sæti, Napoli, fór í umspil um sæti í deild þeirra bestu. Fjórða sætið dugði Atalanta aðeins til að komast í Evrópudeildina. Á þessari leiktíð hefur Atalanta haldið áfram að blómstra er í fjórða sæti. Eftir sigur á Roma um síðustu helgi er Atalanta með 6 stiga forystu á Roma sem er í sætinu fyrir neðan. Atalanta er það lið sem skorar flest mörk allra liða á Ítalíu, mörkin eru orðin 63 í 24 leikjum. Lazio hefur skorað næst flest mörk, 55. Heimavöllur Atalanta, Gewiss Stadium í Bergamo, tekur um 20 þúsund áhorfendur en liðið spilar heimaleikina í meistaradeildinni á San Siro vellinum í Mílanó. Rúmlega 44 þúsund áhorfendur mættu á leikinn í gærkvöldi þegar Atalana og Valencia hófu baráttu sína um að komast í 8-liða úrslit keppninnar. Atalanta blés strax til sóknar, Josip Ilicic bjó til fínt færi fyrir Mario Pasalic en Jaume Domenech í marki Valencia varði. Þegar 15 mínútur voru búnar lagði Argentínumaðurinn Papu Gómez upp fyrsta markið, sending hans rataði á Hollendinginn Hans Hateboer. Áður en hálfleiknum lauk var Josip Ilicic búinn að koma Atalanta í 2-0, fast skot eftir fína sókn skilaði tveggja marka forystu í hálfleik. Atalanta leggur áherslu á sóknarleikinn og það stundum á kostnað varnarinnar. Valencia fékk færi til að koma sér inn í leikinn en tókst það ekki. Svisslendingurinn Remo Freuler skoraði þriðja markið á 57. mínútu. Freuler er einn margra leikmanna sem er búinn að vera lengi í liðinu, hann er á sinni fimmtu leiktíð. Hann er níundi leikmaðurinn sem skorar fyrir Atalanta í meistaradeildinni í vetur. Skömmu síðar var markvörðurinn Pierluigi Gollini stálheppinn, hann bjargaði sér þó úr klandrinu með því að verja frá Maxi Gomez. Þegar rúmur hálftími var eftir tók Hans Hateboer mikinn sprett upp hægri kantinn og skoraði fjórða mark Atalanta. Hollendingurinn er ekki búinn að skora í 20 leikjum í deildinni en skoraði fimm á síðustu leiktíð. Valencia minnkaði muninn um miðjan seinni hálfleikinn þegar Denis Cheryshev skoraði skömmu eftir að hann kom af varamannabekknum. Þrátt fyrir nokkur fín færi tókst Valencia ekki að skora og Atalanta vann 4-1. Öskubuskuævintýri þeirra heldur áfram. Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Tengdar fréttir 40 þúsund manns ferðuðust 55 km til að styðja við bakið á Atalanta Atalanta á nú mikla möguleika á því að komast í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liðið fær mikinn stuðning þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður í kringum heimaleiki félagsins. 20. febrúar 2020 12:30 Sjáðu mörkin sex úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Sex mörk voru skoruð í þeim tveimur leikjum sem fóru fram í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. 19. febrúar 2020 23:00 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Sjá meira
Atalanta er í mjög góðum málum í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 4-1 sigur á Valencia í fyrri leik liðanna í gær. Arnar Björnsson skoðaði þetta ævintýratímabil hjá Atalanta liðinu. Atalanta varð í þriðja sæti í ítölsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð eftir æsispennandi baráttu við Inter, AC Milan og Roma. Sigur á Sassuolo í lokaleiknum 3-1 eftir að hafa lent undir varð til þess að liðið tryggði sér sæti í meistaradeildinni. Árangur Atalanta í serie a á síðustu leiktíð var athyglisverður í ljósi þess liðið byrjaði hörmulega, vann í fyrstu umferð en tókst ekki að vinna í næstu 7 leikjum. Atalanta tapaði ekki í 13 síðustu leikjunum og í fyrsta sinn gátu stuðningsmennirnir séð lið sitt spila í Meistaradeildinni. Byrjunin þar var hörmuleg, 4-0 tap gegn Dinamo Zagreb. Ekki gékk betur í næsta leik þegar Atalanta tapaði 1-2 á heimavelli fyrir Shaktar Donetsk. 5-1 tap gegn Manchester City var ekki til að gleðja stuðningsmennina sem voru nánast búnir að afskrifa möguleikann á að komast í útsláttarkeppnina. Fyrsta stig félagsins í meistaradeildinni kom í 4. umferðinni, 1-1 gegn Manchester City. „Það er vonlaust að komast áfram, sögðu þeir grjóthörðustu. En Atalanta vann tvo síðustu leikina og 7 stig dugðu til að komast í 16-liða úrslit. Hér fyrir neðan má sjá frétt Arnars Björnssonar um ævintýratímabilið hjá Atalanta. Klippa: Sportpakkinn: Öskubuskuævintýri Atalanta heldur áfram Gian Piero Gasperini er búinn að vinna kraftaverk sem knattspyrnustjóri. Hann var knattspyrnustjóri hjá Parma en staldraði þar stutt við og beið í þrjú ár eftir næsta tækifæri. Hann tók við Atalanta í júní 2016 og á sínu fyrsta ári endaði liðið í fjórða sæti. Þá fengu Ítalir tvö lið beint í meistaradeildina en liðið í þriðja sæti, Napoli, fór í umspil um sæti í deild þeirra bestu. Fjórða sætið dugði Atalanta aðeins til að komast í Evrópudeildina. Á þessari leiktíð hefur Atalanta haldið áfram að blómstra er í fjórða sæti. Eftir sigur á Roma um síðustu helgi er Atalanta með 6 stiga forystu á Roma sem er í sætinu fyrir neðan. Atalanta er það lið sem skorar flest mörk allra liða á Ítalíu, mörkin eru orðin 63 í 24 leikjum. Lazio hefur skorað næst flest mörk, 55. Heimavöllur Atalanta, Gewiss Stadium í Bergamo, tekur um 20 þúsund áhorfendur en liðið spilar heimaleikina í meistaradeildinni á San Siro vellinum í Mílanó. Rúmlega 44 þúsund áhorfendur mættu á leikinn í gærkvöldi þegar Atalana og Valencia hófu baráttu sína um að komast í 8-liða úrslit keppninnar. Atalanta blés strax til sóknar, Josip Ilicic bjó til fínt færi fyrir Mario Pasalic en Jaume Domenech í marki Valencia varði. Þegar 15 mínútur voru búnar lagði Argentínumaðurinn Papu Gómez upp fyrsta markið, sending hans rataði á Hollendinginn Hans Hateboer. Áður en hálfleiknum lauk var Josip Ilicic búinn að koma Atalanta í 2-0, fast skot eftir fína sókn skilaði tveggja marka forystu í hálfleik. Atalanta leggur áherslu á sóknarleikinn og það stundum á kostnað varnarinnar. Valencia fékk færi til að koma sér inn í leikinn en tókst það ekki. Svisslendingurinn Remo Freuler skoraði þriðja markið á 57. mínútu. Freuler er einn margra leikmanna sem er búinn að vera lengi í liðinu, hann er á sinni fimmtu leiktíð. Hann er níundi leikmaðurinn sem skorar fyrir Atalanta í meistaradeildinni í vetur. Skömmu síðar var markvörðurinn Pierluigi Gollini stálheppinn, hann bjargaði sér þó úr klandrinu með því að verja frá Maxi Gomez. Þegar rúmur hálftími var eftir tók Hans Hateboer mikinn sprett upp hægri kantinn og skoraði fjórða mark Atalanta. Hollendingurinn er ekki búinn að skora í 20 leikjum í deildinni en skoraði fimm á síðustu leiktíð. Valencia minnkaði muninn um miðjan seinni hálfleikinn þegar Denis Cheryshev skoraði skömmu eftir að hann kom af varamannabekknum. Þrátt fyrir nokkur fín færi tókst Valencia ekki að skora og Atalanta vann 4-1. Öskubuskuævintýri þeirra heldur áfram.
Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Tengdar fréttir 40 þúsund manns ferðuðust 55 km til að styðja við bakið á Atalanta Atalanta á nú mikla möguleika á því að komast í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liðið fær mikinn stuðning þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður í kringum heimaleiki félagsins. 20. febrúar 2020 12:30 Sjáðu mörkin sex úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Sex mörk voru skoruð í þeim tveimur leikjum sem fóru fram í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. 19. febrúar 2020 23:00 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Sjá meira
40 þúsund manns ferðuðust 55 km til að styðja við bakið á Atalanta Atalanta á nú mikla möguleika á því að komast í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liðið fær mikinn stuðning þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður í kringum heimaleiki félagsins. 20. febrúar 2020 12:30
Sjáðu mörkin sex úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Sex mörk voru skoruð í þeim tveimur leikjum sem fóru fram í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. 19. febrúar 2020 23:00