Geislavarnir vara við útfjólublárri geislun gegn veirunni Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2020 17:01 Sjúkraliði virðir fyrir sér sótthreinsitæki sem sendir frá sér útfjólubláa UVC-geislun á sjúkrahúsi í Fuenlabrada á Spáni. Vísir/EPA Útfjólublá geislun gagnast ekki sem meðferð gegn kórónuveirunni eða Covid-19-sjúkdómnum sem hún veldur og vara Geislavarnir ríkisins eindregið við því að slíkt sé reynt. Hugmyndin að sólarljós drepi veirur í fólki byggi ekki á staðreyndum. Aðeins er vísað til „nýlegrar umræðu um skynsamlegar varnir og viðbrögð gegn kórónuveirunni“ í tilkynningu sem Geislavarnir ríkisins sendu frá sér í dag. Hún kemur aftur á móti í kjölfarið af fréttum af ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í gær þar sem forsetinn velti upp þeim möguleika að nota útfjólublátt ljós eða jafnvel bleikiefni til að drepa veiruna í fólki. „Ef við gerum ráð fyrir að við skjótum gríðarlegu, hvort sem það er útfjólublátt eða bara mjög öflugt ljós, á líkamann, og ég heldu að þú hafir sagt að það hafi ekki verið prófað en þið ætlið að prófa það. Og síðan, sagði ég, ef við gerum ráð fyrir að við kæmum með ljósið inn í líkamann, sem maður getur annað hvort gert í gegnum húðina eða á einhvern annan hátt,“ sagði forsetinn við einn embættismanna sinna á fundinum. Bandarískir læknar hafa varað við því að þessu ummæli forsetans gætu verið hættuleg reyni fólk þessar aðferðir á sjálfu sér. Geislavarnir nefna ekki ummæli Trump sérstaklega í tilkynningu sinni. Getur veikt ónæmiskerfi og valdið krabbameini Fjarri því að drepa veirur í fólki getur útfjólublá geislun veikt ónæmiskerfi líkamans. Því ætti veikt fólk að ferðast sterkt sólskin óháð því hvaða sjúkdómur hrjái það, að því er segir í tilkynningu Geislavarna. Útfjólublá geislun sé auk þess krabbameinsvaldandi, jafnvel í minni styrk en þarf til sótthreinsunar. Hún sé hættuleg bæði augum og húð, jafnvel í skamma stund. Ummæli Trump í gær komu í kjölfar þess að embættismaður kynnti niðurstöður rannsóknar sem bentu til þess að bleikiefni og útfjólublátt ljós drepi eða veiki kórónuveiruna hratt á yfirborðsflötum. Geislavarnir árétta að í þessu samhengi sé átt við svonefnda UVC-útfjólubláa geislun. Hún sé notuð til sótthreinsunar margskonar yfirborðs og vatns. „Þessi aðferð er hins vegar alls ekki nothæf til að eyða kórón[u]veirunni í mönnum, hvorki inni í líkamanum né á húð. Til þess er geislunin of skaðleg, auk þess sem hún næði ekki til veirunnar inni í líkamanum,“ segir í tilkynningunni. Lofthjúpur jarðar síar UVC-geislun og er því ekki hluti af því sólarljósi sem jarðarbúar eru vanir. „Útfjólublá geislun er hagnýtt í ýmsu skyni en aldrei til að drepa veirur í fólki,“ segir í tilkynningunni. Hvíta húsið hefur reynt að verja ummæli Trump forseta í dag með þeim rökum að hann hafi einnig ráðlagt fólki að leita læknisráða um meðferð við kórónuveirunni. Sakar það fjölmiðla um að hafa slitið ummæli forsetans úr samhengi. Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni. 24. apríl 2020 13:40 Tillögur Trump um notkun sótthreinsiefnis til lækninga gagnrýndar harðlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt harðri gagnrýni sérfræðinga eftir að hann lagði það til að rannsakað yrði hvort hægt væri að læknast af kórónuveirunni með því að dæla sótthreinsiefni í líkamann. 24. apríl 2020 07:26 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Útfjólublá geislun gagnast ekki sem meðferð gegn kórónuveirunni eða Covid-19-sjúkdómnum sem hún veldur og vara Geislavarnir ríkisins eindregið við því að slíkt sé reynt. Hugmyndin að sólarljós drepi veirur í fólki byggi ekki á staðreyndum. Aðeins er vísað til „nýlegrar umræðu um skynsamlegar varnir og viðbrögð gegn kórónuveirunni“ í tilkynningu sem Geislavarnir ríkisins sendu frá sér í dag. Hún kemur aftur á móti í kjölfarið af fréttum af ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í gær þar sem forsetinn velti upp þeim möguleika að nota útfjólublátt ljós eða jafnvel bleikiefni til að drepa veiruna í fólki. „Ef við gerum ráð fyrir að við skjótum gríðarlegu, hvort sem það er útfjólublátt eða bara mjög öflugt ljós, á líkamann, og ég heldu að þú hafir sagt að það hafi ekki verið prófað en þið ætlið að prófa það. Og síðan, sagði ég, ef við gerum ráð fyrir að við kæmum með ljósið inn í líkamann, sem maður getur annað hvort gert í gegnum húðina eða á einhvern annan hátt,“ sagði forsetinn við einn embættismanna sinna á fundinum. Bandarískir læknar hafa varað við því að þessu ummæli forsetans gætu verið hættuleg reyni fólk þessar aðferðir á sjálfu sér. Geislavarnir nefna ekki ummæli Trump sérstaklega í tilkynningu sinni. Getur veikt ónæmiskerfi og valdið krabbameini Fjarri því að drepa veirur í fólki getur útfjólublá geislun veikt ónæmiskerfi líkamans. Því ætti veikt fólk að ferðast sterkt sólskin óháð því hvaða sjúkdómur hrjái það, að því er segir í tilkynningu Geislavarna. Útfjólublá geislun sé auk þess krabbameinsvaldandi, jafnvel í minni styrk en þarf til sótthreinsunar. Hún sé hættuleg bæði augum og húð, jafnvel í skamma stund. Ummæli Trump í gær komu í kjölfar þess að embættismaður kynnti niðurstöður rannsóknar sem bentu til þess að bleikiefni og útfjólublátt ljós drepi eða veiki kórónuveiruna hratt á yfirborðsflötum. Geislavarnir árétta að í þessu samhengi sé átt við svonefnda UVC-útfjólubláa geislun. Hún sé notuð til sótthreinsunar margskonar yfirborðs og vatns. „Þessi aðferð er hins vegar alls ekki nothæf til að eyða kórón[u]veirunni í mönnum, hvorki inni í líkamanum né á húð. Til þess er geislunin of skaðleg, auk þess sem hún næði ekki til veirunnar inni í líkamanum,“ segir í tilkynningunni. Lofthjúpur jarðar síar UVC-geislun og er því ekki hluti af því sólarljósi sem jarðarbúar eru vanir. „Útfjólublá geislun er hagnýtt í ýmsu skyni en aldrei til að drepa veirur í fólki,“ segir í tilkynningunni. Hvíta húsið hefur reynt að verja ummæli Trump forseta í dag með þeim rökum að hann hafi einnig ráðlagt fólki að leita læknisráða um meðferð við kórónuveirunni. Sakar það fjölmiðla um að hafa slitið ummæli forsetans úr samhengi.
Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni. 24. apríl 2020 13:40 Tillögur Trump um notkun sótthreinsiefnis til lækninga gagnrýndar harðlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt harðri gagnrýni sérfræðinga eftir að hann lagði það til að rannsakað yrði hvort hægt væri að læknast af kórónuveirunni með því að dæla sótthreinsiefni í líkamann. 24. apríl 2020 07:26 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni. 24. apríl 2020 13:40
Tillögur Trump um notkun sótthreinsiefnis til lækninga gagnrýndar harðlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt harðri gagnrýni sérfræðinga eftir að hann lagði það til að rannsakað yrði hvort hægt væri að læknast af kórónuveirunni með því að dæla sótthreinsiefni í líkamann. 24. apríl 2020 07:26