Fótbolti

Hollendingar flauta tímabilið af

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ajax v AZ Alkmaar - Dutch Eredivisie AMSTERDAM, NETHERLANDS - MARCH 1: (L-R) Daley Blind of Ajax, Myron Boadu of AZ Alkmaar during the Dutch Eredivisie match between Ajax v AZ Alkmaar at the Johan Cruijff Arena on March 1, 2020 in Amsterdam Netherlands (Photo by Soccrates/Getty Images)
Ajax v AZ Alkmaar - Dutch Eredivisie AMSTERDAM, NETHERLANDS - MARCH 1: (L-R) Daley Blind of Ajax, Myron Boadu of AZ Alkmaar during the Dutch Eredivisie match between Ajax v AZ Alkmaar at the Johan Cruijff Arena on March 1, 2020 in Amsterdam Netherlands (Photo by Soccrates/Getty Images)

Keppni í hollenska boltanum hefur verið blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. 

Engir meistarar verða krýndir, ekkert lið fellur úr úrvalsdeildinni og ekkert lið kemur upp úr B-deildinni.

Ajax og AZ Alkmaar voru jöfn að stigum á toppi úrvalsdeildarinnar. Albert Guðmundsson er á mála hjá AZ en hefur verið meiddur undanfarna mánuði.

Stuðningsmenn Cambuur eru væntanlega súrir en liðið kemst ekki upp í úrvalsdeildina þrátt fyrir að vera með ellefu stiga forskot á toppi B-deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×