Struku saman af Litla Hrauni 10. maí 2005 00:01 Jón Ólafsson, öryggisvörður sem særðist í bílsprengingu í Írak á laugardaginn var, og yfirmaður hans Donald Feeney sátu saman á Litla-Hrauni árið 1993. Jón afplánaði þá dóm fyrir nauðgun og auðgunarbrot og átti þá að baki nokkra refsidóma fyrir ofbeldisbrot. Feeney fékk hins vegar tveggja ára dóm fyrir að reyna að smygla tveim ungum systrum úr landi sem voru í umsjá móður sinnar en faðirinn fékk Feeney til verksins. Þá tók fyrirtæki hans CTU Consulting að sér verk sem þessi en það er fyrirtækið sem Jón vinnur nú fyrir í Írak. Í ágúst árið 1993 reyndu þeir svo að strjúka af Litla-Hrauni en voru handteknir á flugvellinum í Vestmannaeyjum, þaðan sem þeir ætluðu að fljúga til Færeyja. Morgunblaðið greindi ítarlega frá þessu á sínum tíma. Þar kemur fram að Jón, sem þá var 24 ára, komst úr klefa sínum með því að dirka upp lás, því næst opnaði hann fyrir Feeney og saman spenntu þeir upp lás með röri og komust þannig út. Líklegast er að þeir hafi farið til Reykjavíkur með leigubíl og þaðan fóru þeir með leiguflugvél frá Íslandsflugi til Vestmannaeyja. Höfðu þeir þá gengið frá áframhaldandi flugi til Færeyja. Fram kom að tvímenningarnir sögðu við starfsfólk Íslandsflugs að þeim lægi á að komast til Færeyja, þaðan sem togarinn þeirra væri að leggja úr höfn. Að sögn Ólafs E. Magnússonar, föður Jóns, lenti sonurinn í vandræðum vegna drykkju og þess vegna komst hann í kast við lögin. Hann hafi hins vegar fyrir löngu afplánað sinn dóm og snúið frá villu síns vegar. Hann telur einnig að Jón hefði ekki fengið þennan dóm hefði betri lögfræðingi verið fyrir að fara í máli hans. Ólafur segist ekki vita til þess að Jón og Feeney hafi verið miklir vinir. Jón hafi hins vegar séð um öryggisgæslu á stóru hóteli í Manila á Filippseyjum í nokkur ár fyrir fyrirtæki Feeneys en þeir séu ekki í persónulegum tengslum í dag svo hann viti til. Fréttir Innlent Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Jón Ólafsson, öryggisvörður sem særðist í bílsprengingu í Írak á laugardaginn var, og yfirmaður hans Donald Feeney sátu saman á Litla-Hrauni árið 1993. Jón afplánaði þá dóm fyrir nauðgun og auðgunarbrot og átti þá að baki nokkra refsidóma fyrir ofbeldisbrot. Feeney fékk hins vegar tveggja ára dóm fyrir að reyna að smygla tveim ungum systrum úr landi sem voru í umsjá móður sinnar en faðirinn fékk Feeney til verksins. Þá tók fyrirtæki hans CTU Consulting að sér verk sem þessi en það er fyrirtækið sem Jón vinnur nú fyrir í Írak. Í ágúst árið 1993 reyndu þeir svo að strjúka af Litla-Hrauni en voru handteknir á flugvellinum í Vestmannaeyjum, þaðan sem þeir ætluðu að fljúga til Færeyja. Morgunblaðið greindi ítarlega frá þessu á sínum tíma. Þar kemur fram að Jón, sem þá var 24 ára, komst úr klefa sínum með því að dirka upp lás, því næst opnaði hann fyrir Feeney og saman spenntu þeir upp lás með röri og komust þannig út. Líklegast er að þeir hafi farið til Reykjavíkur með leigubíl og þaðan fóru þeir með leiguflugvél frá Íslandsflugi til Vestmannaeyja. Höfðu þeir þá gengið frá áframhaldandi flugi til Færeyja. Fram kom að tvímenningarnir sögðu við starfsfólk Íslandsflugs að þeim lægi á að komast til Færeyja, þaðan sem togarinn þeirra væri að leggja úr höfn. Að sögn Ólafs E. Magnússonar, föður Jóns, lenti sonurinn í vandræðum vegna drykkju og þess vegna komst hann í kast við lögin. Hann hafi hins vegar fyrir löngu afplánað sinn dóm og snúið frá villu síns vegar. Hann telur einnig að Jón hefði ekki fengið þennan dóm hefði betri lögfræðingi verið fyrir að fara í máli hans. Ólafur segist ekki vita til þess að Jón og Feeney hafi verið miklir vinir. Jón hafi hins vegar séð um öryggisgæslu á stóru hóteli í Manila á Filippseyjum í nokkur ár fyrir fyrirtæki Feeneys en þeir séu ekki í persónulegum tengslum í dag svo hann viti til.
Fréttir Innlent Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira