Þeir sem veikjast mynda sterkara mótefni gagnvart veirunni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. apríl 2020 19:45 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Lögreglan/Júlíus Engin ný kórónuveirusmit greindust síðasta sólarhringinn, hvorki á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans né hjá Íslenskri erfðagreiningu. Sóttvarnalæknir segir ekki ástæðu til þess að flýta tilslökun þó að góður árangur hafi náðst. Sóttvarnalæknir segir ekki tilefni til þess að leggja djúpa merkingu í að engin jákvæð sýni hafi greinst síðasta sólarhringinn og að eflaus muni sjást dagar þar sem ekkert sýni greinist. Sýni sem fóru í rannsókn síðasta sólarhringinn voru innan við tvö hundruð. Sóttvarnalæknir segir að samfélagsleg smit sé enn mjög lítið. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að safnað verði blóði til þess að flýta fyrir ónæmismælingum þegar þær byrja.Lögreglan/Júlíus Ætla safna blóði til að flýta fyrir og undirbúa ónæmismælingar Íslensk erfðagreining hefur tekið að sér að kanna ónæmismælingar og próf og því verði ekki strax farið í slíkar mælingar í samfélaginu. „Við munum hins vegar fara af stað og safna blóði og vera tilbúin þegar að besta rannsóknin, eða rannsóknaraðferðin, liggur fyrir. Það er staðan núna. Það eru mjög merkilegar upplýsingar um þetta sem eru að koma í ljós núna hjá Íslenskri erfðagreiningu,“ sagði Þórólfur Guðason, sóttvarnalæknir á daglegum upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Það sé að þeir sem veikist meira myndi sterkara mótefni gagnvart veirunni heldur en þeir sem veikjast minna. Upplýsingafundur almannavarna og Landlæknis í dag.Lögreglan/Júlíus Ólíklegra að við sáum engin smit dag eftir dag Í dag tóku í gildi tilmæli um tveggja vikna sóttkví til allra þeirra sem koma til landsins og verður það í gildi til 15. maí. Þá engin ný smit greinist sé ekki ástæða til þess að flýta tilslökun en það að þó í stöðugri endurskoðun. „Þó það komi núll núna þá er mjög líklegt að við munum sjá einhver tilfelli sólarhringinn og svo framvegis og mér fyndist mjög ólíklegt að við munum sjá núll dag eftir dag. Það getur líka verið að það gerist en mér finnst það ólíklegra,“ segir Þórólfur. Alma Möller, landlæknir.Lögreglan/Júlíus Kanna líðan þjóðarinnar á Covid-tímum Embætti landlæknis í samvinnu við Vísindasvið Háskóla Íslands hafa hrundið af stað rannsókn á líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19. Markmiðið er að afla þekkingar á líðan og lífsgæðum almennings á meðan faraldurinn gengur yfir. En öllum 18 ára og yfir verður boðið að taka þátt í rannsókninni. „Við höfum kannski ekkert mjög nákvæmar upplýsingar og þess vegna erum við að fara í þessa rannsókn. Við vitum auðvitað til dæmis ef við tölum um kvíða og áhyggjur að þá hefur símtölum til heilsugæslunnar fjölgað töluvert en það eru ekki settar fleiri sjúkdómsgreiningar og það er ekki ávísað meira af lyfjum þannig að það bendir ekkert til þess að það séu alvarleg áhrif enn,“ sagði Alma Möller, landlæknir. Hér má kynna sér rannsóknina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svona var 54. upplýsingafundurinn vegna almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 24. apríl 2020 13:10 Ekkert nýtt smit í fyrsta skipti frá upphafi faraldursins Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru enn 1.789 talsins hér á landi og hefur þeim ekki fjölgað á milli daga, í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst. Tiltölulega fá ný sýni voru þó greind á milli daga. 24. apríl 2020 13:02 Hvetja almenning til að taka þátt í rannsókn um líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19 Alma D. Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetja almenning til þess að taka þátt í nýrri rannsókn sem hleypt var af stokkunum í dag og ber yfirskriftina Líðan þjóðar á tímum Covid-19. 24. apríl 2020 15:17 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Engin ný kórónuveirusmit greindust síðasta sólarhringinn, hvorki á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans né hjá Íslenskri erfðagreiningu. Sóttvarnalæknir segir ekki ástæðu til þess að flýta tilslökun þó að góður árangur hafi náðst. Sóttvarnalæknir segir ekki tilefni til þess að leggja djúpa merkingu í að engin jákvæð sýni hafi greinst síðasta sólarhringinn og að eflaus muni sjást dagar þar sem ekkert sýni greinist. Sýni sem fóru í rannsókn síðasta sólarhringinn voru innan við tvö hundruð. Sóttvarnalæknir segir að samfélagsleg smit sé enn mjög lítið. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að safnað verði blóði til þess að flýta fyrir ónæmismælingum þegar þær byrja.Lögreglan/Júlíus Ætla safna blóði til að flýta fyrir og undirbúa ónæmismælingar Íslensk erfðagreining hefur tekið að sér að kanna ónæmismælingar og próf og því verði ekki strax farið í slíkar mælingar í samfélaginu. „Við munum hins vegar fara af stað og safna blóði og vera tilbúin þegar að besta rannsóknin, eða rannsóknaraðferðin, liggur fyrir. Það er staðan núna. Það eru mjög merkilegar upplýsingar um þetta sem eru að koma í ljós núna hjá Íslenskri erfðagreiningu,“ sagði Þórólfur Guðason, sóttvarnalæknir á daglegum upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Það sé að þeir sem veikist meira myndi sterkara mótefni gagnvart veirunni heldur en þeir sem veikjast minna. Upplýsingafundur almannavarna og Landlæknis í dag.Lögreglan/Júlíus Ólíklegra að við sáum engin smit dag eftir dag Í dag tóku í gildi tilmæli um tveggja vikna sóttkví til allra þeirra sem koma til landsins og verður það í gildi til 15. maí. Þá engin ný smit greinist sé ekki ástæða til þess að flýta tilslökun en það að þó í stöðugri endurskoðun. „Þó það komi núll núna þá er mjög líklegt að við munum sjá einhver tilfelli sólarhringinn og svo framvegis og mér fyndist mjög ólíklegt að við munum sjá núll dag eftir dag. Það getur líka verið að það gerist en mér finnst það ólíklegra,“ segir Þórólfur. Alma Möller, landlæknir.Lögreglan/Júlíus Kanna líðan þjóðarinnar á Covid-tímum Embætti landlæknis í samvinnu við Vísindasvið Háskóla Íslands hafa hrundið af stað rannsókn á líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19. Markmiðið er að afla þekkingar á líðan og lífsgæðum almennings á meðan faraldurinn gengur yfir. En öllum 18 ára og yfir verður boðið að taka þátt í rannsókninni. „Við höfum kannski ekkert mjög nákvæmar upplýsingar og þess vegna erum við að fara í þessa rannsókn. Við vitum auðvitað til dæmis ef við tölum um kvíða og áhyggjur að þá hefur símtölum til heilsugæslunnar fjölgað töluvert en það eru ekki settar fleiri sjúkdómsgreiningar og það er ekki ávísað meira af lyfjum þannig að það bendir ekkert til þess að það séu alvarleg áhrif enn,“ sagði Alma Möller, landlæknir. Hér má kynna sér rannsóknina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svona var 54. upplýsingafundurinn vegna almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 24. apríl 2020 13:10 Ekkert nýtt smit í fyrsta skipti frá upphafi faraldursins Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru enn 1.789 talsins hér á landi og hefur þeim ekki fjölgað á milli daga, í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst. Tiltölulega fá ný sýni voru þó greind á milli daga. 24. apríl 2020 13:02 Hvetja almenning til að taka þátt í rannsókn um líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19 Alma D. Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetja almenning til þess að taka þátt í nýrri rannsókn sem hleypt var af stokkunum í dag og ber yfirskriftina Líðan þjóðar á tímum Covid-19. 24. apríl 2020 15:17 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Svona var 54. upplýsingafundurinn vegna almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 24. apríl 2020 13:10
Ekkert nýtt smit í fyrsta skipti frá upphafi faraldursins Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru enn 1.789 talsins hér á landi og hefur þeim ekki fjölgað á milli daga, í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst. Tiltölulega fá ný sýni voru þó greind á milli daga. 24. apríl 2020 13:02
Hvetja almenning til að taka þátt í rannsókn um líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19 Alma D. Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetja almenning til þess að taka þátt í nýrri rannsókn sem hleypt var af stokkunum í dag og ber yfirskriftina Líðan þjóðar á tímum Covid-19. 24. apríl 2020 15:17