Geislavarnir vara við útfjólublárri geislun gegn veirunni Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2020 17:01 Sjúkraliði virðir fyrir sér sótthreinsitæki sem sendir frá sér útfjólubláa UVC-geislun á sjúkrahúsi í Fuenlabrada á Spáni. Vísir/EPA Útfjólublá geislun gagnast ekki sem meðferð gegn kórónuveirunni eða Covid-19-sjúkdómnum sem hún veldur og vara Geislavarnir ríkisins eindregið við því að slíkt sé reynt. Hugmyndin að sólarljós drepi veirur í fólki byggi ekki á staðreyndum. Aðeins er vísað til „nýlegrar umræðu um skynsamlegar varnir og viðbrögð gegn kórónuveirunni“ í tilkynningu sem Geislavarnir ríkisins sendu frá sér í dag. Hún kemur aftur á móti í kjölfarið af fréttum af ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í gær þar sem forsetinn velti upp þeim möguleika að nota útfjólublátt ljós eða jafnvel bleikiefni til að drepa veiruna í fólki. „Ef við gerum ráð fyrir að við skjótum gríðarlegu, hvort sem það er útfjólublátt eða bara mjög öflugt ljós, á líkamann, og ég heldu að þú hafir sagt að það hafi ekki verið prófað en þið ætlið að prófa það. Og síðan, sagði ég, ef við gerum ráð fyrir að við kæmum með ljósið inn í líkamann, sem maður getur annað hvort gert í gegnum húðina eða á einhvern annan hátt,“ sagði forsetinn við einn embættismanna sinna á fundinum. Bandarískir læknar hafa varað við því að þessu ummæli forsetans gætu verið hættuleg reyni fólk þessar aðferðir á sjálfu sér. Geislavarnir nefna ekki ummæli Trump sérstaklega í tilkynningu sinni. Getur veikt ónæmiskerfi og valdið krabbameini Fjarri því að drepa veirur í fólki getur útfjólublá geislun veikt ónæmiskerfi líkamans. Því ætti veikt fólk að ferðast sterkt sólskin óháð því hvaða sjúkdómur hrjái það, að því er segir í tilkynningu Geislavarna. Útfjólublá geislun sé auk þess krabbameinsvaldandi, jafnvel í minni styrk en þarf til sótthreinsunar. Hún sé hættuleg bæði augum og húð, jafnvel í skamma stund. Ummæli Trump í gær komu í kjölfar þess að embættismaður kynnti niðurstöður rannsóknar sem bentu til þess að bleikiefni og útfjólublátt ljós drepi eða veiki kórónuveiruna hratt á yfirborðsflötum. Geislavarnir árétta að í þessu samhengi sé átt við svonefnda UVC-útfjólubláa geislun. Hún sé notuð til sótthreinsunar margskonar yfirborðs og vatns. „Þessi aðferð er hins vegar alls ekki nothæf til að eyða kórón[u]veirunni í mönnum, hvorki inni í líkamanum né á húð. Til þess er geislunin of skaðleg, auk þess sem hún næði ekki til veirunnar inni í líkamanum,“ segir í tilkynningunni. Lofthjúpur jarðar síar UVC-geislun og er því ekki hluti af því sólarljósi sem jarðarbúar eru vanir. „Útfjólublá geislun er hagnýtt í ýmsu skyni en aldrei til að drepa veirur í fólki,“ segir í tilkynningunni. Hvíta húsið hefur reynt að verja ummæli Trump forseta í dag með þeim rökum að hann hafi einnig ráðlagt fólki að leita læknisráða um meðferð við kórónuveirunni. Sakar það fjölmiðla um að hafa slitið ummæli forsetans úr samhengi. Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni. 24. apríl 2020 13:40 Tillögur Trump um notkun sótthreinsiefnis til lækninga gagnrýndar harðlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt harðri gagnrýni sérfræðinga eftir að hann lagði það til að rannsakað yrði hvort hægt væri að læknast af kórónuveirunni með því að dæla sótthreinsiefni í líkamann. 24. apríl 2020 07:26 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira
Útfjólublá geislun gagnast ekki sem meðferð gegn kórónuveirunni eða Covid-19-sjúkdómnum sem hún veldur og vara Geislavarnir ríkisins eindregið við því að slíkt sé reynt. Hugmyndin að sólarljós drepi veirur í fólki byggi ekki á staðreyndum. Aðeins er vísað til „nýlegrar umræðu um skynsamlegar varnir og viðbrögð gegn kórónuveirunni“ í tilkynningu sem Geislavarnir ríkisins sendu frá sér í dag. Hún kemur aftur á móti í kjölfarið af fréttum af ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í gær þar sem forsetinn velti upp þeim möguleika að nota útfjólublátt ljós eða jafnvel bleikiefni til að drepa veiruna í fólki. „Ef við gerum ráð fyrir að við skjótum gríðarlegu, hvort sem það er útfjólublátt eða bara mjög öflugt ljós, á líkamann, og ég heldu að þú hafir sagt að það hafi ekki verið prófað en þið ætlið að prófa það. Og síðan, sagði ég, ef við gerum ráð fyrir að við kæmum með ljósið inn í líkamann, sem maður getur annað hvort gert í gegnum húðina eða á einhvern annan hátt,“ sagði forsetinn við einn embættismanna sinna á fundinum. Bandarískir læknar hafa varað við því að þessu ummæli forsetans gætu verið hættuleg reyni fólk þessar aðferðir á sjálfu sér. Geislavarnir nefna ekki ummæli Trump sérstaklega í tilkynningu sinni. Getur veikt ónæmiskerfi og valdið krabbameini Fjarri því að drepa veirur í fólki getur útfjólublá geislun veikt ónæmiskerfi líkamans. Því ætti veikt fólk að ferðast sterkt sólskin óháð því hvaða sjúkdómur hrjái það, að því er segir í tilkynningu Geislavarna. Útfjólublá geislun sé auk þess krabbameinsvaldandi, jafnvel í minni styrk en þarf til sótthreinsunar. Hún sé hættuleg bæði augum og húð, jafnvel í skamma stund. Ummæli Trump í gær komu í kjölfar þess að embættismaður kynnti niðurstöður rannsóknar sem bentu til þess að bleikiefni og útfjólublátt ljós drepi eða veiki kórónuveiruna hratt á yfirborðsflötum. Geislavarnir árétta að í þessu samhengi sé átt við svonefnda UVC-útfjólubláa geislun. Hún sé notuð til sótthreinsunar margskonar yfirborðs og vatns. „Þessi aðferð er hins vegar alls ekki nothæf til að eyða kórón[u]veirunni í mönnum, hvorki inni í líkamanum né á húð. Til þess er geislunin of skaðleg, auk þess sem hún næði ekki til veirunnar inni í líkamanum,“ segir í tilkynningunni. Lofthjúpur jarðar síar UVC-geislun og er því ekki hluti af því sólarljósi sem jarðarbúar eru vanir. „Útfjólublá geislun er hagnýtt í ýmsu skyni en aldrei til að drepa veirur í fólki,“ segir í tilkynningunni. Hvíta húsið hefur reynt að verja ummæli Trump forseta í dag með þeim rökum að hann hafi einnig ráðlagt fólki að leita læknisráða um meðferð við kórónuveirunni. Sakar það fjölmiðla um að hafa slitið ummæli forsetans úr samhengi.
Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni. 24. apríl 2020 13:40 Tillögur Trump um notkun sótthreinsiefnis til lækninga gagnrýndar harðlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt harðri gagnrýni sérfræðinga eftir að hann lagði það til að rannsakað yrði hvort hægt væri að læknast af kórónuveirunni með því að dæla sótthreinsiefni í líkamann. 24. apríl 2020 07:26 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira
Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni. 24. apríl 2020 13:40
Tillögur Trump um notkun sótthreinsiefnis til lækninga gagnrýndar harðlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt harðri gagnrýni sérfræðinga eftir að hann lagði það til að rannsakað yrði hvort hægt væri að læknast af kórónuveirunni með því að dæla sótthreinsiefni í líkamann. 24. apríl 2020 07:26